Lífið

Fréttamynd

Fyrstu skrefin tekin á sama stað og sím­talið um fæðinguna barst

Leikkonan María Birta Fox birti hjartnæma færslu á Instagram í vikunni þar sem hún rifjaði upp þegar hún og eiginmaður hennar, myndlistarmaðurinn Elli Egilsson Fox, fengu símtalið um að yngri dóttir þeirra Naja væri komin í heiminn. Á sama stað rétt rúmu ári síðar tók dóttirin sín fyrstu skref.

Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar

Liðin vika var litrík og gleðileg þegar Hinsegin dagar fóru fram með pompi og prakt. Regnbogafánar blöktu, tónlist ómaði um götur Reykjavíkur og myndir úr Gleðigöngunni fylltu samfélagsmiðla af ást, glimmeri og fjölbreytileika. Þá voru sólríkar myndir af erlendum slóðum áberandi á samfélagsmiðlum og sóttu Íslendingar meðal annars tískuvikuna í Kaupmannahöfn.

Lífið
Fréttamynd

„Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“

Í ár hefur þéttur og náinn vinahópur frá Borgarnesi skráð sig í Reykjavíkurmaraþonið til að styðja við bakið á Birtu Björk Birgisdóttur sem staðið hefur frammi fyrir alvarlegum veikindum. Birta Björk greindist með beinkrabbamein í nóvember síðastliðnum og hefur síðan þá verið í strangri lyfjameðferð. Hópurinn ætlar að hlaupa til styrktar Ljósinu en þar hefur Birta fengið ómetanlegan stuðning í gegnum veikindaferlið.

Lífið
Fréttamynd

Bay segir skilið við Smith

Bandaríski kvikmyndagerðarmaðurinn Michael Bay er sagður hafa lokið störfum í framleiðslu kvikmyndar sem hann átti að leikstýra. Fyrirhugað er að Will Smith muni leika aðalhlutverk myndarinnar, en hann og Bay eru sagðir hafa verið á öndverðum meiði.

Lífið
Fréttamynd

Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur

Nígerísk stjörnuhjón sem halda brúðkaup í Hallgrímskirkju í dag hafa látið reisa stærðarinnar glerhýsi í Kleif í Kjós þar sem brúðkaupsveisla verður haldin að lokinni athöfn. Mikið umstang er í kringum brúðkaupið og búist er við hundruðum gesta erlendis frá og tökuteymi frá Netflix. Þetta er aftur á móti ekki fyrsta brúðkaupsathöfn hjónanna, sem eru þegar gift.

Lífið
Fréttamynd

Endar örugg­lega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni

„Akkúrat núna er ég að gera mjög táknrænan fiðrildatrukk þar sem fiðrildin eru að koma út úr púpunni eitt af öðru. Það verða 26 mennsk fiðrildi uppi á þessum trukk. Þetta þarf alltaf að vera pínu táknrænt í bland við það að vera gaman,“ segir Páll Óskar. Gleðigangan fer fram á morgun kl. 14 þar sem lagt verður af stað frá Hallgrímskirkju.

Lífið
Fréttamynd

Hver er Enda­kallinn frá Ibiza?

Breskur ferðamaður á spænsku partýeyjunni Ibiza hefur vakið mikla athygli í netheimum undanfarna daga. Maður þessi hefur hlotið viðurnefnið „Ibiza Final Boss“ sem mætti þýða sem „Endakallinn frá Ibiza“, en það er einkennandi útlit hans og háttalag sem hefur komið honum í sviðsljósið.

Lífið
Fréttamynd

Hvers vegna fær Inn­rásin frá Mars núll í ein­kunn?

Fá bókmenntaverk hafa verið aðlöguð jafn oft og heppilega líkt og vísindaskáldsaga H.G. Wells, Innrásin frá Mars. Nýjasta aðlögunin er vinsælasta kvikmyndin á streymisveitunni Prime, en virðist þó vera ansi langt frá því að falla í kramið hjá áhorfendum.

Lífið
Fréttamynd

Stutt í að upp­selt verði í heilt og hálft

Alls hafa um 11 þúsund manns skráð sig til leiks í hinum ýmsu vegalengdum Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka sem fram fer laugardaginn 23. ágúst næstkomandi. Af þeim eru tæplega þrjú þúsund erlendir hlauparar frá 97 mismunandi löndum.

Lífið
Fréttamynd

Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu

Sigurbjörg og Victor kepptu nýverið, fyrst Íslendinga, í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu í Svíþjóð. Sigurbjörg var sátt við að enda um miðja keppni og ánægðari með að þríbæta tíma kærastans. Parið fær ekki nóg og dreymir um að vera heilt keppnissumar í Svíþjóð.

Lífið
Fréttamynd

Hús­gögn úr af­göngum og fiskar í gos­brunninum

Athafnakonan og hönnuðurinn María Krista Hreiðarsdóttir hefur gert upp fjölda húsa frá grunni ásamt Berki, eiginmanni sínum. Í dag eru þau að leggja lokahönd á palla í kringum ævintýralegt hús þeirra í Hafnarfirði sem þau breyttu úr gömlu úrsérgengnu húsi í nútímahús á tveimur hæðum.

Lífið