Viðskipti

Á­lagning bygginga­verk­taka allt að eitt hundrað prósent

Hagfræðingur Bandalags háskólamanna segir álagningu á nýbyggingar vera sífellt hækkandi og komna í sögulegar hæðir, heil eitt hundrað prósent. Það orsakist helst af miklum þrýstingi á fasteignamarkaði og ætti ekki að koma á óvart. Hagfræðingur hjá greiningardeild Arion banka segist leyfa sér að efast um að hátt fasteignarverð skýrist af því að byggingaverktakar hafi skyndilega ákveðið að hækka álagningu.

Viðskipti innlent

Notuðu ryksugu og gömul verkfæri frá foreldrunum þegar þeir byrjuðu

„Við Örn stofnuðum Stoð með 500 þúsund krónum í hlutafé og síðan lögðu fjölskyldurnar bara í púkk. Þetta var bara eins og það var þá. Við vorum til dæmis með gamla ryksugu frá tengdaforeldrum Arnars sem við notuðum sem sogkerfi og síðan vorum við með gömul verkfæri frá pabba,“ segir Sveinn Finnbogason þegar hann rifjar upp upphaf fyrirtækisins Stoð sem hann og Örn Ólafsson stofnuðu haustið 1982.

Atvinnulíf

Samsvarar sig best við Grím skipstjóra í Verbúðinni

Matti Osvald markþjálfi og fyrirlesari segir skipulagið sitt ganga út á að halda ekki utan um verkefni í höfðinu, heldur tæma höfuðið og setja utanumhaldið frekar í kerfi sem hausinn treystir. Matti samsvarar sig best við Grím skipstjóra í Verbúðinni en það er fyrst og fremst vegna þess að Grímur minnir hann svo á pabba sinn.

Atvinnulíf

Íslenskar og grænar lausnir kynntar Japönum

Ísland mun ásamt Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð kynna grænar lausnir á heimssýningunni í Osaka í Japan árið 2025. Norðurlöndin sýna undir einum hatti á sýningunni. Búist er við að 28 milljónir manna muni heimsækja sýninguna. 

Viðskipti innlent

Bindur vonir við nýja for­ystu ASÍ

Ásgeir Jónsson segist binda miklar vonir við að ný forysta ASÍ komi sambandinu á þann stað að það verði aftur leiðandi á vinnumarkaði. Vinnumarkaðurinn þurfi að taka ábyrgð á sínum þætti í verðbólgunni og fara að grípa til aðgerða til að árangur náist í baráttu gegn henni.

Viðskipti innlent

„Þetta er að verða þjóð­hags­lega mikil­vægt fyrir­tæki“

Flugfélagið Play hefur verið í mikilli sókn síðustu mánuði og hefur verið að vaxa á gríðarlegum hraða. Ársfjórðungsuppgjör félagsins var birt í dag en tekjur félagsins tæplega fjórföldust á einu ári. Forstjóri félagsins segist skíthræddur um að félagið vaxi of hratt, en þó er vel passað upp á að það gerist ekki. 

Viðskipti innlent

Þóra nýr forstjóri Nóa Síríus

Þóra Gréta Þórisdóttir hefur verið ráðin forstjóri Nóa Síríus og tekur við starfinu af Lasse Ruud-Hansen, sem hefur gengt því frá árinu 2021. Lasse hverfur nú til annarra starfa hjá Orkla-samstæðunni og tekur Þóra við um mánaðamót.

Viðskipti innlent

Prent­vélar elsta dag­blaðs í heimi þagna

Elsta starfandi dagblað í heimi hættir að koma út á prenti eftir atkvæðagreiðslu á austurríska þinginu í dag. Blaðið hefur komið út frá árinu 1703 og sagði meðal annars frá uppgangi Mozarts og endalokum keisaraveldis Habsborgara.

Viðskipti erlent

Hvetur stjórnendur til að prófa önnur störf og að standa sjálfir í eldlínunni

„Það er svo dýrmæt reynsla að setja sig í spor fólksins og prófa á eigin skinni að vera í eldlínunni. Hvernig eru viðskiptavinirnir til dæmis að tala við starfsfólkið? Hverjar eru helstu áskoranirnar, flækjurnar eða núningarnir og í hverju felast verkefnin sem okkar fólk er að kljást við dag frá degi,“ segir María Dís Gunnarsdóttir mannauðstjóri OK.

Atvinnulíf