Breyttur opnunartími hjá Sorpu Sorpa hefur breytt opnunartíma á endurvinnslustöðvum sínum við Sævarhöfða, Breiðhellu, Ánanaust, Jafnasel og Dalveg. Þar verður framvegis opið frá 9 til 19. Neytendur 18.12.2025 14:00
Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Hagstæðast er að gera jólainnkaupin í Prís samkvæmt verðlagskönnun ASÍ. Hagfræðingur samtakanna ráðleggur fólki að gera verðsamanburð áður en ráðist er í stórinnkaup því oft geti munað um háar fjárhæðir. Súkkulaði hækkar mest milli ára. Neytendur 17.12.2025 21:30
Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Samkvæmt mælingum verðlagseftirlitsins í desember mælist verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum sem voru skoðaðar. Mandarínum, laufabrauði, smjör og rjóma, til dæmis. Einnig var kannað verð á konfekti, gosi og fleiri vörum. Neytendur 17.12.2025 15:38
Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendastofa hefur slegið á putta verslunarinnar Á. Óskarssonar og Co í Mosfellsbæ eftir að hún auglýsti vörur á samfélagsmiðlum á verði sem ekki stóð neytendum til boða og sömuleiðis lægsta verð vöruflokks þar sem birt var mynd af talsvert dýrari vöru innan vöruflokksins. Neytendur 3.12.2025 11:30
Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Listería fannst í svínakjötsrétti frá Ali og varar Matvælastofnun neytendur við þremur framleiðslulotum fyrirtækisins á vörunni. Um er að ræða rifið grísakjöt með BBQ-sósu frá framleiðandanum Síld og fiski ehf. en fyrirtækið hefur innkallað vöruna af markaði. Neytendur 2.12.2025 12:11
Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Jón Marinó Birgisson og Herdís Rós Kjartansdóttir bókuðu golfferð hjá Eagle golfferðum sem ekki var farið í vegna falls Play. Þau segja fyrirtækið ítrekað hafa tilkynnt að það sé verið að vinna í málinu en þau hafa enn ekki fengið neitt endurgreitt. Alls ætluðu þau að fara tólf saman til að halda upp á afmæli eins fjölskyldumeðlims. Fyrirtækið segir fall Play hafa sett starfsemi í uppnám en ítrekar að endurgreiðsluréttur sé tryggður. Neytendur 1.12.2025 09:15
Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Nú þegar tilboðsdagar á borð við svartan föstudag og stafrænan mánudag eru á næsta leyti er tilefni fyrir neytendur til að vera sérstaklega á varðbergi gagnvart svikatilraunum. Öryggissérfræðingur brýnir fyrir almenningi að smella ekki á tilboðshlekki sem berast með tölvupósti og minnir á að ef tilboð hljómar of gott til að vera satt, þá er það líklega grunsamlegt. Neytendur 24.11.2025 10:06
Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Listeria monocytogenis hefur greinst í taðreyktri bleikju og reykstum silungi frá Hnýfli ehf. Fyrirtækið hefur í samráði við Matvælastofnun innkallað vöruna af markaði. Neytendur 21.11.2025 14:39
Fordæmalaus skortur á skötu Fisksalinn Kristján Berg Ásgeirsson kveðst uggandi yfir miklum skorti á tindaskötu fyrir þessi jól. Hann segir Fiskikónginn ekki einu sinni ná að kaupa helming af skötutegundinni sem búðin kaupir venjulega inn fyrir hver jól. Hann hafi fengið þau svör að svo lítið fáist fyrir að veiða tindabikkjuna að henni sé frekar kastað aftur í sjóinn. Neytendur 21.11.2025 13:44
Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Viðskiptavinur gleraugnaverslunar mun fá gleraugu endurgreidd eftir stapp við verslun sem hafði pantað gleraugun í stærri umgjörð en óskað hafði verið eftir. Verslunin skal endurgreiða viðskiptavininum samtals 165 þúsund krónur, enda hafi viðskiptahættir verslunarinnar ekki verið fullnægjandi í skilningi laga um neytendakaup. Neytendur 21.11.2025 13:43
Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Síminn hefur sótt um að fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum sínum þar til um mitt næsta ár. Tæknistjóri Nova segir Nova nær búið að fasa út sína senda. Unnið hafi verið að því frá ársbyrjun síðasta árs. Neytendur 20.11.2025 22:23
Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Fasteignasala þarf að greiða kaupanda fasteignar andvirði viðgerða vegna myglu í herbergi eignarinnar – samtals 1,1 milljón króna – þar sem kaupandanum var ekki gefið færi á að skoða almennilega eitt herbergjanna. Þá hafi kaupandanum ekki verið veittar fullnægjandi upplýsingar um ástand fasteignarinnar. Neytendur 20.11.2025 14:05
Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Ferðaþjónustufyrirtæki hefur verið gert að endurgreiða tveimur ferðamönnum andvirði seldrar snorklferðar eftir að leiðsögumaðurinn meinaði þeim þátttöku á þeim grundvelli að hann teldi þá ósynda. Neytendur 20.11.2025 08:38
Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Hamborgarastaðurinn Craft Burger Kitchen er hættur starfsemi. Ástæðan er krefjandi rekstrarumhverfi veitingastaða. Neytendur 19.11.2025 19:00
Kalla inn aspas í bitum frá Ora ÓJ&K-ÍSAM, innflytjendur Ora, hafa í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað skorinn apas frá Ora vegna aðskotahlutar sem fannst í vörunni. Neytendur 19.11.2025 17:07
Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Forsvarsmenn Arion banka hafa hækkað árgjöld á kreditkort sín í fyrsta sinn í sjö ár, frá árinu 2018. Breytingarnar taka gildi 1. febrúar. Hlutfallsleg hækkun á notkun aukakorta eru mestar og nema að jafnaði um fjörutíu prósentum. Neytendur 19.11.2025 15:08
Innkalla pastaskeiðar úr plasti Matvælastofnun varar við notkun á pastaskeiðum úr plasti vegna þess að flæði PAA-efna (e. Primary Aromatic Amines) úr plastinu er yfir mörkum. Ásbjörn Ólafsson ehf., að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað pastaskeiðarnar frá neytendum. Neytendur 17.11.2025 21:32
Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Forsvarsmenn Tennis- og badmintonfélags Reykjavíkur í Gnoðarvogi við Glæsibæ hafa hafið gjaldskyldu á bílastæðinu við íþróttahús félagsins. Framkvæmdastjóri segir að nauðsynlegt hafi verið að grípa til aðgerða, bílastæðið hafi verið vel sótt. Félagsmenn séu ánægðir og gjaldskyldan þegar farin að virka. Neytendur 17.11.2025 13:34
Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Fjölskyldufaðir segir það svíða að berjast í bökkum við að borga niður húsnæðislán á sama tíma og bankarnir græði á tá og fingri á vaxtakostnaði. Hann segist einskis óska nema fyrirsjáanleika, hann hafi tekið skynsamlegar ákvarðanir sem dugi samt ekki til. Neytendur 17.11.2025 11:02
Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Klementínurnar vinsælu frá framleiðandanum Robin verða ekki fáanlegar í verslunum landsins fyrir þessi jól. Ástæðan er uppskerubrestur í framleiðsluhéraðinu vegna flóða í Valencia á Spáni á síðasta ári. Neytendur 13.11.2025 17:34
Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Breka Karlssyni, framkvæmdastjóra Neytendasamtakanna, finnst með ólíkindum að bankarnir hafi fengið að komast upp með að loka fyrir lán svo vikum skiptir í skugga dóms hæstaréttar um ólöglega skilmála. Auk þess hafi bankarnir vel borð fyrir báru til að taka betur utan um viðskiptavini sína og lækka vexti á húsnæðismarkaði. Neytendur 11.11.2025 14:23
Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur þurfa að vera vel vakandi á tilboðsdögum dagana fyrir jól segir yfirlögfræðingur Neytendastofu. Svikasíður má finna víða og dæmi eru um að fyrirtæki hækki verð á vörum skömmu fyrir tilboðsdaga svo afslátturinn virðist meiri en hann er í raun og veru. Neytendur 11.11.2025 12:09
„Lafufu“ geti verið hættuleg Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur varað við eftirlíkingum af Labubu tuskudýrum, eða svokölluðum Lafufu. Á dögunum voru um 35.000 stykki af Lafufu gerð upptæk í Portúgal. Neytendur 10.11.2025 15:28
„Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Birgitta Stefánsdóttir, sérfræðingur í hringrás hjá Umhverfis- og orkustofnun, UOS, hvetur fólk til að staldra við og íhuga hvort það raunverulega hafi þörf fyrir vörur eða flíkur sem það hefur hugsað sér að versla á afsláttardegi á morgun eða í lok mánaðar. Neytendur 10.11.2025 14:01