Viðskipti erlent

Hlutabréf féllu vegna stöðu Grikklands

Helstu vísitölur á hlutabréfamörkuðum féllu í gær. Ástæðan er sú að ekki hefur dregið úr áhyggjum manna af skuldastöðu ýmissa ríkja í Evrópu. Eftir lokun markaða í gær hafði evran ekki verið lægri í 13 mánuði gagnvart bandaríkjadal.

Viðskipti erlent

Hyundai ryður sér til rúms með látum

Þegar stjórnarformaður bílaframleiðandans Hyundai, Mong-Koo Chung, tók við af föður sínum árið 1999 varð áherslubreyting hjá fyrirtækinu. Í stað þess að áhersla væri lögð á að framleiða sem flesta bíla, var markið sett á að auka gæði framleiðslunnar.

Viðskipti erlent

Pláss fyrir fjórða matið

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) á að skoða stofnun nýs matsfyrirtækis sem mun meta lánshæfi ríkja og fyrirtækja innan ESB. Þetta segir Michel Barnier, sem fer með málefni innri markaða sambandsins. Hann fundaði með efnahags- og viðskiptanefnd ESB í gær og sagði Fitch, Moody‘s og Standard & Poor‘s hafa gert Grikkjum erfitt fyrir, að sögn Financial Times.

Viðskipti erlent

Kreppufræði á bók

Brjóta á upp risabanka og auka verulega eftirlit með ýmsum fjármálagjörningum. Þetta er mat bandaríska hagfræðiprófessorsins Nouriel Roubini.

Viðskipti erlent

FIH banka tókst að snúa miklu tapi í hagnað í ár

FIH bankinn danski skilaði uppgjöri fyrir fyrsta ársfjórðung í dag. Samkvæmt því hefur hann snúið miklu tapi á sama ársfjórðung í fyrra í hagnað upp á 200 milljónir danskra kr. eða hátt í fimm miljarða kr. Tapið á sama tímabili í fyrra nam tæpum hálfum milljarði danskra kr.

Viðskipti erlent

Engar öskubætur til evrópskra flugfélaga

Samgöngumálaráðherrar ESB urðu sammála um það í dag að löndin innan sambandsins ættu ekki að reiða fram skaðabætur vegna öskunnar úr gosinu í Eyjafjallajökli. Sem kunnugt er stöðvaði askan allt flug um norðanverða Evrópu dagana 15. til 21. apríl s.l.

Viðskipti erlent

Spákaupmenn veðja gegn evrunni

Gjaldeyrismarkaðurinn reiknar með að gengi evrunnar muni falla ennfrekar en orðið er. Vogunarsjóðir og spákaupmenn taka nú stöðu gegn evrunni á þessum markaði í töluverðum mæli.

Viðskipti erlent

Grikkir boða sársaukafullan niðurskurð

Gríska ríkisstjórnin samþykkti í dag að ganga að skilmálum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og evruríkjanna um efnahagsaðstoð af svipaðri stærðargráðu og Íslendingar hafa fengið frá AGS og nokkrum þjóðríkjum. Forsætisráðherra landsins boðar sársaukafullan niðurskurð á ríkisútgjöldum.

Viðskipti erlent

Risavaxinn samningur Oprah Winfrey vekur furðu

Risavaxinn auglýsingasamningur sem sjónvarpsdrottningin Oprah Winfrey hefur gert við Procter & Gamble stærsta kaupenda auglýsinga í heiminum hefur vakið furðu margra. Samningurinn er til þriggja ára og hljóðar upp á 100 milljónir dollara eða um 12,8 milljarða kr.

Viðskipti erlent

Telja það versta yfirstaðið í gríska harmleiknum

Sérfræðingar telja nú að það versta sé yfirstaðið í gríska harmleiknum sem heimurinn hefur fylgst með undanfarna daga og vikur. Erlendir fjölmiðlar segja að samningum grískra stjórnvalda við ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn muni ljúka á allra næstu dögum og að fjárhagsaðstoðin til Grikkja muni nema yfir 100 milljörðum evra eða yfir 17.000 milljörðum kr. á næstu þremur árum.

Viðskipti erlent

Grikkir komnir í ruslflokk

Lækkanir urðu á hlutabréfamörkuðum heimsins í kjölfar þess að Standard & Poors settu skuldabréf Grikklands í ruslflokk. Á mörkuðum er ótti um að Grikkland stefni í gjaldþrot. Grikkir eru fyrsta þjóðin á evrusvæðinu til þess að fá á sig ruslflokks stimpilinn. Portúgölsk skuldabréf voru einnig lækkuð í dag og jók það enn á lækkanir á mörkuðum og fall evrunnar.

Viðskipti erlent

Uppgjör Royal Unibrew betra en vænst var

Royal Unibrew, næststærstu bruggverksmiðjur Danmerkur, skiluðu betra uppgjöri eftir fyrsta ársfjórðung ársins en vænst var. Fjórðungurinn er yfirleitt sá lélegasti á árinu hvað ölsölu varðar en Unbrew tókst að auka veltuna aðeins m.v. sama tímabil í fyrra.

Viðskipti erlent