Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Framkvæmdastjóri Golfklúbbs Grindavíkur segir svekkjandi að þurfa að aflýsa fyrsta degi Meistaramóts klúbbsins sem átti að átti að hefjast í dag. Grindvíkingar séu þó allir vanir og stefni á að hefja leik á morgun. Golf 16.7.2025 13:25
Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Bandaríski kylfingurinn Xander Schauffele hefur titil að verja þegar Opna breska meistaramótið í golfi hefst á morgun. Ekki spyrja hann þó af því hvar hann geymir Ólympíugullverðlaun sín. Golf 16.7.2025 09:32
Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golfklúbbur Grindavíkur hefur sent frá sér stutt skilaboð vegna stórfrétta dagsins á Reykjanesinu. Golf 16.7.2025 08:34
Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Evrópumót karla, kvenna, stúlkna og pilta í golfi hófst í dag en Ísland teflir fram liði á öllum mótunum. Dagurinn fór frábærlega af stað hjá karlaliðinu sem er í 2. sæti eftir fyrsta keppnisdag. Golf 8.7.2025 22:03
Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Næsta risamót í golfinu er Opna breska meistaramótið sem fer nú fram í 153. sinn. Þangað komast ekki allir sem vilja og því er það stórt takmark fyrir marga að tryggja sig þar inn. Golf 5.7.2025 07:02
Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Gunnlaugur Árni Sveinsson, besti áhugakylfingur Íslands, fór fyrri hringinn tveimur höggum undir pari og er jafn í tólfta sætinu á lokaúrtökumóti Opna breska meistaramótsins í golfi. Spánverjinn David Puig spilaði fyrri hringinn í holli með Gunnlaugi og er efstur, átta höggum undir pari. Golf 1.7.2025 13:31
Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Ólafur Björn Loftsson, afreksstjóri Golfsambands Íslands, hefur valið landsliðin sem taka þátt á Evrópumótum kvenna, karla, stúlkna og pilta. Evrópumót kvenna fer fram í Frakklandi og karlaliðið leikur á Írlandi. Stúlknalandsliðið leikur í Englandi og piltalandsliðið í Ungverjalandi. Golf 25.6.2025 13:06
Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Íslandsmótið í holukeppni er í fullum gangi á Hlíðavelli í Mosfellsbæ og nú er 16 manna útsláttarkeppnin hjá körlunum hafin, eftir tveggja hringja höggleik í gær og bráðabana um síðustu lausu sætin. Golf 22.6.2025 09:30
Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Það þurfti fjögurra kvenna bráðabana til að skera úr um það hver fengi sextánda og síðasta sætið inn í útsláttarkeppnina á Íslandsmóti kvenna í holukeppni, á Hlíðavelli í Mosfellsbæ í gær. Golf 21.6.2025 10:46
Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Júlí Róbert Helgason, tíu ára gamall kylfingur úr Nesklúbbnum, fór fjórðu holuna á Landinu við Korpúlfsstaðavöll í aðeins einu höggi, á Íslandsmóti golfklúbba fyrir tólf ára og yngri í gær. Golf 20.6.2025 14:32
Tómas steinlá gegn þeim þýska Tómas Eiríksson Hjaltested varð að sætta sig við tap í 32 manna úrslitum á Opna breska áhugamannamótinu í golfi í dag. Golf 19.6.2025 12:15
PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Brian Rolapp mun taka við sem fyrsti framkvæmdastjóri PGA golfmótaraðinnar og mun taka við af Jay Monahan sem var titlaður yfirmaður (e. commissioner). Golf 18.6.2025 21:31
Tómas fór illa með Frakkann Tómas Hjaltested heldur áfram að gera frábæra hluti á Opna breska áhugamannamótinu í golfi en hann sló Frakkann Paul Beauvy út með sannfærandi hætti í dag, í 64 manna úrslitum. Næsti mótherji Tómasar er frá Þýskalandi. Golf 18.6.2025 15:45
Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Kylfingurinn Tómas Hjaltested keppir í dag í útsláttarkeppni Opna breska áhugamannamótsins í golfi eftir að hafa verið sá eini af fimm Íslendingum sem komust í gegnum niðurskurðinn. Logi Sigurðsson féll út í bráðabana. Golf 18.6.2025 10:05
Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Nóttina áður en J.J. Spaun tryggði sér rúmlega hálfan milljarð króna, með því að vinna risamót í golfi í fyrsta sinn í gær, þurfti hann að rjúka út í apótek til að ná í lyf fyrir unga dóttur sína. Golf 16.6.2025 13:32
Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Bandaríski kylfingurinn J.J. Spaun vann US Open, Opna bandaríska meistaramótið í golfi, í gærkvöldi eftir miklar sveiflur á lokahringnum. Golf 16.6.2025 06:31
Mikil seinkun vegna rigningar Mikil seinkun varð á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi þar sem himnarnir opnuðust og gríðarleg rigning stöðvaði leik tímabundið í dag. Golf 15.6.2025 22:14
Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta Sam Burns er enn í efsta sæti, fjórum höggum undir pari, eftir þriðja keppnisdag Opna bandaríska meistaramótsins í golfi og gæti síðar í dag lyft sínum fyrsta risamótstitli á loft. Aðeins fjórir kylfingar eru undir pari eftir þrjá keppnisdaga. Golf 15.6.2025 09:47
„Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Þó kylfingurinn Rory McIlroy sé ekki í besta skapinu þessa dagana þá ræddi hann stuttlega við fjölmiðla eftir keppni dagsins á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi. Hann komst í gegnum niðurskurðinn en var ekki viss hvort það væri yfir höfuð jákvætt. Golf 14.6.2025 20:37
Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Bandaríkjamaðurinn JJ Spaun er einn með forystuna eftir fyrsta hring á Opna bandaríska mótinu í golfi og honum tókst að sleppa alfarið við skolla á Oakmont Country Club vellinum í dag. Golf 13.6.2025 00:07
Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Patrick Reed gerði sér lítið fyrir og náði albatross á fyrsta degi Opna bandaríska mótsins í golfi í dag, í Oakmont í Pennsylvaniu. Golf 12.6.2025 20:46
Tannlæknir keppir á opna bandaríska Opna bandaríska meistaramótið í golfi hefst í dag en óþekktur kylfingur hefur vakið mikla athygli fyrir þátttöku sína á mótinu. Golf 12.6.2025 09:30
Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Andrea Bergsdóttir hefur verið að gera frábæra hluti á LET Access mótaröðinni í golfi, næststerkustu atvinnumótaröð Evrópu, og hreinlega flogið upp stigalista mótaraðarinnar. Hún jafnaði besta árangur Íslendings um helgina. Golf 10.6.2025 09:02
Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Íslenski kylfingurinn Gunnlaugur Árni Sveinsson fagnaði sigri með alþjóðlega liðinu á Arnold Palmer Cup, sterkasta áhugamannamóti heims. Golf 7.6.2025 20:09