Lífið

Þessi tíu lög komust í úr­slit

Seinna undankvöld Eurovision fór fram í Basel í kvöld. Sextán atriði stigu  á svið og kepptust um tíu laus sæti á úrslitakvöldinu á laugardaginn. Veðbankar voru ekki vissir hvaða atriði kæmust áfram og niðurstaðan olli ekki vonbrigðum hjá hinum hlutlausu. 

Lífið

Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan

Netverji sem var að rifja upp hverjir léku í frægri kvikmynd Michael Mann, Heat frá 1995, spurði leitarvélina Google hvort bandaríski stórleikarinn Marlon heitinn Brando hefði verið í glæstum leikarahóp myndarinnar. Svarið var á þá leið að Marlon Brando væri ekki á lóðaríi.

Lífið

Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum

Forsvarsmenn kvikmyndahátíðarinnar í Cannes opinberuðu í morgun nýja reglu um að leikarar sem hafa verið sakaðir um kynferðislegt ofbeldi, megi ekki ganga eftir rauða dreglinum. Reglan nýja snýr beint að franska leikaranum Théo Navarro-Mussy, sem leikur í Dossier 137.

Lífið

Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025

Hljómsveitin Stuðlabandið eru höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins í ár. Lagið heitir Við eldana og var frumflutt í Brennslunni á FM957 í morgun. Hlusta má á lagið neðar í fréttinni.

Lífið

Sendi ræningjunum skýr skila­boð þakin demöntum

Kim Kardashian, raunveruleikastjarnan og athafnakonan fræga, mætti í dómsal í París fyrr í vikunni þar sem hún mætti mönnunum sem rændu hana vopnaðir byssum árið 2016. Hún sendi þeim skýr skilaboð með því að mæta þakin demöntum að andvirði sjö milljón dollara.

Lífið

Lífið í LA smá eins og banda­rísk bíó­mynd

„Ég held ég hafi alveg staðið mig vel í að færa smá Ísland með mér til LA,“ segir Carmen Tryggvadóttir sem er fædd og uppalin í Kaliforníu en heldur stöðugri tengingu við Ísland. Í dag ferðast hún víða um heim þar sem hún vinnur í teymi íslensku stórstjörnunnar Laufeyjar. Blaðamaður ræddi við Carmen um ævintýrin og lífið.

Lífið

Stefán Teitur á skeljarnar

Stefán Teitur Þórðarson landsliðsmaður í fótbolta og leikmaður Preston North End er trúlofaður. Unnustan er Sæunn Rós Ríkharðsdóttir fyrrverandi fótboltakona. 

Lífið

Sigga Heimis keypti ein­býli í Skerja­firði

Hönnuðurinn og listakonan Sigga Heimis hefur fest kaup á einbýlishúsi við Bauganes í Skerjafirði. Um er að ræða 170 fermetra hús sem byggt var árið 1987. Þegar húsið var auglýst til sölu var ásett verð 132,5 milljónir.

Lífið

Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“

Tónlistarkonan Sigga Beinteins setti nýverið inn færslu á Facebook-hópinn, Hjólhýsi, fellihýsi, tjaldvagnar og útilegubúnaður til sölu, þar sem hún auglýsti hjólhýsi frá árinu 1979 til sölu. Sigga óskar eftir tilboði í gripinn.

Lífið

Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar

Hvað eiga Beyoncé, franska byltingin og breska konungsfjölskyldan sameiginlegt? Samkvæmt sumum eru þau öll útsendarar Illuminati – alræmds leynifélags sem, ef marka má kenningasmiði fortíðar og internetsins í dag, stýrir heiminum úr skugganum.

Lífið

Hera Björk mun kynna stigin

Söngkonan Hera Björk Þórhallsdóttir verður stigakynnir Íslands á úrslitakvöldi Eurovision í Basel í Sviss á laugardaginn. 

Lífið

Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið

Tónlistarmaðurinn Patrik Snær Atlason, betur þekktur sem Prettyboitjokkó, festi nýverið kaup á glæsilegum ljósgráum jeppa af tegundinni Mercedes-Benz G-Class, árgerð 2018. Patrik birti mynd af bílnum á Instagram í gær.

Lífið

Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum

„Maður reynir að endurtaka sig ekki því það er agalegt,“ segir rithöfundurinn Yrsa Sigurðardóttir. Yrsa er einhver farsælasti og þekktasti rithöfundur landsins og hefur haldið lesendum víða um heim á tánum í fjölda ára. Blaðamaður ræddi við Yrsu um lífið, skrifin og sjónvarpsseríuna Reykjavík 112 sem er byggð á bók hennar DNA.

Lífið

„Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“

Spurning barst frá 39 ára gömlum karlmanni: „Ég er í miklum vandræðum þegar kemur að kynlífi. Ég hef nánast aldrei löngun í kynlíf lengur, hvorki sjálfsfróun né með kærustunni. Oftast þegar við stundum kynlíf fæ ég það alltof fljótt. Stundum bara strax og ég set hann inn í hana. Er einhver lausn við þessu? Því mig langar mjög til þess að stunda betra kynlíf með kærustunni minni og skammast mín fyrir það að gefa henni ekki nógu mikla ánægju, kynlífslega séð.“

Lífið

Einar og Milla eiga von á dreng

Einar Þorsteinsson, fyrrverandi borgarstjóri og Milla Ósk Magnúsdóttir, rekstr­ar­stjóri og yf­ir­fram­leiðandi hjá ACT4, eiga von á dreng. Einar greindi frá því í hjartnæmri færslu á Instagram á mæðradaginn, síðastliðinn sunnudag.

Lífið

„Ég fæddist fyrir þessa stund“

Síðasta rennsli Væb-strákanna á Eurovision-atriði þeirra gekk eins og í sögu. Nú styttist í stóru stundina en þeir eru fyrstir á svið klukkan 19 í kvöld. 

Lífið

Sögu­legt par­hús í Hlíðunum

Við Skaftahlíð í Reykjavík er að finna glæsilegt parhús sem var byggt árið 1948. Arkitekt hússins er Hannes Davíðsson sem einnig teiknaði Kjarvalsstaði. Garðurinn er sérlega fallegur en fyrsti landslagsarkitekt Íslands, Jón H. Björnsson, þekktur sem Jón í Alaska, hannaði garðinn. Ásett verð er 180 milljónir.

Lífið

Komast ekki á­fram nema þeir séu á skjánum

Fyrirkomulaginu um hvernig tilkynnt er hverjir komast áfram af undanúrslitakvöldi Eurovision hefur verið breytt lítillega í ár. Til að fanga viðbrögð þeirra sem komast áfram kemst atriði ekki áfram nema það sé á skjánum þegar verið er að tilkynna úrslitin.

Lífið