Viðskipti erlent

Nær þriðji hver jarðarbúi er nú nettengdur
Nær þriðji hver jarðarbúi er nú nettengdur eða hefur aðgang að netinu.

Álverðið komið í 2.537 dollara á tonnið í London
Heimsmarkaðsverð á áli hefur rokið upp undanfarna daga í takt við hækkanir á olíu og annarri hrávöru.

Fiskneysla hefur aldrei verið meiri í heiminum
Ný skýrsla frá Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna sýnir að fiskneysla hefur aldrei verið meiri meðal íbúa heimsins en nú.

Fjöldi hótela er hættur að selja gestum sínum klám
Á fjölda hótela er hætt að leigja gestunum dónalegar bíómyndir, að því er segir á vefsíðunni túristi.is.

Risatap á rekstri BP olíufélagsins í fyrra
Breska olíufélagið BP skilaði tæplega 5 milljarða dollara, eða hátt í 600 milljarða króna, tapi á síðasta ári. Er þetta í fyrsta sinn sem BP skilar tapi síðan árið 1992. Til samanburðar má nefna að BP skilaði tæplega 14 milljarða dollara hagnaði árið 2009.

BankNordik vill kaupa færeykst líftryggingarfélag
BankNordik, áður Færeyjabanki, hefur lýst yfir áhuga á að eignast helmingshlut færeyska ríkisins í líftryggingarfélaginu P/F Føroya Lívstrygging.

Olíuverðið komið yfir 100 dollara á tunnuna
Heimsmarkaðsverð á olíu er komið yfir 100 dollara á tunnuna í fyrsta skipti síðan á miðju árinu 2008.

Danskar konur hafa meiri áhyggjur af fjármálum en karlar
Samkvæmt umfangsmikilli könnun í Danmörku hafa konur mun meiri áhyggjur af fjármálum en karlar.

Ný áætlun: Skuldir Grikkja skornar niður um þriðjung
Ný áætlun til að losa Grikkja undan óbærilegri skuldabyrði sinni er nú á borðinu. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Evrópusambandið hafa unnið saman að þessari áætlun en greint er frá málinu í grísku dagblaði sem og Financial Times.

Nordea opnar farsímabanka í dag
Nordea bankinn í Danmörku mun í dag opna farsímabanka þ.e. dönskum viðskiptavinum hans gefst nú kostur á að stunda bankaviðskipti sín í gegnum farsíma.

Bankar í Egyptalandi lokaðir vegna ótta um áhlaup
Vegna ótta um gífurlegt áhlaup á egypska banka hafa stjórnvöld í Egyptlandi ákveðið að allir bankar landsins verði lokaðir fyrstu um sinn eða þar til meiri ró kemst á í landinu.

Olíuverðið að skríða yfir 100 dollara á tunnuna
Heimsmarkaðsverð á olíu er nú um það bil að skríða yfir 100 dollara á tunnuna vegna ástandsins í Egyptlandi.

Gates hjónin stofna banka fyrir fátæka
Bill Gates annar auðugasti maður heimsins og Melinda eiginkona hans ætla að verja 500 milljónum dollara eða hátt í 60 milljörðum króna á næstu tveimur árum í að koma á fót banka fyrir fólk sem engan aðgang hefur að bönkum eða lánastofunum.

Skotar vilja aflétta banni á haggis í Bandaríkjunum
Skotar reyna nú ákaft að fá Bandaríkjamenn til að aflétta innflutningsbanni á haggis einum af þjóðarréttum Skotlands.

Moody´s íhugar að lækka lánshæfi Bandaríkjanna
Matsfyrirtækið Moody´s tilkynnti fyrir helgi að til greina kæmi að lækka lánshæfishorfur Bandaríkjanna. Ástæðan er þung skuldabyrði hins opinbera og að því virðist lítill vilji til að greiða niður skuldir.

Írska þingið samþykkti fjárlög
Írska þingið samþykkti í gærkvöld frumvarp til fjárlaga en lögin eru skilyrði fyrir því að Írar fái 85 milljarða evru lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu.

Hrun var ekki óhjákvæmilegt
Bandarísk stjórnvöld og leiðtogar í bandarísku viðskiptalífi hefðu getað komið í veg fyrir fjármálahrunið árið 2008 ef þeir hefðu tekið mark á hættumerkjum og haft stjórn á áhættuþáttum.

Viðskiptajöfur með 600 milljarða í árslaun
Viðskiptajöfurinn og vogunarsjóðsstjórinn John Poulson var með rúmlega 5 milljarða dollara eða um 600 milljarða kr. í árslaun í fyrra. Þetta eru óumdeildanlega hæstu árslaun sem þekkst hafa í fjármálaheiminum til þessa.

Lánshæfiseinkunn Japan lækkar í fyrsta sinn í níu ár
Hið alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtæki Standard & Poors (S&P) hefur lækkaði lánshæfiseinkunnir japanska ríkisins um eitt þrep fyrir langtímaskuldbindingar, þ.e. úr AA í AA-. Er þetta í fyrsta sinn í níu ár sem fyrirtækið lækkar lánshæfiseinkunnir Japans.

Sölumet slegið hjá Christie´s í fyrra
Christie´s, stærsta uppboðshús fyrir listmuni í heiminum, sló sölumet sitt í fyrra. Salan nam 3,3 milljörðum punda, eða um 610 milljarða kr. Hefur salan aldrei verið jafnmikil í 245 ára gamalli sögu Christie´s og það þrátt fyrir að fjármálakreppunni í heiminum er ekki lokið.

Nýríkir Kínverjar óðir í Porsche bíla
Nýríkir Kínvejar eru óðir í Porsche bíla og selur bílaframframleiðandinn fleiri bíla í Kína en nokkru sinni fyrr.

Auður Dana vanmetinn um rúma 2.000 milljarða
Samanlagður auður Dana hefur verið vanmetinn undanfarin ár. Talið er að bæta megi um 100 milljörðum danskra kr., eða yfir 2.000 milljörðum kr. við opinberar tölur um auð Dana þ.e. landsframleiðslu landsins.

Sarkozy í Davos: Snúum aldrei baki við evru
Sviss, AP „Brotthvarf evrunnar yrði þvílíkt stórslys að við gætum ekki einu sinni velt fyrir okkur þeim möguleika,“ sagði Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti á alþjóðlegu efnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss.

Auðugur Rússi er leynilegur eigandi Saab
Þegar sænski bílaframleiðandinn Saab var seldur í fyrra gerði seljandinn, General Motors (GM), það að skilyrði að rússneski auðmaðurinn Vladimir Antonov yrði ekki í eigendahópnum. Svo virðist sem ekki hafi verið farið að óskum GM.

Gífurleg eftirspurn eftir evrubréfum úr björgunarsjóði
Gífurleg eftirspurn varð eftir skuldabréfum í evrum í fyrsta útboði EFSF björgunar- eða stöðugleikasjóðs ESB. Tilboð upp á yfir 40 milljarða evra bárust frá sumum af stærstu opinberu og einkasjóðum heimsins.

Gjaldþrotahrina ógnar einkaspítölum í Danmörku
Fjöldi einkaspítala í Danmörku rambar nú á barmi gjaldþrots. Þetta kemur fram í Börsen en ástæðan fyrir þessu er minnkandi eftirspurn eftir þjónustu spítalanna og lægri greiðslur frá hinu opinbera.

Toyota innkallar 1,7 milljónir bifreiða
Bílaframleiðandinn Toyota ætlar að innkalla 1,7 milljónir bifreiða á næstunni vegna hugsanlegs eldsneytisleka. Ástæðan er galli í eldsneytisleiðslum sem hugsanlega getur valdið leka úr þeim.

Mærsk íhugar byggingu risaflutningaskipa
Danska skipafélagið Mærsk Line er nú að íhuga byggingu fjölda risaflutningaskipa. Um danska skipageirann flæðir nú orðrómur um þessa frétt. Samkvæmt greiningarfyrirtækinu Alphaliner er Mærsk um það bil að leggja inn pöntun fyrir 440 metra löng flutningskip sem geta flutt allt að 18.000 stykki af 20 feta gámum í einu.

Hrávöruverð kyndir undir verðbólgu og vaxtahækkanir
Hækkandi verð á matvörum, olíu og öðrum hrávörum kyndir undir aukna verðbólgu og hækkandi vexti víða í heiminum. Hagkerfi nokkrurra stórra landa á borð við Kína, Rússland og Brasilíu eru við að ofhitna og þeirri ofhitnun verður mætt með hækkandi vöxtum. Seðlabanki Kína hefur þegar hækkað stýrivexti sína tvisvar á skömmum tíma.

AGS: Nýmarkaðsríkin draga hagvaxtarvagninn
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) spáir 4,4% hagvexti í heiminum á þessu ári í nýuppfærðri heimshagsspá sem gefin var út í gær. Fyrri spá sjóðsins gerði ráð fyrir 4,2% hagvexti.