KB banki tvöfaldast 14. júní 2004 00:01 Eftir kaup KB banka á danska fjárfestingarbankanum FIH verða heildareignir KB banka tæplega 50 prósent meiri en samanlagðar eignir Íslandsbanka og Landsbankans. Heildareignir KB banka verða 1.470 milljarðar króna, en samanlagaðar eignir hinna bankanna tveggja eru tæpir þúsund milljarðar króna. Eignir KB banka fyrir sameiningu námu 601 milljarði króna. Verðmæti KB banka hækkaði um 12,5 prósent á markaði í gær og er verðmæti bankans 173 milljarðar króna. Bankinn er langverðmætasta fyrirtæki á markaði, en næst kemur Actavis, sem metið er á markaði á tæpa 123 milljarða króna. Þriðja verðmætasta fyrirtækið á markaði er Íslandsbanki og er bankinn metinn á 82,5 milljarða króna. KB banki er fyrir sameiningu við FIH tvöfalt verðmætari en Íslandsbanki. Verðmæti KB banka er nærri tíu sinnum meira en verðmæti stórfyrirtækjanna Samherja og Flugleiða. Eftir hlutafjáraukningu mun markaðsvirði KB banka aukast enn og verða á þriðja hundrað milljarða króna. Að sögn Sigurðar Einarssonar, stjórnarformanns KB banka, liggja mörg tækifæri í kaupum á danska bankanum. FIH er gamall fjárfestingarbanki danska iðnaðarins með sterk tengsl við dönsk iðnfyrirtæki. Um fimm þúsund dönsk fyrirtæki eru í viðskiptum við bankann og sjá forsvarsmenn KB banka mikla möguleika í að nýta tengslin og bæta við þjónustu við fyrirtækin með ýmiss konar fyrirtækjaráðgjafarverkefnum. FIH hefur fyrst og fremst verið í lánastarfsemi og er kostnaðarhlutfall bankans lágt og afskriftir verið litlar. "Það er sama hvar okkur ber niður. Bankinn er mjög vel rekinn og við munum reiða okkur á núverandi stjórnendur bankans." Lars Johansen, framkvæmdastjóri FIH, fagnaði nýjum eigendum og segir mikilvægt að kaupendurnir stefni í sömu átt og stjórnendur bankans. Matsfyrirtækið Moody's hefur boðað endurskoðun á lánshæfismati KB banka til hækkunar sem mun hafa mjög jákvæð áhrif á fjármögnun bankans. Stærsti banki Norðurlanda, Nordea, var meðal þeirra sem kepptu við KB banka um kaupin. Starfsmenn FIH fögnuðu niðurstöðunni þegar ljóst var að KB banki yrði ofan á í viðskiptunum. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Eftir kaup KB banka á danska fjárfestingarbankanum FIH verða heildareignir KB banka tæplega 50 prósent meiri en samanlagðar eignir Íslandsbanka og Landsbankans. Heildareignir KB banka verða 1.470 milljarðar króna, en samanlagaðar eignir hinna bankanna tveggja eru tæpir þúsund milljarðar króna. Eignir KB banka fyrir sameiningu námu 601 milljarði króna. Verðmæti KB banka hækkaði um 12,5 prósent á markaði í gær og er verðmæti bankans 173 milljarðar króna. Bankinn er langverðmætasta fyrirtæki á markaði, en næst kemur Actavis, sem metið er á markaði á tæpa 123 milljarða króna. Þriðja verðmætasta fyrirtækið á markaði er Íslandsbanki og er bankinn metinn á 82,5 milljarða króna. KB banki er fyrir sameiningu við FIH tvöfalt verðmætari en Íslandsbanki. Verðmæti KB banka er nærri tíu sinnum meira en verðmæti stórfyrirtækjanna Samherja og Flugleiða. Eftir hlutafjáraukningu mun markaðsvirði KB banka aukast enn og verða á þriðja hundrað milljarða króna. Að sögn Sigurðar Einarssonar, stjórnarformanns KB banka, liggja mörg tækifæri í kaupum á danska bankanum. FIH er gamall fjárfestingarbanki danska iðnaðarins með sterk tengsl við dönsk iðnfyrirtæki. Um fimm þúsund dönsk fyrirtæki eru í viðskiptum við bankann og sjá forsvarsmenn KB banka mikla möguleika í að nýta tengslin og bæta við þjónustu við fyrirtækin með ýmiss konar fyrirtækjaráðgjafarverkefnum. FIH hefur fyrst og fremst verið í lánastarfsemi og er kostnaðarhlutfall bankans lágt og afskriftir verið litlar. "Það er sama hvar okkur ber niður. Bankinn er mjög vel rekinn og við munum reiða okkur á núverandi stjórnendur bankans." Lars Johansen, framkvæmdastjóri FIH, fagnaði nýjum eigendum og segir mikilvægt að kaupendurnir stefni í sömu átt og stjórnendur bankans. Matsfyrirtækið Moody's hefur boðað endurskoðun á lánshæfismati KB banka til hækkunar sem mun hafa mjög jákvæð áhrif á fjármögnun bankans. Stærsti banki Norðurlanda, Nordea, var meðal þeirra sem kepptu við KB banka um kaupin. Starfsmenn FIH fögnuðu niðurstöðunni þegar ljóst var að KB banki yrði ofan á í viðskiptunum.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira