Lagt til hliðar vegna rannsóknar 12. júní 2004 00:01 Baugur Group afskrifaði ríflega 2,2 milljarða króna vegna gjaldþrots Bonus Stores í Bandaríkjunum á síðasta ári, að því er fram kom á aðalfundi félagsins í gær. Þá hefur verið gert ráð fyrir áætlaðri skattakvöð vegna hugsanlegra skattbreytinga, sem gætu fylgt í kjölfar frumskýrslu skattrannsóknarstjóra, en hún var afhent félaginu 4. júní síðastliðinn. Methagnaður varð á rekstri félagsins á síðasta ári eða 9,5 milljarðar króna. "Ég vil ekki gefa það upp," sagði Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri, spurður um þá upphæð sem lögð hefði verið til hliðar vegna skattrannsóknarinnar. Spurður hvernig sú upphæð væri fundin sagði Jón Ásgeir að krafan frá skattrannsóknarstjóra hefði verið reiknuð út eins og hún liti út í fyrsta umgangi. "Við höfum andmælarétt til 25. júní næstkomandi og teljum okkur geta svarað þessu öllu, en gagnvart okkar lánardrottnum teljum við rétt að gera þetta með þessum hætti," sagði hann. Á aðalfundinum kom fram að Baugur Group hf. er nú kjölfestufjárfestir í alls 9 félögum hér á landi og erlendis og jafngildir velta þessara félaga um 130 milljörðum króna á ári. Hjá þessum félögum starfa samtals um 9.500 manns. Miklar vonir eru bundnar við að verðmæti hluta félagsins í þessum fyrirtækjum eigi eftir að aukast enda hafa þau öll verið að eflast. Gildir það jafnt um skráðu félögin og hin óskráðu. Í því sambandi má benda á að EBITDA-hagnaður Oasis á síðastliðnu ári jafngildir um 4,5 milljörðum króna, en Baugur Group hf. á 57% í félaginu. Félagið hyggst auka umsvif sín og fjárfestingar erlendis en draga úr vægi starfsemi sinnar á Íslandi. Baugur Group hf. hefur myndað sterk viðskiptatengsl við margar af virtustu fjármálastofnunum Bretlands og mun í samstarfi við þær og aðra fjárfesta freista þess að nýta margvísleg fjárfestingartækifæri þar í landi, einkum á sviði verslunar og fasteignareksturs. Fram kom á fundinum að búist er við að endanleg skýrsla skattrannsóknarstjóra verði send til ríkisskattstjóra til afgreiðslu síðar í sumar eða í haust. Skattrannsóknin er sprottin upp úr lögreglurannsókn embættis ríkislögreglustjóra, en sú rannsókn hófst 28. ágúst 2002 í kjölfar ásakana Jóns Geralds Sullenberger í garð þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar forstjóra og Tryggva Jónssonar, þáverandi aðstoðarforstjóra. Báðir hafa staðfastlega haldið fram sakleysi sínu og ekkert hefur komið fram hjá félaginu sem bendir til þess að stjórnendur hafi brotið á því, að mati endurskoðenda. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Sjá meira
Baugur Group afskrifaði ríflega 2,2 milljarða króna vegna gjaldþrots Bonus Stores í Bandaríkjunum á síðasta ári, að því er fram kom á aðalfundi félagsins í gær. Þá hefur verið gert ráð fyrir áætlaðri skattakvöð vegna hugsanlegra skattbreytinga, sem gætu fylgt í kjölfar frumskýrslu skattrannsóknarstjóra, en hún var afhent félaginu 4. júní síðastliðinn. Methagnaður varð á rekstri félagsins á síðasta ári eða 9,5 milljarðar króna. "Ég vil ekki gefa það upp," sagði Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri, spurður um þá upphæð sem lögð hefði verið til hliðar vegna skattrannsóknarinnar. Spurður hvernig sú upphæð væri fundin sagði Jón Ásgeir að krafan frá skattrannsóknarstjóra hefði verið reiknuð út eins og hún liti út í fyrsta umgangi. "Við höfum andmælarétt til 25. júní næstkomandi og teljum okkur geta svarað þessu öllu, en gagnvart okkar lánardrottnum teljum við rétt að gera þetta með þessum hætti," sagði hann. Á aðalfundinum kom fram að Baugur Group hf. er nú kjölfestufjárfestir í alls 9 félögum hér á landi og erlendis og jafngildir velta þessara félaga um 130 milljörðum króna á ári. Hjá þessum félögum starfa samtals um 9.500 manns. Miklar vonir eru bundnar við að verðmæti hluta félagsins í þessum fyrirtækjum eigi eftir að aukast enda hafa þau öll verið að eflast. Gildir það jafnt um skráðu félögin og hin óskráðu. Í því sambandi má benda á að EBITDA-hagnaður Oasis á síðastliðnu ári jafngildir um 4,5 milljörðum króna, en Baugur Group hf. á 57% í félaginu. Félagið hyggst auka umsvif sín og fjárfestingar erlendis en draga úr vægi starfsemi sinnar á Íslandi. Baugur Group hf. hefur myndað sterk viðskiptatengsl við margar af virtustu fjármálastofnunum Bretlands og mun í samstarfi við þær og aðra fjárfesta freista þess að nýta margvísleg fjárfestingartækifæri þar í landi, einkum á sviði verslunar og fasteignareksturs. Fram kom á fundinum að búist er við að endanleg skýrsla skattrannsóknarstjóra verði send til ríkisskattstjóra til afgreiðslu síðar í sumar eða í haust. Skattrannsóknin er sprottin upp úr lögreglurannsókn embættis ríkislögreglustjóra, en sú rannsókn hófst 28. ágúst 2002 í kjölfar ásakana Jóns Geralds Sullenberger í garð þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar forstjóra og Tryggva Jónssonar, þáverandi aðstoðarforstjóra. Báðir hafa staðfastlega haldið fram sakleysi sínu og ekkert hefur komið fram hjá félaginu sem bendir til þess að stjórnendur hafi brotið á því, að mati endurskoðenda.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Sjá meira