Tónlist

Vona að þetta setji tóninn fyrir bjart og skemmtilegt sumar

Tónlistarmaðurinn JóiPé var að senda frá sér lagið FACE, sem er fyrsti síngúll af væntanlegri plötu sem verður hans fyrsta sólóplata. Með Jóa á laginu er vinur hans Páll Orri Pálsson sem gengur undir listamannsnafninu PALLY en þetta er fyrsta útgáfa hans undir þessu nafni. Blaðamaður tók púlsinn á Jóa og fékk að heyra nánar frá laginu og lífinu.

Tónlist

Herbert heiðrar látinn vin með endurútgáfu plötu Kan

Platan „Í ræktinni“ með hljómsveitinni Kan er loks komin á Spotify og aðrar tónlistarveitur. Hingað til hefur platan eingöngu verið til á vínyl en tónlistarmaðurinn Herbert Guðmundsson, lét nútímavæða plötuna í minningu gítarleikarans Magnúsar Hávarðarsonar.

Tónlist

Tónleikum TLC í Laugardalshöll aflýst

Tónleikum hljómsveitarinnar TLC sem áttu að fara fram þann 17. júní næstkomandi hefur verið aflýst. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Reykjavík Live sem stefndu á að sjá um tónleikana.

Tónlist

Vísur Vatnsenda-Rósu í Flamenco kjól

Ný útgáfa af Vísum Vatnsenda-Rósu er að vekja athygli. Reynir Hauksson, íslenskur Flamenco gítarleikari búsettur í Madríd, tók upp myndband við lagið þekkta ásamt einum af fremstu Flamenco-gítarleikurum heims. 

Tónlist

Óli Dóri er plötu­snúður mánaðarins

Dansþáttur þjóðarinnar, PartyZone, útnefnir plötusnúð mánaðarins sem setur saman eitt eða fleiri „mixteip“ með danstónlist. Hann hefur frjálsar hendur og setur saman sett með tónlist sem hann er með í spilun þá stundina og einkennir hann eða hana tónlistarlega.

Tónlist

Mætt á toppinn og verður því „Aldrei toppað“

Lagið „Aldrei toppað“, flutt af FM95Blö og Aroni Can, skipar fyrsta sæti íslenska listans þessa vikuna. Tíu ára afmælishátíð FM95Blö fór fram með pomp og prakt í gærkvöldi og hefur lagið verið á stöðugri siglingu upp á við að undanförnu.

Tónlist

Framlag Lettlands tók íslenska lagið í beinni fyrir blaðamenn

Hljómsveitin Citi Zēni keppti fyrir hönd Lettlands í Eurovision í ár. Lagið þeirra Eat Your Salad komst ekki áfram úr undanriðlinum en þeir náðu þó að dreifa boðskap sínum, sem snýst um að velja grænmetisfæðu og hugsa vel um plánetuna. Júrógarðurinn átti líflegt spjall við hljómsveitina, sem söng meðal annars fyrir okkur eigin útgáfu af Með hækkandi sól.

Tónlist