Stjórnendur Twitter höfða mál gegn Musk Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. júlí 2022 07:48 Musk þykir hið mesta ólíkindatól. epa/Britta Pedersen Stjórnendur Twitter hafa ákveðið að höfða mál gegn Elon Musk, eftir að auðjöfurinn hætti við 44 milljarða dala yfirtöku á fyrirtækinu. Forsvarsmenn Twitter hafa nú krafist þess fyrir dómstól í Delaware að Musk verði látin standa við tilboð sitt, upp á 54 dali fyrir hvern hlut. Í kæru Twitter segir að Musk, sem er ríkasti maður heims, hafi sett upp leiksýningu þegar hann sóttist eftir því að eignast fyrirtækið en síðan talið sig undanþegin lögum og frjálsan til að skipta um skoðun, „tala illa um fyrirtækið, raska starfsemi þess, draga úr virði þess og ganga á braut.“ Musk er sakaður um fjölmörg brot á samkomulaginu við Twitter, sem eru sögð hafa varpað skugga á fyrirtækið og starfsemi þess. Þá tísti Bret Taylor að fyrirtækið vildi draga Musk til ábyrgðar. „Oh kaldhæðnin lol,“ tísti Musk. Filing here: https://t.co/v3DytG4Cv1 https://t.co/mjbmm6tTMk— Bret Taylor (@btaylor) July 12, 2022 Oh the irony lol— Elon Musk (@elonmusk) July 12, 2022 Í kæru Twitter segir að Musk hafi gengið frá samningum þar sem það þjónaði ekki lengur persónulegum hagsmunum hans. Þá er þess getið að eftir að samningum var náð hafi virði bréfa á markaði fallið, meðal annars í Tesla sem er í eigu Musk. „Virði hlutar Musk í Tesla, kjölfestu persónulegra auðæfa hans, hefur dregist saman um meira en 100 milljarða frá því það var hæst í nóvember 2021. Þannig að Musk vill losna,“ segir í kærunni. Musk vilji láta hluthafa Twitter bera skaðann, í stað þess að axla sjálfur ábyrgð. Musk hefur sakað Twitter um að hafa ekki látið sig fá allar nauðsynlegar upplýsingar um fyrirtækið. Twitter Tesla Bandaríkin Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Í kæru Twitter segir að Musk, sem er ríkasti maður heims, hafi sett upp leiksýningu þegar hann sóttist eftir því að eignast fyrirtækið en síðan talið sig undanþegin lögum og frjálsan til að skipta um skoðun, „tala illa um fyrirtækið, raska starfsemi þess, draga úr virði þess og ganga á braut.“ Musk er sakaður um fjölmörg brot á samkomulaginu við Twitter, sem eru sögð hafa varpað skugga á fyrirtækið og starfsemi þess. Þá tísti Bret Taylor að fyrirtækið vildi draga Musk til ábyrgðar. „Oh kaldhæðnin lol,“ tísti Musk. Filing here: https://t.co/v3DytG4Cv1 https://t.co/mjbmm6tTMk— Bret Taylor (@btaylor) July 12, 2022 Oh the irony lol— Elon Musk (@elonmusk) July 12, 2022 Í kæru Twitter segir að Musk hafi gengið frá samningum þar sem það þjónaði ekki lengur persónulegum hagsmunum hans. Þá er þess getið að eftir að samningum var náð hafi virði bréfa á markaði fallið, meðal annars í Tesla sem er í eigu Musk. „Virði hlutar Musk í Tesla, kjölfestu persónulegra auðæfa hans, hefur dregist saman um meira en 100 milljarða frá því það var hæst í nóvember 2021. Þannig að Musk vill losna,“ segir í kærunni. Musk vilji láta hluthafa Twitter bera skaðann, í stað þess að axla sjálfur ábyrgð. Musk hefur sakað Twitter um að hafa ekki látið sig fá allar nauðsynlegar upplýsingar um fyrirtækið.
Twitter Tesla Bandaríkin Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira