Lóa og saxófónninn 14. júní 2004 00:01 Freyr Bjarnason fjallar um Michael Pollock og plötu hans World Citizen Michael Pollock, fyrrum Utangarðsmaður, virðist vera í miklu stuði um þessar mundir því World Citizen er önnur af tveimur plötum sem hann gaf út á dögunum. Hér er hann einn á ferð og að mestu á rólegu trúbadornótunum, kyrkjandi söngva með sinni sérstöku röddu. Af og til breytir hann þó út af vananum og fer út í hrátt rokk, eins og í lögunum Squeeze, Desert/Dream Vision og titillaginu World Citizen. Áhrifa frá gömlum hetjum á borð við Bob Dylan og Neil Young gætir víða á plötunni og sérstaklega virðist Young vera Pollock hugleikinn. Pollock hittir mun betur í mark með kassagítarinn í hendi. Þar eru bestu lög Great Spirit, Lost & Found og Dreaming. Ekki má heldur gleyma enskri útgáfu hans á gamla Megasarlaginu Lóa Lóa þar sem saxófónninn fær að njóta sín á skemmtilegan hátt. Rolling Stones-lagið No Expectations kemur einnig vel út í flutningi Pollocks. Plötunni lýkur síðan með kórsöng á trúarlegu nótunum, sem er fínn endahnykkur á ágætis plötu. Textar Pollocks fjalla að mestu um ástina og trúna auk þess sem deilt er á stríðsrekstur. Gæti plötutitillinn alveg eins vísað í þau átök sem nú eiga sér stað í Írak. Pollock er heimsborgari og þegar komið er illa fram við aðra í heiminum þjáist hann með þeim. Tónlist Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Freyr Bjarnason fjallar um Michael Pollock og plötu hans World Citizen Michael Pollock, fyrrum Utangarðsmaður, virðist vera í miklu stuði um þessar mundir því World Citizen er önnur af tveimur plötum sem hann gaf út á dögunum. Hér er hann einn á ferð og að mestu á rólegu trúbadornótunum, kyrkjandi söngva með sinni sérstöku röddu. Af og til breytir hann þó út af vananum og fer út í hrátt rokk, eins og í lögunum Squeeze, Desert/Dream Vision og titillaginu World Citizen. Áhrifa frá gömlum hetjum á borð við Bob Dylan og Neil Young gætir víða á plötunni og sérstaklega virðist Young vera Pollock hugleikinn. Pollock hittir mun betur í mark með kassagítarinn í hendi. Þar eru bestu lög Great Spirit, Lost & Found og Dreaming. Ekki má heldur gleyma enskri útgáfu hans á gamla Megasarlaginu Lóa Lóa þar sem saxófónninn fær að njóta sín á skemmtilegan hátt. Rolling Stones-lagið No Expectations kemur einnig vel út í flutningi Pollocks. Plötunni lýkur síðan með kórsöng á trúarlegu nótunum, sem er fínn endahnykkur á ágætis plötu. Textar Pollocks fjalla að mestu um ástina og trúna auk þess sem deilt er á stríðsrekstur. Gæti plötutitillinn alveg eins vísað í þau átök sem nú eiga sér stað í Írak. Pollock er heimsborgari og þegar komið er illa fram við aðra í heiminum þjáist hann með þeim.
Tónlist Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira