Viðskipti erlent

Miðlarar veðja á að evran veikist áfram
Gengi evrunnar gagnvart dollaranum hefur ekki verið veikara í fjögur ár. Gjaldeyrismiðlarar veðja á að gengið muni veikjast enn frekar en fram kemur á Bloomberg fréttaveitunni að verðið fyrir að tryggja sig gegn frekari veikingu evrunnar hefur ekki verið hærra í sjö ár.

Verkfall áfram hjá Carlsberg, bjórþurrkur hjá Dönum
Meiri harka er nú hlaupin í verkfallsaðgerðir starfsmanna brugghússins Carlsberg í Danmörku en starfsmennirnir samþykktu að halda verkfalli sínu áfram á stórum fundi í morgun. Danskar verslanir og krár eru að verða uppiskroppa með Carlsberg og Tuborg bjóra.

Olíuverð lækkar hratt, tunnan fór undir 70 dollara
Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að lækka á töluverðum hraða og fór í morgun undir 70 dollara á tunnuna. Verðið stendur nú í rétt rúmum 70 dollurum. Það er einkum ótryggur efnahagur í Evrópu sem veldur þessum lækkunum.

Schwarzenegger boðar niðurskurð
Arnold Schwarzenegger, fylkisstjóri í Kaliforníu, boðar stórfelldan niðurskurð við gerð fjárlaga fylkisins.

Breskir bankar banna notkun 500 evra seðils
Breskir bankar og gjaldmiðlasalar hafa hætt að nota, eða skipta, 500 evra seðlum. Ástæðan er sú að lögregluyfirvöld hafa upplýst að 9 og hverjum 10 slíkum seðlum sem eru í umferð eru notaðir af glæpamönnum.

Málsókn gegn Actavis í Bandaríkjunum
Breska lyfjafyrirtækið Shire hefur tilkynnt að dótturfélag þess í Bandaríkjunum hafi höfðað mál gegn Actavis Elizabeth og Actavis Inc. þar í landi. Shire ákærir Actavis fyrir að hafa brotið gegn þremur einkaleyfum sínum á framleiðslu ofvirknilyfsins Intuniv.

Sex bankar á Wall Street í sigti saksóknara
Sex stórir bankar á Wall Street eru nú í sigti saksóknara í New York sem fyrirskipað hefur víðtæka glæparannsókn gegn þeim. Þetta hefur Reuters eftir heimildarmönnum.

Reyndi fjársvik í Landsbankanum, dæmdur í fangelsi
Breski viðskiptamaðurinn og fjársvikarinn Peter Guestyn var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í dag fyrir dómi í London. Meðal ákæruliða gegn honum var tilraun til að svíkja 70 milljónir dollara, eða rúmlega 9 milljarða kr. í Landsbankanum árið 2005.

Jóni Ásgeiri stefnt fyrir dómstól í New York
Skilanefnd Glitnis hefur stefnt sjö aðaleigendum og stjórnendum bankans fyrir dómstól í New York vegna 2 milljarða dala kröfu. Upphæðin nemur um 260 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi bandaríkjadals í dag.

Óróinn á mörkuðum veldur metverði á gulli
Heimsmarkaðsverð á gulli fór í 1.218,5 dollara únsan í New York núna eftir hádegið og hefur verðið aldrei verið hærri í sögunni. Það er óróinn sem nú ríkir á mörkuðum vegna skuldavanda Evrópuríkja sem veldur þessari miklu hækkun á gullinu.

Yfir 60 milljarða viðsnúningur hjá Lego í Danmörku
Kirkbi A/S móðurfélag leikfangarisans Lego í Danmörku skilaði hagnaði upp á 2,4 milljarða danskra kr. á síðasta ári. Árið áður nam tapið af rekstrinum 550 miljónum danskra kr. og er þetta því viðsnúningur upp á tæplega 3 milljarða danskra kr. eða um 64 milljarða kr. á mili áranna.

Grikkland biður um fyrsta hlutann af lánapakkanum
Gríska ríkisstjórnin mun í dag fara formlega fram á að fá greiddan fyrsta hlutann, eða 20 milljarða evra, af lánapakka ESB/AGS upp á 110 milljarða evra sem veita á landinu. Þetta er haft eftir heimildarmanni í gríska fjármálaráðuneytinu í frétt á fréttastofunni ritzau um málið.

Hagnaður Carlsberg langt umfram væntingar
Carlsberg, stærsta brugghús Danmerkur, skilaði hagnaði upp á 471 milljón danskra kr. eða rúmlega 10 milljörðum kr. eftir skatta á fyrsta ársfjórðungi árs. Þessi hagnaður er langt umfram væntingar sérfræðinga sem töldu að tap upp á 54 milljónir danskra kr. yrði á rekstrinum.

Bandaríski markaðurinn í uppsveiflu
Bandaríski hlutabréfamarkaðurinn hóf daginn með töluverði uppsveiflu og fylgir þar með í fótspor Evrópu í morgun og Asíu í nótt. Ástæðan er risavaxinn neyðarsjóður upp á 759 milljarða evra sem ESB samþykkti í nótt.

Seðlabankar Evrópu virkja „kjarnorkubombulausnina"
Seðlabankar á evrusvæðinu í Evrópu hafa ekki verið að eyða neinum tíma í hangs og kaupa nú í risaskömmtum ríkisskuldabréf Grikklands, Spánar og Portúgals. Þetta er það sem sérfræðingar hafa kallað „kjarnorkubombulausnina" það er síðasta tilraunin til að koma í veg fyrir að gríska kreppan smitist yfir í önnur evrulönd.

Silvio Berlusconi segist hafa bjargað evrunni
Ef Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu hefði ekki notið við væri neyðarsjóður ESB enn ekki orðin staðreynd og markaðir áfram í uppnámi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ítalska forsætisráðuneytinu í dag.

Eyjafjallajökull: Flugfarþegum fækkaði um 23% í Bretlandi
Félagið BAA, sem rekur tvo af stærstu flugvöllum Bretlands, Heathrow og Stansted, segir að flugfarþegum um þessa velli hefði fækkað um tæp 23% í apríl miðað við sama mánuði í fyrra. Ástæðan er askan frá gosinu í Eyjafjallajökli.

Hrun Grikklands blásið af, vextir lækka um 13 prósentustig
Skuldabréfamarkaðir Evrópu eru á leið í eðlilegt ástand eftir að tilkynnt var um 750 milljarða evra neyðarsjóð ESB. Vextir á grískum ríkisskuldabréfum til tveggja ára hafa lækkað í morgun um 13 prósentustig og eru komnir í 4,98%.

Sjaldan ódýrara að gista á hótelum í Kaupmannahöfn
Það hefur sjaldan verið ódýrara að gista á hótelum í Kaupmannahöfn. Verðið á gistingunni lækkaði verulega í fyrra og sú þróun hefur haldið áfram það sem af er þessu ári.

Risavaxinn neyðarsjóður ESB hleypir lífi í markaði
Risavaxinn neyðarsjóður sem yfirstjórn ESB samþykkti í nótt hefur hleypt miklu lífi í markaðina í Evrópu í morgun. Vísitölur þeirra hafa hækkað á bilinu 3,5 til 5% í fyrstu viðskiptum.

Ekkert bendir til að árás hafi verið gerð á markaðinn
Engar sannanir eru fyrir því að tölvuþrjótar séu ábyrgir fyrir hinu gríðarlega falli sem varð á bandaríska hlutabréfamarkaðinum á fimmtudaginn var.

Sony íhugar yfirtöku á EMI
Sony Music er nú að íhuga að gera tilboð í hinn fornfræga breska tónlistarrisa EMI. Forstjóri Sony Music, Þjóðverjinn Rolf Scmhidt-Holz segir í samtali við þýska miðla að fyrirtækið sé í kjöraðstöðu þessi misserin til þess að grípa þau tækifæri sem gefist á markaði í dag. Þar á meðal er yfirtaka á EMI.

Harvardprófessor: Ragnarrök innan tveggja vikna
Harvardprófessorinn Niall Ferguson segir að efnahagsleg ragnarrök séu framundan og það jafnvel innan tveggja vikna. Þetta kemur fram í viðtali við prófessorinn í Dagens Næringsliv.

Al Fayed selur Harrods
Milljarðamæringurinn Mohammed Al Fayed hefur selt Harrods verslunina í London og hyggst setjast í helgan stein. Það ætti að vera honum auðvelt því kaupverðið er einn og hálfur milljarður punda. Harrods er ein sögufrægasta verslun heims og nýju eigendurnir eru konungsfjölskyldan í Quatar.

Skyndilegt verðfall verður kannað
Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði í gær að fjármálaeftirlit landsins reyni nú að komast til botns í því hvað olli skyndilegu verðfalli á verðbréfamörkuðum á fimmtudaginn.

Bandarískur sjóður tekur þrjá banka yfir
FDCI, Tryggingasjóður innstæðueigenda í Bandaríkjunum, tók um síðustu helgi yfir þrjá banka í Púertó Ríkó. Sjóðurinn hefur tekið yfir 64 banka frá upphafi kreppunnar.

Hlutabréfamarkaðir í mikilli niðursveiflu í dag
Hlutbréfamarkaðir í kauphöllum Evrópu voru í mikilli niðursveiflu í dag. Hið sama má segja um markaðina í New York sem opna í mínus núna síðdegis.

Hætta á danskri bjórkreppu um helgina
Starfsmenn í stærstu brigðastöð Carlsberg bruggverksmiðjanna í Danmörku er í verkfalli að nýju eftir tvo daga að störfum. Sökum þess er hætta á að bjórþyrstir Danir í hluta af landinu fái ekki uppáhalds sopann sinn um helgina.

Dýrasti bíll í heimi kostar 5,5 milljónir á kílóið
Dýrasti bíll í heimi kostar 5,5 milljónir kr. á hvert kíló. Um er að ræða Bugatti 57SC Atlantic sem fyrst kom á götuna fyrir 74 árum síðan. Hann var nýlega seldur fyrir hátt í 40 milljónir dollara eða um 5 milljarða kr.

ECB heldur neyðarfund með evrópskum stórbönkum í dag
Evrópski seðlabankinn (ECB) hefur boðað bankastjóra frá evrópskum stórbönkum til neyðarfundar síðdegis í dag. Þetta kemur fram í frétt á Reuters þar sem segir að stjórn ECB vilji fá mat bankastjórann á þeirri örvæntingu sem virðist hafa gripið um sig á helstu mörkuðum heimsins.