Menning

Stórhættulegt að setja grindverk milli kynja

Hús Bernhörðu Alba eftir Federico Garcia Lorca verður frumsýnt í Gamla bíói annað kvöld. Kristín Jóhannesdóttir, leikstjóri sýningarinnar, vill koma á samtali milli nútímans og tíma Lorca, þegar fasistar voru að taka völdin á Spáni.

Menning

Íslenskt fóstur á svið í Finnlandi

Verkið The Days of the Child Prodigy Are Over eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur og Rakel McMahon verður sýnt á föstudaginn í Pluckhouse í Helsinki, einu þekktasta tilraunaleikhúsi Finna.

Menning

Samdi glæpasögu á næturvöktum

"Ég vann á næturvöktum eitt sumar og hafði lítið að gera á þeim. Ég ákvað að prófa að skrifa glæpasögu á þessum vöktum og áður en ég vissi af var ég kominn með handrit að bók,“ segir lögfræðingurinn Kári Valtýsson.

Menning

Það er alltaf skemmtilegra að vera á móti

Bjarki Karlsson hlaut bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir ljóðabókina Árleysi alda. Þar yrkir hann undir hefðbundnum bragarháttum og segist hafa orðið steinhissa á að dómnefndin skyldi kunna að meta það.

Menning

Maðurinn sem blessar húsin

Magnea B. Valdimarsdóttir, leikkona og kvikmyndagerðarmaður, stendur fyrir Reykjavíkurfrumsýningu á sinni fyrstu heimildamynd í dag. Myndin heitir Hverfisgata og fjallar um Helga sem blessar hús við götuna.

Menning

Óútgefin glæpasaga seld til útlanda

Bókaforlagið Bjartur hefur selt útgáfuréttinn að glæpasögu Jóns Óttars Ólafssonar, Hlustaðu, til Noregs og Frakklands. Þýskir útgefendur eru einnig mjög áhugasamir.

Menning

Lauk tveggja ára herskyldu

Shani Boianjiu er ungur ísraelskur höfundur. Bók hennar hefur vakið athygli úti um allan heim en Shani segir ekkert hafa breyst í sínu lífi.

Menning

Innsýn í heim dansarans

Íslenski dansflokkurinn frumsýnir tvö glæný verk annað kvöld, Tíma eftir Helenu Jónsdóttur og Sentimental, Again eftir Jo Strömgren. Helena samdi Tíma sérstaklega fyrir dansflokkinn og leitaði fanga víða í sögu hans og fyrri sýningum.

Menning

Til heiðurs Tómasi

Til heiðurs Tómasi borgarskáldi Tónleikar tileinkaðir Tómasi Guðmundssyni skáldi eru í kvöld í Hannesarholti.

Menning

Þurfti að læra alveg upp á nýtt að lifa

Heiðrún Kristín Guðvarðardóttir mezzósópran heldur í dag einsöngstónleika í Fella- og Hólakirkju. Tilefnið er að á þessu ári eru tíu ár síðan hún losnaði við flogaveikina sem hafði hrjáð hana í rúm tuttugu ár.

Menning

Hrædd um að missa sig í femínískar skammarræður

Málþing um Jakobínu Sigurðardóttur verður haldið í Mývatnssveit í dag. Meðal þeirra sem þar koma fram er Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir, dóttir Jakobínu, en hún mun á næstu vikum senda frá sér endurminningabók með kynjafræðilegu ívafi.

Menning

Lítur á verðlaunin sem hross

Benedikt Erlingsson leikstjóri hampaði verðlaunum í San Sebastian fyrir myndina sína Hross í oss. Hann segir það vekja athygli erlendis hversu margar kvikmyndir frá þessari fámennu þjóð skori hátt á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum.

Menning