FIFA hagnast um yfir 400 milljarða á HM í Suður Afríku 21. júní 2010 07:44 Þess er vænst að Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA muni hagnast um 3,2 milljarða dollara eða yfir 400 milljarða króna á Heimsmeistaramótinu í fótbolta (HM) sem nú stendur yfir í Suður Afríku. Þessi mikli hagnaður kemur í kjölfar þess að stjórnvöld í Suður Afríku hafa ákveðið að FIFA fái sérstaka skattafslætti af tekjum sínum af mótinu. Samkvæmt frétt á vefsíðunni Monyweb mun FIFA hafa knúið í gegn þessa afslætti í samningaviðræðum sínum við stjórnvöld fyrir mótið. Meðal þess sem FIFA sleppur við að borga er tekjuskattur og tollagjöld. Þar að auki mun FIFA eitt eiga höfundarrétt á öllu útsendingar- og fjölmiðlaefni frá mótinu. Talið er að þessir samningar hafi kostað Suður Afríku tugi milljarða í töpuðum tekjum af mótinu. Nicolas Maignot talsmaður FIFA sagði á blaðamannafundi um helgina að Heimsmeistaramótið væri aðaltekjulind sambandsins og eigi að standa undir öllum útgjöldum FIFA næstu fjögur árin. Mest lesið „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Þess er vænst að Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA muni hagnast um 3,2 milljarða dollara eða yfir 400 milljarða króna á Heimsmeistaramótinu í fótbolta (HM) sem nú stendur yfir í Suður Afríku. Þessi mikli hagnaður kemur í kjölfar þess að stjórnvöld í Suður Afríku hafa ákveðið að FIFA fái sérstaka skattafslætti af tekjum sínum af mótinu. Samkvæmt frétt á vefsíðunni Monyweb mun FIFA hafa knúið í gegn þessa afslætti í samningaviðræðum sínum við stjórnvöld fyrir mótið. Meðal þess sem FIFA sleppur við að borga er tekjuskattur og tollagjöld. Þar að auki mun FIFA eitt eiga höfundarrétt á öllu útsendingar- og fjölmiðlaefni frá mótinu. Talið er að þessir samningar hafi kostað Suður Afríku tugi milljarða í töpuðum tekjum af mótinu. Nicolas Maignot talsmaður FIFA sagði á blaðamannafundi um helgina að Heimsmeistaramótið væri aðaltekjulind sambandsins og eigi að standa undir öllum útgjöldum FIFA næstu fjögur árin.
Mest lesið „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira