Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hefur afskrifað skuldir Haítí hjá sjóðnum en þær námu um 33 milljörðum króna.
Dominique Strauss-Khan forstjóri sjóðsins hvetur jafnframt þær þjóðir sem lofað hafa landinu fjárstuðningi að standa við þau loforð sín. Eins og fram hefur komið í fréttum er mikil misbrestur á að staðið hafi verið við þau loforð.
Bill Clinton fyrrum forseti Bandaríkjanna segir í samtali við CNN að hann muni beita sér fyrir því að fjárstuðningurinn berst til Haítí en Clinton er sérlegur sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna á Haítí.