Viðskipti erlent

Musk veltir Bitcoin aftur af stað

Virði Bitcoin hefur hækkað um 12% eftir að Elon Musk auðkýfingur ítrekaði áform fyrirtækis síns, Tesla, um að taka við rafmyntinni þegar Bitcoin-gröftur væri kominn í umhverfisvænna horf.

Viðskipti erlent

Bitcoin löggiltur gjaldmiðill í El Salvador

Löggjafarþing El Salvador samþykkti í dag frumvarp um löggildingu Bitcoin sem gjaldmiðils. El Salvador er fyrsta ríki heimsins sem löggildir Bitcoin. Forseti landsins, Nayib Bukele, barðist fyrir frumvarpinu og segir um söguleg tímamót að ræða.

Viðskipti erlent

Amazon kaupir MGM og James Bond

Amazon hefur gert samning um að kaupa kvikmyndaver og kvikmynda- og þáttasafn fyrirtækisins MGM. Þar með er njósnarinn frægi, James Bond, kominn í eigu auðjöfursins Jeff Bezos. MGM kostar Amazon 8,45 milljarða dala, sem samsvarar um einni billjón króna.

Viðskipti erlent

Cook ber vitni í málferlum Epic gegn Apple

Tim Cook, forstjóri Apple, mun í dag setjast í vitnastúkuna í máli Apple og Epic Games, framleiðenda hins vinsæla leiks Fortnite. Epic hefur sakað Apple um samkeppnisbrot en málaferlin gætu haft gífurleg áhrif stýrikerfi í tækjum Apple og hvernig notendur sækja snjallforrit.

Viðskipti erlent

Hljóðbækur Storytel aðgengilegar á Spotify

Áskrifendum Storytel verður brátt gert kleift að hlýða á hljóðbækur sínar á streymisveitunni Spotify. Sænsku tæknirisarnir hafa undirritað samning þess efnis og er áætlað að hægt verði að samtengja veiturnar síðar á þessu ári.

Viðskipti erlent

Tesla hættir að taka við Bitcoin

Tesla mun framvegis ekki taka við rafmyntinni Bitcoin sem greiðslu vegna umhverfissjónarmiða. Elon Musk, forstjóri Tesla, segir umhverfisáhrif þess að grafa eftir rafmyntinni ekki réttlætanleg.

Viðskipti erlent

Málaferli sem gætu gerbreytt forritaverslun Apple

Málflutningur á máli Epic, framleiðanda eins vinsælasta tölvuleiks í heimi, gegn tæknirisanum Apple hófst í gær með því að forstjóri Epic sakaði Apple um að hafa „öll völd“ yfir Iphone-símum. Epic sakar Apple um samkeppnisbrot og hafi það betur gæti Apple neyðst til þess að gerbreyta hvernig Iphone-eigendur nálgast snjallforrit.

Viðskipti erlent