Innherji
Áhyggjur af nýju afbrigði lita hlutabréf í Kauphöllinni
Úrvalsvísitalan lækkaði um ríflega 2 prósent þegar opnað var fyrir viðskipti í Kauphöllinni í dag. Lækkunin í Kauphöllinni er í takt við lækkanir á hlutabréfamörkuðum um allan heim en þær endurspegla áhyggjur fjárfesta af nýju afbrigði kórónuveirunnar.
Óvæntur slagur innan Samfylkingar tapaðist með einu atkvæði
Þau tíðindi urðu á fulltrúaráðsfundi Samfylkingarinnar í gærkvöldi að Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata bauð sig óvænt fram gegn sitjandi formanni fulltrúaráðsins, Herði Oddfríðarsyni.
Boozt selt Íslendingum fyrir tæpan milljarð síðan í júlí
Netrisinn Boozt hefur selt Íslendingum fyrir um 900 milljónir íslenskra króna síðan í júlí á þessu ári.
Raunhæft að loðnan skili 60 milljörðum að sögn forstjóra Síldarvinnslunnar
Gunnþór Ingvarsson, forstjóri Síldarvinnslunnar, mælir með því að væntingum um verðmætin sem hægt er að ná úr loðnuvertíðinni verði stillt í hóf. Fyrirséð er að verðin sem sáust á síðustu vertíð verði ekki í boði ef mikið verður framleitt.
Fortuna Invest vikunnar: Þekkir þú Kauphöllina?
Aníta Rut Hilmarsdóttir, Rósa Kristinsdóttir og Kristín Hildur Ragnarsdóttir skipa fræðsluvettvanginn Fortuna Invest.
Verðbólga undir væntingum en myndin á eftir að skýrast
Verðbólgumæling Hagstofu Íslands var undir væntingum greinenda í fyrsta sinn síðan í nóvember í fyrra. „Í stuttu máli má þannig segja að verðbólgan sé að reynast þrálát en þó ekki eins kraftmikil og væntingar voru um,“ segir Birgir Haraldsson, sjóðstjóri hjá Akta.
HBO segist vilja koma til Íslands fái Framsókn sínu framgengt
Í bréfi sem íslenskum stjórnvöldum barst í síðasta mánuði lýsir sjónvarpsstöðin og streymisveitan HBO yfir áhuga á því að taka upp heilu verkefnin á Íslandi. Til að svo verði, þarf hins vegar að verða af kosningaloforðum Framsóknarflokksins um að hækka hlutfall endurgreiðslu á sjónvarps- og kvikmyndaverkefni sem tekin eru á Íslandi. Framsóknarmenn ætla að halda málinu til streitu við gerð stjórnarsáttmála, en fjármálaráðherra hefur sagt hugmyndina óraunhæfa.
Af háum hesti: Ekki nóg að vera gömul hetja
Nú er búið að reka Ole Gunnar Solskjær frá Man United eftir rúmlega ár í starfi. Hann náði ekki árangri með liðið þrátt fyrir mestu peningana og dýrustu leikmennina.
Stærsti hluthafinn selur um þriðjung bréfa sinna í Kviku banka
Fjárfestingafélagið Stoðir, sem hefur verið stærsti hluthafi Kviku frá því undir lok síðasta árs, hefur á innan við tveimur vikum minnkað hlut sinn í bankanum um næstum þriðjung.
Risastór gullæð gæti leynst á leitarsvæði Íslendinga á Grænlandi
Niðurstöður rannsókna AEX Gold, sem sérhæfir sig í gullgreftri á Suður-Grænlandi og er að töluverðu leyti í eigu Íslendinga, benda til þess að á einu svæði sem fyrirtækið hefur leyfi til að starfa á megi finna nokkrar milljónir únsa af gulli. Það er mun meira magn en almennt má búast við þegar leitað er eftir gulli.
Heildstæð nálgun í kjaraviðræðum óskast
Það líður að kjarasamningagerð og samtalið um forsendur komandi samninga er hafið með aðsendum greinum og yfirlýsingum hagsmunaðila.
Samkeppniseftirlitið skoðaði tengsl erlendu innviðafjárfestanna
Athugun Samkeppniseftirlitsins á samstarfi Digital Bridge, kaupanda á tilteknum fjarskiptainnviðum Sýnar og Nova, við franska sjóðastýringarfélagið Ardian, sem hefur náð samkomulagi um kaup á Mílu, leiddi í ljós að hagsmunatengsl erlendu innviðafjárfestanna væru hverfandi lítil.
Möguleg ábyrgð dótturfélags á samkeppnislagabrotum móðurfélags
Í réttarframkvæmd hefur almennt verið gengið út frá því að náin tengsl á milli tveggja eða fleiri lögaðila geti leitt til þess að litið verður á þá sem eitt og sama fyrirtækið í skilningi samkeppnislaga enda sé hugtakið fyrirtæki af efnahagslegum toga en ekki lagalegu. Slík tengsl geta meðal annars verið á milli móður- og dótturfélaga sem hefur þá í för með sér að þau verða talin mynda eina efnahagslega einingu.
Lífeyrissjóðir ætla ekki að gefa neinn afslátt til að fylla græna kvótann
Stjórnendur hjá lífeyrissjóðunum Gildi og Stapa segja að ekki verði slakað á neinum kröfum sem sjóðirnir gera til fjárfestingakosta til þess að fylla upp í kvóta fyrir grænar fjárfestingar. Útlit er fyrir að meirihluti grænna fjárfestinga lífeyrissjóða verði í gegnum erlenda sjóði enda felst áhætta í því að mikið fjármagn elti takmarkaðan fjölda grænna fjárfestinga á Íslandi.
Ójafnvægið í þróun byggingarvísitölu og fasteignaverðs ekki verið meira frá bankahruni
Ójafnvægið í þróun annars vegar byggingarvísitölu og hins vegar þróun fasteignaverðs hefur ekki verið meira en nú á tímum kórónuveirufaraldursins frá því rétt fyrir fall bankanna árið 2008. Frá aldamótum nemur hækkun fasteignaverðs umfram byggingarkostnað nálægt áttatíu prósentum.
Fjárfestingafélag í sjávarútvegi á leið í Kauphöllina
Félagið Bluevest Capital Partners, sem var stofnað af Kviku banka og bresku viðskiptafélögunum Mark Holyoke, stærsta hluthafi Iceland Seafood og stjórnarmanns 2010 til 2019, og Lee Camfield, fyrrverandi framkvæmdastjóra rekstrar hjá Iceland Seafood, setur nú stefnuna á skráningu á First North hlutabréfamarkaðinn í Kauphöllina í byrjun næsta árs.
Endurskipulagning á fjárhag Vaðlaheiðarganga dregst á langinn
Meira en einu og hálfu ári eftir að viðræður hófust um fjárhagslega endurskipulagningu Vaðlaheiðarganga er málið enn í vinnslu. Ríkissjóður hefur frestað innheimtuaðgerðum vegna gjaldfallinna lánssamninga fram yfir áramót.
Breyttur veruleiki sveitarfélaga
Skilvirk stjórnsýsla og hófleg skattheimta eru meðal stærstu hagsmunamála atvinnulífsins og þar með almennings. Skattlagning og opinber þjónusta er að stórum hluta í höndum sveitarfélaga og það er í þágu skattgreiðenda, sem og notenda þjónustu þeirra, að staðið sé að rekstri þeirra á skilvirkan og hagkvæman hátt.
Björgólfur Thor á von á 50 milljörðum fyrir hlut sinn í ítölsku fjarskiptafélagi
Alþjóðlega fjárfestingafélagið KKR hefur gert yfirtökutilboð í Telecom Italia, stærsta fjarskiptafélag Ítalíu. Ef yfirtakan verður samþykkt af hluthöfum og ítölskum stjórnvöldum verður hún ein stærsta framtaksfjárfesting evrópskrar viðskiptasögu en Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, er í hópi stærstu hluthafa fjarskiptarisans með tæplega 3 prósenta hlut.
Hægt hefur á vexti peningamagns
Hægt hefur á vexti peningamagns það sem af er ári eftir kraftmikinn vöxt á seinni hluta síðasta árs. Þetta kom fram í nóvemberhefti Peningamála, sem er gefið út af Seðlabankanum.
Úlfar tekur við stjórnarformennsku í Bláa lóninu
Úlfar Steindórsson, forstjóri og eigandi Toyota á Íslandi, hefur tekið við sem stjórnarformaður Bláa lónsins eftir að hafa áður verið varamaður í stjórn ferðaþjónustufyrirtækisins.
Ásókn í breytilega vexti hefur ekki verið minni síðan í byrjun árs 2019
Í október voru 85 prósent nýrra íbúðalána til heimila með föstum vöxtum en einungis 15 prósent með breytilegum vöxtum. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Seðlabanka Íslands um útlán í bankakerfinu. Veiting íbúðalána með breytilegum vöxtum hefur ekki verið minni frá því í janúar 2019.
Sjálfbærni og hámörkun hagnaðar
Almennt er litið svo á að hagsmunir hluthafa eigi að vera í forgangi við rekstur félaga og samkvæmt íslenskum lögum ber stjórn félags að tryggja þessa hagsmuni sem best. Önnur sjónarmið kunna að koma við sögu, svo sem jafnréttis- og umhverfissjónarmið, en hafa oft á tíðum þurft að lúta í lægra haldi fyrir markmiðinu um hámörkun hagnaðar hluthafa.
Stjórnvöld halda því opnu hvort kröfur neytenda á ÍL-sjóð fyrnist
„Ég get ekki séð annað en að íslenska ríkið hafi dregið til baka skýra yfirlýsingu um að það muni ekki bera fyrir sig fyrningu gagnvart neytendum verði uppgreiðslugjald dæmt ólögmætt. Nú virðist ríkið ætla að halda því opnu hvort það beri fyrir sig fyrningu,“ segir Jónas Friðrik Jónsson hæstaréttarlögmaður, sem fer með mál sambúðarfólks gegn ÍL-sjóði, áður Íbúðarlánasjóði, sem varðar lögmæti uppgreiðslugjalds.
Höfnuðu tilboði frá Festi og slitu söluferlinu á Lyfju
Eigendur Lyfju, stærstu apótekskeðju landsins, hættu við áform sín um að selja allt hlutafé í félaginu í síðasta mánuði eftir að þau tilboð sem bárust í söluferli sem hafði verið sett af stað reyndust talsvert undir þeim væntingum sem hluthafar höfðu gert sér um virði fyrirtækisins. Stærsti eigandi Lyfju, með 70 prósenta hlut, er framtakssjóðurinn SÍA III sem er í rekstri sjóðastýringarfyrirtækisins Stefnis.
Skiptir eignarhaldið engu máli?
Það skyldi engan undra að kaup yfirvalda í Sádí Arabíu á enska knattspyrnufélaginu Newcastle hafi þurft að ræða í þaula, jafnt á krám sem og í stjórnarherbergjum.
Sigurjón Sighvatsson: „Við höfum siglt inn í öld ímyndunaraflsins“
„Ég laðast ekki að verkefnum eingöngu vegna þess að í þeim felast viðskiptatækifæri. Þau þurfa að vera skapandi. Sköpunargleði er það sem keyrir mig áfram,“ segir Sigurjón Sighvatsson, sem á að baki langan feril í kvikmyndagerð og fyrirtækjarekstri af ýmsum toga.
Baráttan um borgina að hefjast
Fyrirséð er að hart verður barist um hylli kjósenda í komandi borgarstjórnarkosningum sem fram fara í maí á næsta ári. Áður en til kosninganna kemur, þurfa flokkarnir ýmist að stilla upp á lista eða fara í prófkjör og því ekki seinna vænna að flokkarnir fari að velja sér forystufólk. Fjölmörg ný nöfn eru nefnd til skjalanna í þeim efnum og sum hver kunnugleg.
Gangverk kaupir Döðlur
Hugbúnaðarhúsið Gangverk hefur gengið frá kaupum á hönnunarfyrirtækinu Döðlur Studio.
Fréttabréf Santé: Fegurðin að utan?
Ekki hefur enn tekist að færa sönnur á uppruna eða eðli fegurðar, hvort hún komi að utan eða innan.