
Menning

Epal færir Listasafni Reykjavíkur stóla eftir Arne Jacobsen
25 stólar eftir danska hönnuðinn bætast við eigur safnsins.

Einmanalegt, gefandi og skapandi starf
María Rán Guðjónsdóttir er tilnefnd til Íslensku þýðingaverðlaunanna fyrir þýðingu sína á Rödd í dvala eftir spænsku skáldkonuna Dulce Chacon.

Stórveldin ríða hvort öðru að fullu
Illugi Jökulsson getur ekki annað en dáðst svolítið að herferð Heraklíusar Býsanskeisara sem bjargaði ríkinu undan Persum, en það var reyndar skammgóður vermir.

Listin bara flýtur fram
Ellefu myndlistarmenn opna samsýningu í dag í Anarkíu, listasal í Hamraborg 3 í Kópavogi. Aðalsteinn Eyþórsson er einn þeirra. Hann sýnir olíumálverk á striga og krossvið.

Sest kannski í helgan stein
Illska eftir Eirík Örn Norðdahl er önnur tveggja bóka sem í gær voru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.

Maður og náttúra í Vatnsmýrinni
Pumpa er sýning sem opnuð verður í Norræna húsinu á morgun. Þar sýna þrjár kynslóðir listakvenna verk sín.

Allir listamenn eru konur
Ragnar Kjartansson myndlistarmaður er á sífelldum þönum við sýningahald um allan heim. Í augnablikinu er hann þó með fókusinn á Íslandi, opnar sýningu í Kling og Bang í dag og hannaði Kærleikskúluna í ár.

Ætlum að koma fólki í hátíðaskap og ekki vera alltof skrítin
Jólatónleikar kammerkórsins Hymnodiu í Háteigskirkju í dag mynda klukkustundar langa spuna-og draumkennda heild með nýjum lögum í bland við þekkt.

Þrjár smásögur J.D. Salinger leka á internetið
Vefsíðan Buzzfeed hafði samband við Kenneth Slawenski, sem ritaði ævisögu Salinger, sem segir handritin virðast ekta.

Ný íslensk jólalög
Schola Cantorum opnar jólatónlistarhátíð í Hallgrímskirkju á sunnudaginn.

Endurfundir við hraunið og æskuna
Kristbergur Pétursson ólst upp í Hafnarfirði. Hann sækir innblástur sinn í hafnfirska hraunið á sýningu sem nú stendur yfir í Listasafni Reykjanesbæjar.

Syngja uppáhalds- barokkaríurnar sínar
Mezzosópransöngkonurnar Jóhanna Héðinsdóttir og Nathalía Druzin Halldórsdóttir syngja á hádegistónleikum Háteigskirkju í dag við undirleik Renötu Ivan.

Sveinki alltof seinn að gefa í skóinn
Nýr jólasöngleikur fyrir alla fjölskylduna verður frumsýndur í Iðnó í kvöld. Hann nefnist Jólanótt Viktoríu og er fluttur af Borgarbörnum.

Havnakórið flytur Messías eftir Händel
Færeyski kórstjórinn Ólavur Hátún kemur með Havnakórið í heimsókn til Íslands um helgina og Messías verður fluttur í Langholtskirkju.

Endurspegla rýmið
Listaverk á mörkum þess að vera húsgögn.

Wikileaks brotlendir
Kvikmyndin um Wikileaks hefur hlotið slæma gagnrýni og lélega aðsókn. Hún er í fyrsta sæti yfir þær myndir sem verst hefur gengið í kvikmyndahúsum í ár.

Þá var allt svo rosalega rómantískt
Hefur skilgreining okkar á ást breyst síðustu áratugi? Um það fjallar Elska – einleikur sem Jenný Lára Arnórsdóttir sýnir norðan heiða á næstunni.

Hinsegin bókavaka í Iðu
Bækur sem fjalla um líf og reynslu hinsegin fólks kynntar á upplestrarkvöldi.

Fannst vanta meiri breidd í barnabækur
Bókabeitan er vaxandi útgáfufyrirtæki sem helgar sig alfarið barna- og unglingabókum.

Úthlutun úr Hönnunarsjóði Auroru
Að þessu sinni bárust sjóðnum 70 umsóknir af öllum sviðum hönnunar.

Litrík fjölskyldusýning í Hofi
Hnotubrjóturinn, einn þekktasti ballett sögunnar, verður fluttur í frumlegum og líflegum búningi í Hofi á Akureyri á laugardaginn.

Frakkar mæra Eddu
Diskur Eddu Erlendsdóttur fær góða dóma í Frakklandi.

Þorkell Sigurbjörnsson heiðraður á tónleikum
Kaflar úr þremur verkum Þorkels Sigurbjörnssonar verða fluttir á Háskólatónleikum í hádeginu í dag.

Stærsti listaverkavefur Íslands opnaður
Listasafn Reykjavíkur fagnar tímamótum í dag.

Nú getur fólk drukkið í sig listina
Myndlistarmennirnir Sara og Svanhildur Vilbergsdætur hafa vakið mikla athygli fyrir dúettmálverk sín sem þær mála í sameiningu. Nú hafa fimm af málverkum þeirra verið prentuð á kaffimál og þær systur hyggja á nýja landvinninga.

Myndlist á Íslandi í háum gæðaflokki
Steinunn Þórarinsdóttir heldur sína fyrstu einkasýningu hér á landi síðan 2006 í Gallerí Tveimur Hröfnum. Hún setti nýverið upp verkið Hliðstæður við flugvöllinn í San Diego í Kaliforníu.

Þegar ógnarjafnvægið raskaðist
Illugi Jökulsson uppgötvaði ekki fyrr en fyrir tiltölulega skömmu hvað saga Býsansríkisins er ógnarlega dramatísk og örlagaþrungin. Og þar ber hæst söguna um Heraklíus keisara, einhverja harmrænustu hetju Rómarsögunnar.

Syngja Megasarlög með honum sjálfum
Lög eftir Megas og Gunna Þórðar verða flutt í Iðnó í dag af sönghópnum 3Klassískar við undirleik 3Prúðbúinna. Megas tekur svo lagið líka.

Yndislegir eins og ferð til himnaríkis
Kristján Jóhannsson, Elsa Waage og úrvals hljóðfæraleikarar flytja skærar perlur tónbókmenntanna í Kristskirkju á morgun á styrktartónleikum Caritasar.

Fólk lýgur ekki upp á sig ærsladraugum og umskiptingum
Steinar Bragi og Rakel Garðarsdóttir gáfu út bókina Reimleikar í Reykjavík nú á dögunum. Í bókinni skrásetja þau nýjar og lítið þekktar draugasögur úr höfuðborginni. Ætlunin er að fylgja bókinni eftir með þáttaröð úr smiðju Vesturports.