Lífið

Fréttamynd

Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn

Bandaríski leikarinn Brad Pitt hefur nú í fyrsta sinn tjáð sig opinberlega um skilnað sinn við leikkonuna Angelinu Jolie, en þau skildu fyrir átta árum. Í viðtali við tímaritið GQ, sem birtist í tilefni af nýjustu kvikmynd hans F1, segir Pitt að skilnaðurinn hafi „ekki verið neitt stórmál“.

Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Hand­lagin hjón selja tvær eignir í sögu­legu farandshúsi

Hjónin Vigdís Hrefna Pálsdóttir leikkona og Örn Úlfar Höskuldsson þýðandi hafa sett fallegt hús við Bergstaðastræti í Reykjavík á sölu. Húsið var reist árið 1902 en hefur nýverið verið endurbyggt af alúð með virðingu fyrir upprunalegri hönnun. Heildarstærð hússins er 228 fermetrar og skiptist í þrjár hæðir. Það er til sölu sem tvær aðskildar eignir.

Lífið
Fréttamynd

Kjalar ást­fanginn í tvö ár

Tónlistarmaðurinn Kjalar M. Kollmar söng sig inn í hjörtu landsmanna í Idoli Stöðvar 2 árið 2023 og hafnaði öðru sæti. Hann söng sig þó sérstaklega inn í hjarta sálfræðinemans Mettu Sigurrósar en þau eiga tveggja ára sambandsafmæli í dag. 

Lífið
Fréttamynd

Alda Karen keppir í hermiakstri

Alda Karen Hjaltalín Lopez, athafnakona og fyrirlesari, keppir næstu sex vikur í deildarkeppni í Formúlu 1-hermiakstri í New Jersey í Bandaríkjunum.

Lífið
Fréttamynd

Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það

„Ég kom í þetta nám frekar brotin. Það var mjög erfitt að vera komin inn í stjórnað umhverfi eftir að hafa verið í miklu stjórnleysi,“ segir Vigdís Ósk Howser Harðardóttir, sem er hluti af fyrsta árgangi til þess að útskrifast með háskólagráðu í kvikmyndagerð frá íslenskum háskóla. Vigdís hefur komið víða við í listinni og ræddi við blaðamann um lífið og sköpunargleðina.

Lífið
Fréttamynd

Eilish sópaði að sér verð­launum á AMA-hátíðinni

Billie Eilish var stóri sigurvegarinn á AMA-hátíðinni í Las Vegas í gær og vann í öllum sjö flokkunum sem hún var tilnefnd í, þar á meðal fyrir plötu og lag ársins. Beyonce fékk tvenn kántríverðlaun og Eminem vann til verðlauna á hátíðinni í fyrsta sinn í fimmtán ár.

Lífið
Fréttamynd

Kol­féll fyrir New York en sér ís­lenska náttúru í hillingum

„Ef við skoðum ekki gráa svæðið á milli svarts og hvíts verður gjáin manna á milli enn breiðari,“ segir Guðrún Gígja Sigurðardóttir sem var að útskrifast með lögfræðigráðu úr Columbia háskólanum í New York, sem er einn virtasti háskóli í heimi. Hún hefur verið búsett í stórborginni í ár og ræddi við blaðamann um ævintýrin þar.

Lífið
Fréttamynd

Brauðtertu- og ostakökukeppni á Sel­fossi

Brauðtertan „Skonsuterta með hangikjöti“ og ostakan„Sumarsæla“, ásamt frumlegustu kökunni, „Rabarbara- og engifer ostakaka“ voru sigur kökurnar í kökukeppni Kaffi Krúsar og Konungs Kaffis, sem fór fram á Selfossi um helgina. Þrettán ostakökur og átta brauðtertur tóku þátt í keppninni.

Lífið
Fréttamynd

Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler

Stemningin var engu lík í Laugardalshöllinni á laugardagskvöld þegar XXX Rottweilerhundar héldu 25 ára afmælistónleika sína annað árið í röð. Húsið nötraði þegar þessi goðsagnakennda sveit steig á svið ásamt einvalaliði íslenskra tónlistarmanna.

Lífið
Fréttamynd

Eyjaherrar heiðruðu sjö­tugan Ás­geir í stjörnufans

Knattspyrnudeild ÍBV hélt herrakvöld í félagsheimili Víkings í Safamýri í Reykjavík á föstudagskvöld þar sem Ásgeir Sigurvinsson var sérstakur heiðursgestur. Var honum þakkað sérstaklega fyrir hans framlag til íslenskar knattspyrnu í tilefni þess að hann varð sjötugur þann 8. maí. Ásgeir er uppalinn í Eyjum.

Lífið
Fréttamynd

„Þessi þriggja daga há­tíð er al­gjört konfekt”

Kvikmyndahátíðin FILMA verður haldin í annað sinn dagana 27. til 29. maí næstkomandi í Bíó Paradís. Nemendur Kvikmyndalistadeildar Listaháskóla Íslands sýna þar verk sín. Í vor útskrifast fyrsti árgangur deildarinnar og eru þá nemendur að útskrifast í fyrsta sinn með háskólagráðu í kvikmyndagerð frá íslenskum háskóla.

Lífið
Fréttamynd

Óttar keypti 320 milljóna króna þak­í­búð

Óttar Pálsson, hæstaréttarlögmaður og einn af eigendum lögfræðistofunnar Logos, hefur fest kaup á 210 fermetra íbúð á sjöundu hæð í nýlegu og vönduðu lyftuhúsi við Vesturgötu í Reykjavík, á svokölluðum Héðinsreit. Kaupverðið nam 320 milljónum króna.

Lífið
Fréttamynd

Segist hafa neyðst til að vera Lauf­ey í beinni út­sendingu

Eflaust hafa margir endrum og eins velt fyrir sér hve þægilegt það væri að geta klónað sig. Tónlistarkonunni Laufeyju Lín hefur ekki tekist það en býr svo vel að eiga tvíburasysturina Júníu sem er næstum því alveg eins. Það virðist hafa verið heppilegt um helgina ef marka má TikTok myndband sem Júnía birti. 

Lífið
Fréttamynd

Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Mari­lyn Mon­roe

Var Marilyn Monroe, þessi frægasta kvikmyndastjarna heims, myrt? Myrti mafían Marilyn Monre? Eða stóðu Kennedy-bræður kannski að andláti hennar? CIA? Flókið net samsæriskenninga er um dularfullan dauða Marilyn. Mafían, CIA, Kennedy-bræður, ástir, losti, fíkn og svik fléttast saman í víðfeðman sagnavef.

Lífið
Fréttamynd

Flytur til Sydney

Ingiríður Alexandra Noregsprinsessa hyggst leggja land undir fót og hefja nám við Háskólann í Sydney í Ástralíu í haust.

Lífið