Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Tilkynnt hefur verið um aukið magn í útboði almennra hluta í Íslandsbanka og til stendur að selja allan eignarhlut ríkisins. Viðskipti innlent 15.5.2025 16:51
Sjóvá tapar hálfum milljarði Sjóvá tapaði 540 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi 2025. Tap af fjárfestingastarfsemi fyrir skatta var rúmur milljarður, 1.126 milljónir króna, en hagnaður af vátryggingasamningum fyrir skatta var 821 milljónir króna. Viðskipti innlent 15.5.2025 16:38
Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Hæstiréttur hefur veitt Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins áfrýjunarleyfi í máli áfengisinnflytjandans Distu á hendur stofnuninni vegna áfenga koffíndrykksins Shaker. Landsréttur taldi ÁTVR ekki stætt á því að neita að taka drykkinn í sölu til reynslu á grundvelli lýðheilsusjónarmiða. Viðskipti innlent 15.5.2025 15:05
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ „Það hefur ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu síðan mér var nauðbeygður kostur að reka Róbert úr forstjórastóli Actavis eftir að félagið fór á hliðina undir hans stjórn,“ skrifaði Björgólfur Thor Björgólfsson, auðugasti maður Íslands, á heimasíðu sína um samband þeirra Róberts Wessman í lok árs 2015. Viðskipti innlent 15.5.2025 09:15
Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Lokadagur Nýsköpunarviku, eða Iceland Innovation Week, fer fram í Kolaportinu í Reykjavík í dag. Viðskipti innlent 15.5.2025 09:01
Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Bjarni Þór Logason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags. Bjarni kemur þaðan frá Heimkaupum þar sem hann var innkaupastjóri. Bjarni kom einnig að opnun verslunar Prís í Kópavogi. Áður starfaði hann sem rekstrarstjóri hjá Ölgerðinni, RJC og Líflandi. Viðskipti innlent 15.5.2025 08:34
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Hæstiréttur hefur neitað beiðni Landsbankans um áfrýjunarleyfi í Borgunarmálinu svokallaða. Landsréttur sýknaði kaupendur Borgunar af öllum kröfum bankans, sem vildi fá skaðabætur vegna upplýsinga sem bankinn taldi kaupendur hafa búið yfir fyrir kaupin en ekki bankinn. Viðskipti innlent 14.5.2025 15:49
Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Fjármála- og efnahagsráðuneytið og Íslandsbanki hafa boðað til opins kynningarfundar um yfirstandandi hlutafjárútboð í Íslandsbanka. Fundurinn hefst klukkan 16:30 og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi í spilaranum að neðan. Viðskipti innlent 14.5.2025 15:45
Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Pílustaðnum Skor hefur verið meinað að hafa opið lengur á kvöldin samkvæmt úrskurði umhverfis- og auðlindamála. Þar staðfesti nefndin ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá 10. janúar 2025 um að synja umsókn um aukinn opnunartíma fyrir veitingastaðinn Skor. Viðskipti innlent 14.5.2025 14:23
Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Formaður Sameykis segir fyrirtækið Heinemann, sem nýverið tók við rekstri fríhafnarverslana á Keflavíkurflugvelli, hyggjast þvinga starfsfólk verslana á flugvellinum til að fylgja kjarasamningum VR í stað Sameykis. Sú ákvörðun sé brot á íslenskum lögum og Mannréttindasáttmála Evrópu. Viðskipti innlent 14.5.2025 13:11
Spá óbreyttum stýrivöxtum Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að Seðlabankinn muni halda stýrivöxtum óbreyttum við næstu vaxtaákvörðun sem kynnt verður á miðvikudaginn í næstu viku. Talsverðar líkur séu þó einnig á smáu vaxtalækkunarskrefi. Stýrivextirnir standa nú í 7,75 prósentum. Viðskipti innlent 14.5.2025 12:35
Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Hörður Ægisson, ritstjóri viðskiptamiðilsins Innherja, segir útboð vegna sölu ríkisins á hluta sínum í Íslandsbanka fara vel af stað. Áskriftir hafa þegar borist í 20 prósent. Útboðið stendur yfir fram til loka fimmtudags. Viðskipti innlent 13.5.2025 20:57
Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Bankastjóri Íslandsbanka segir jákvætt að almenningur njóti forgangs við sölu á hluti ríkisins í Íslandsbanka, um sé að ræða góða fjárfestingu. Útboð vegna sölunnar hófst í dag en fjármálaráðherra segir núverandi aðstæður á mörkuðum góðar fyrir sölu. Viðskipti innlent 13.5.2025 19:03
Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Eftirspurn í pantanabók í útboði á hlut ríkisins í Íslandsbanka er tryggð. Sameiginlegir umsjónaraðilar útboðsins hafa móttekið pantanir umfram grunnmagn, eða sem nær til fimmtungshlutar af hlutafé Íslandsbanka. Viðskipti innlent 13.5.2025 18:18
Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Verslun Nettó í Glæsibæ verður að öllum líkindum opnuð á morgun. Tafir hafa verið á opnun verslunarinnar vegna þess að sækja þurfti um nýtt starfsleyfi í kjölfar þess að milliveggur var rifinn niður til að stækka verslunina. Viðskipti innlent 13.5.2025 17:02
Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Tap ársins hjá Indó nam tæpum 281 milljón króna á síðasta ári en var tæplega 327 milljónir árið á undan. Virkir kortanotendur hjá Indó voru rúmlega 57 þúsund í lok síðasta árs og fjölgaði þeim um 66 prósent á milli ára. Þá jókst kortaveltan um 136 prósent á síðasta ári. Viðskipti innlent 13.5.2025 14:21
Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Sala á almennum hlutum ríkisins í Íslandsbanka hófst í morgun og stendur fram á fimmtudag. Fjármálaráðherra segir samdóma álit að þetta sé réttur tími og mikil áhersla sé lögð á að salan sé gagnsæ. Viðskipti innlent 13.5.2025 11:38
Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Arnar S. Gunnarsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK sem er nýtt svið innan tæknifyrirtækisins. Viðskipti innlent 13.5.2025 10:05
Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Sala á almennum hlutum ríkisins í Íslandsbanka er hafið og stendur fram á fimmtudag. Einstaklingar með íslenska kennitölu hafa forgang umfram aðra í útboðinu og njóta lægsta verðsins. Viðskipti innlent 13.5.2025 09:01
Síðasti dropinn á sögulegri stöð Búið er að loka dælunum á bensínstöð N1 við Ægisíðu fyrir fullt og allt. Síðasta dropanum var dælt á stöðinni um síðustu mánaðamót. Viðskipti innlent 12.5.2025 18:50
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ráðið fjórar innlendar fjármálastofnanir sem söluaðila vegna fyrirhugaðs útboðs á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Í síðustu viku greindi ráðuneytið frá ráðningu fjögurra erlendra söluaðila vegna útboðsins en nú bætast Arctica Finance, Arion banki, Kvika banki og Landsbankinn í hópinn. Viðskipti innlent 12.5.2025 13:23
Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Tryggingafyrirtækið Sjóvá hefur staðfest að PPP hélt kynningu fyrir starfsfólk félagsins á sama tíma og fyrirtækið vann að rannsókn á fyrrum eigendum og stjórnendum Sjóvár fyrir sérstakan saksóknara. Samkvæmt yfirlýsingu frá Sjóva fjallaði kynning PPP um hvort það gæti aðstoðað við rannsókn mögulegra tryggingasvika. Viðskipti innlent 12.5.2025 12:53
Svandís tekur við Fastus lausnum Svandís Jónsdóttir hefur verið ráðin deildarstjóri Fastus lausna, söludeild innan Fastus sem þjónustar fyrirtæki, hótel og stóreldhús. Viðskipti innlent 12.5.2025 11:07
Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Berjaya Coffee Iceland hefur ráðið Daníel Kára Stefánsson í stöðu framkvæmdastjóra Starbucks á Íslandi. Viðskipti innlent 12.5.2025 10:11