Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Þrátt fyrir að vera aðeins sjö ára er Helgi Fannar Óðinsson þegar byrjaður að sanka að sér alþjóðlegum skákstigum. Talið er að hann sé yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem fær skákstig en Helgi hefur verið duglegur að mæta á mót og keppa við eldri skákmenn. Lífið 3.9.2025 12:33
Nældi sér í einn umdeildan Nýjasta stjörnupar Hollywood vekur furðu meðal margra en bomban og ofurstjarnan Sydney Sweeney virðist hafa fallið fyrir umboðsmanninum og athafnamanninum Scooter Braun. Lífið 3.9.2025 10:03
Er hægt að komast yfir framhjáhald? Framhjáhald er oft afleiðing vanlíðunar og skorts á nánd, segir Theodór Francis Birgisson, klínískur félagsráðgjafi. Hann ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni, þar sem hann sagði að flestir sem halda framhjá sjái eftir því og vilji laga sambandið sitt. Lífið 3.9.2025 09:59
Framsóknarprins fékk formannsnafn Sigurður Ingi Jóhannsson fékk alnafna þegar áttunda barnabarn hans var skírt um helgina. Drengurinn er grænn í báðar ættir því móðir hans, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, er fyrrverandi þingmaður Framsóknar meðan faðirinn, Jóhann H. Sigurðsson, var skrifstofustjóri flokksins. Lífið 2.9.2025 11:25
Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Ástin svífur yfir vötnum í Vesturbænum en 107 drottningin Sylvía Hall, lögfræðingur hjá Logos og fyrrum fjölmiðlakona, sagði já við Viðar Þór Sigurðsson, sérfræðing á fjármálasviði hjá Norðurál, þegar hann bað um hönd hennar á dögunum. Lífið 2.9.2025 11:11
Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu Það var líf og fjör á árlegu golfmóti FM957 sem haldið var á Hólmsvelli í Leiru síðastliðinn föstudag. Þetta er í tíunda sinn sem mótið fer fram, en keppt var í Texas Scramble fyrirkomulagi þar sem tveggja manna lið spiluðu saman. Lífið 2.9.2025 10:42
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist
„Og Rakel er á lausu!“ Árlegt freyðivínshlaup í Elliðarárdalnum fór fram í gærkvöldi en þar klæðast keppendur sumarkjólum og dreypa á víni á milli þess sem þeir hlaupa fimm kílómetra leið. Lífið 2.9.2025 09:27
Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga „Það er ekki þannig að lífið gangi út á að skilja eftir stærsta dánarbúið. Það er ekki stigatafla í kirkjugarðinum og það er heldur ekki verið að halda bókhald um það hver leyfði sér aldrei neitt og sá vinnur leikinn,“ segir fjármálaráðgjafinn Björn Berg Gunnarsson í viðtali við Ísland í dag. Lífið 2.9.2025 09:05
Graham Greene er látinn Kanadíski leikarinn Graham Greene er látinn, 73 ára að aldri. Lífið 2.9.2025 07:20
Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Mig langaði oft að hætta við þegar að ég skall á vegg. En ég er mjög þakklát að hafa haldið áfram og haft trú á minni sýn,“ segir hin 29 ára gamla Emilía Heenen sem var að gefa út bókina Frá bumbu til fæðingar. Emilía, sem starfar sem lögfræðingur, á tvö börn og þótti erfitt að geta ekki rætt um meðgönguna við móður sína sem lést fjórum árum áður. Lífið 2.9.2025 07:02
„Guð og karlmenn elska mig“ Hinn 23 ára, Aaron Angelo Labajo Soriano er uppalinn í Filipseyjum en hefur búið hérlendis síðastliðin fjögur ár. Hann starfar á veitingastaðnum Moss í Bláa Lóninu og lýsir sjálfum sér sem sjálfsöruggum, áreiðanlegum fullkomnunarsinna sem þykir fátt skemmtilegra en að njóta lífsins í góðum félagsskap, versla og ferðast til framandi staða. Lífið 1.9.2025 19:01
Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Júlíana Sara Gunnarsdóttir, leikkona og grínisti, mun taka við af Ásu Ninnu Pétursdóttur sem umsjónarmaður Bakarísins á Bylgjunni og stýra þáttunum ásamt Svavari Erni Svavarssyni. Lífið 1.9.2025 17:14
Hárprúður Eiður heillar Þykkt hár Eiðs Smára Guðjohnsen í nýrri auglýsingu fyrir veðmálasíðuna Epicbet hefur vakið athygli. Stutt er síðan hár hans var farið að þynnast ansi mikið. Eiður hefur ekki tjáð sig um það sjálfur en virðist hafa farið í hárígræðslu. Lífið 1.9.2025 16:05
Dúndurgóður hverdsdagsréttur Ný vika kallar á ferskar hugmyndir að hversdagslegum réttum fyrir alla fjölskylduna. Hér er á ferðinni orzo-kjúklingaréttur með aspas, parmesan og sítrónu, úr smiðju matgæðingsins Berglindar Hreiðarsdóttur hjá Gotterí og Gersemar. Hún segir réttinn vera bæði ljúffengan og skemmtilega tilbreytingu frá hefðbundnum hrísgrjónum eða öðru pasta. Lífið 1.9.2025 15:00
Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Halla Benediktsdóttir, umsjónarmaður Jónshúss í Kaupmannahöfn, heimsótti Friðrik X Danakonung í dag og færði honum þakkir fyrir orðuna sem kóngur sæmdi hana í tilefni af heimsókn hans og íslensku forsetahjónanna í Jónshús fyrra. Í dag eru jafnframt tíu ár síðan Halla tók við starfinu í Jónshúsi en á fundi hennar með konungi í dag bað hann fyrir kveðju til Íslendinga. Lífið 1.9.2025 14:54
Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Samfélagsmiðlastjarnan Lára Clausen og kærasti hennar Jens Hilmar Wessman hafa gefið dóttur sinni nafn. Stúlkan heitir Valdís Ýr. Þetta tilkynna þau í einlægri færslu á Instagram. Lífið 1.9.2025 14:12
Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Brynjar Níelsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur og fyrrverandi þingmaður, ætlar ekki að halda upp á 65 ára afmælið sitt í dag, á ekki von á neinum óvæntum glaðningum og býst ekki við neinum gjöfum. Dagurinn í dag sé eins og hver annar á skrifstofunni. Lífið 1.9.2025 14:06
Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Eftir sjö ár Julians Assange, stofnanda Wikileaks, í sendiráði Ekvadors í Lundúnum var hann fluttur árið 2019 í Belmarsh-fangelsið sem venjulega hýsir hættulegustu ofbeldismenn Bretlands. Þar sat Assange í fimm ár meðan Bandaríkin reyndu á bak við tjöldin að fá hann framseldan. Lífið 1.9.2025 12:30
Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Hjónin Frosti Logason fjölmiðlamaður og Helga Gabríela Sigurðardóttir, kokkur og áhrifavaldur, hafa fest kaup á 179 fermetra íbúð ásamt bílskúr við Hvassaleiti í Reykjavík. Kaupverðið nam 96 milljónum króna. Lífið 1.9.2025 11:39
Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál KFC kynnir nýjan kjúklingaborgara sem byggir á uppskrift Pattýar, Jónu Steinunnar Patriciu Conway, eiginkonu Helga í Góu sem lést árið 2011. Borgarinn verður aðeins til sölu á Íslandi og það í takmarkaðan tíma. Lífið 1.9.2025 11:24
Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Hugrún Halldórsdóttir útvarpskona er hætt störfum hjá Bylgjunni þar sem hún hefur verið í hópi umsjónarmanna þáttarins Reykjavík síðdegis. Lífið 1.9.2025 11:11
Sagði nei takk við Durex en já við Netflix „Fyrir tíu árum hefði ég sagði að það væru engar líkur á því að ég væri hér í dag,“ segir fyrrum fótboltakappinn, leikarinn og IceGuys stjarnan Rúrik Gíslason en líf hans hefur þróast í ófyrirsjáanlegar áttir eftir að hann lagði fótboltaskóna á hilluna 32 ára gamall. Lífið 1.9.2025 11:09
Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Eftir að hafa hlaupið heilt maraþon berfættur á Menningarnótt hljóp Guðmundur Emil Jóhannsson, betur þekktur sem Gummi Emil, aftur heilt maraþon á tánum í gær. Gummi minntist tveggja vina í kjölfar hlaupsins og segir mikilvægt að fólki tali um tilfinningar sínar. Lífið 1.9.2025 10:35
Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Þrátt fyrir að haustið sé rétt handan við hornið hefur veðrið leikið við landsmenn. September er genginn í garð og helgin með allra besta móti þar sem ástin var á alls oddi í brúðkaupum víðs vegar um landið. Fjölmargir flugu á vit ævintýranna á erlendri grundu – ýmist til slökunar á hvítum ströndum, í menningarferð eða til að hvetja íslenska landsliðið í körfubolta á Eurobasket í Póllandi. Lífið 1.9.2025 09:51