Skemmtilegt að spara 13. júní 2004 00:01 Sæll Ingólfur Hrafnkell. Ég hef stundum velt fyrir mér að fara af stað með námskeið til að kenna fólki aðferðir til að spara. Líkar því vel að sjá einhvern skrifa á móti bruðlinu. Sannarlega er þörf á góðum ráðum varðandi ávöxtun. Fyrsta spurning er: Hvað er besti kostur til að ávaxta litlar upphæðir til dæmis ef fólk leggur fyrir mánaðarlega. Önnur spurning: Hvaða kostur er bestur og öruggastur til að ávaxta stærri upphæðir án bindingar til margra ára. Fyrirfram þökk. Ingibjörg Sigfúsdóttir Sæl Ingibjörg. Já, stundum getur maður ekki setið á sér og hneykslast svolítið á "heimsku" annarra í fjármálum. Sérstaklega tekst mér vel upp við prédikunina þegar ég gleymi hvernig ég hegðaði mér sjálfur áður. Sparnaður er það skemmtilegasta sem maður gerir við peningana fyrir utan að eyða þeim. Gott er setja lágar upphæðir, sem lagðar eru fyrir reglulega, inn á verðtryggða reikninga ef ekki þarf að nálgast þær með stuttum fyrirvara. Verðtryggðir reikningar eru bundnir til nokkurra ára en oftast er hægt að semja um að upphæðin sem sparast við reglulegt innlegg verði öll laus á sama tíma. Ég mæli ekki með óverðtryggðum sparireikningum því þeir eru að jafnaði með neikvæða ávöxtun. Annar kostur er að kaupa í áskrift hlutdeild í verðbréfasjóðum. Öruggast er að kaupa í sjóðum sem eru myndaðir af ríkisverðbréfum. Lágmarksupphæð í áskrift er 5 til 10.000 krónur. Ávöxtun er að öllu jöfnu góð og hægt er að losa peningana hvenær sem er með því að selja sinn hlut. Sú fjármálastofnun sem gætir sjóðsins tekur þó oftast 1-2% þóknun fyrir kaup og vörslu bréfanna. Eign í ríkisverðbréfasjóðum er eignarskattsfrjáls en maður getur þurft að greiða 0,6% eignarskatt af bréfum í öðrum sjóðum. Þetta er ekki há prósenta en þó rétt að hafa hana í huga. Öruggast er að geyma stærri upphæðir í ríkisverðbréfasjóðum eða öðrum ríkistryggðum bréfum og nokkuð öruggt í öðrum skuldabréfasjóðum eða sjóðum með hátt hlutfall skuldabréfa en lágt hlutfall hlutabréfa. Reynslan virðist þó sýna að fjárfesting í hlutabréfasjóðum og þá sérstaklega svokölluðum vísitölusjóðum skilar bestri ávöxtun til langs tíma eða um 15 til 20 ára bindingu. Sveiflur milli ára geta verið miklar svo ekki er alltaf jafn hagstætt að selja bréf til að losa um peninga sem maður þarf á að halda. Kveðja, Ingólfur Hrafnkell Fjármál Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Sæll Ingólfur Hrafnkell. Ég hef stundum velt fyrir mér að fara af stað með námskeið til að kenna fólki aðferðir til að spara. Líkar því vel að sjá einhvern skrifa á móti bruðlinu. Sannarlega er þörf á góðum ráðum varðandi ávöxtun. Fyrsta spurning er: Hvað er besti kostur til að ávaxta litlar upphæðir til dæmis ef fólk leggur fyrir mánaðarlega. Önnur spurning: Hvaða kostur er bestur og öruggastur til að ávaxta stærri upphæðir án bindingar til margra ára. Fyrirfram þökk. Ingibjörg Sigfúsdóttir Sæl Ingibjörg. Já, stundum getur maður ekki setið á sér og hneykslast svolítið á "heimsku" annarra í fjármálum. Sérstaklega tekst mér vel upp við prédikunina þegar ég gleymi hvernig ég hegðaði mér sjálfur áður. Sparnaður er það skemmtilegasta sem maður gerir við peningana fyrir utan að eyða þeim. Gott er setja lágar upphæðir, sem lagðar eru fyrir reglulega, inn á verðtryggða reikninga ef ekki þarf að nálgast þær með stuttum fyrirvara. Verðtryggðir reikningar eru bundnir til nokkurra ára en oftast er hægt að semja um að upphæðin sem sparast við reglulegt innlegg verði öll laus á sama tíma. Ég mæli ekki með óverðtryggðum sparireikningum því þeir eru að jafnaði með neikvæða ávöxtun. Annar kostur er að kaupa í áskrift hlutdeild í verðbréfasjóðum. Öruggast er að kaupa í sjóðum sem eru myndaðir af ríkisverðbréfum. Lágmarksupphæð í áskrift er 5 til 10.000 krónur. Ávöxtun er að öllu jöfnu góð og hægt er að losa peningana hvenær sem er með því að selja sinn hlut. Sú fjármálastofnun sem gætir sjóðsins tekur þó oftast 1-2% þóknun fyrir kaup og vörslu bréfanna. Eign í ríkisverðbréfasjóðum er eignarskattsfrjáls en maður getur þurft að greiða 0,6% eignarskatt af bréfum í öðrum sjóðum. Þetta er ekki há prósenta en þó rétt að hafa hana í huga. Öruggast er að geyma stærri upphæðir í ríkisverðbréfasjóðum eða öðrum ríkistryggðum bréfum og nokkuð öruggt í öðrum skuldabréfasjóðum eða sjóðum með hátt hlutfall skuldabréfa en lágt hlutfall hlutabréfa. Reynslan virðist þó sýna að fjárfesting í hlutabréfasjóðum og þá sérstaklega svokölluðum vísitölusjóðum skilar bestri ávöxtun til langs tíma eða um 15 til 20 ára bindingu. Sveiflur milli ára geta verið miklar svo ekki er alltaf jafn hagstætt að selja bréf til að losa um peninga sem maður þarf á að halda. Kveðja, Ingólfur Hrafnkell
Fjármál Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira