Áfengislaus fjölskyldustaður 14. júní 2004 00:01 Guðjón Bergmann, jógakennari og rithöfundur, skrifar um heilsu líkama og sálar. Ég var nýlega staddur í Bandaríkjunum sem er ekki í frásögur færandi nema vegna staðarins sem ég dvaldi á. Ég fór í tveggja vikna heimsókn til Yogi Shanti Desai sem hefur margoft sótt Ísland heim. Þessi stutta grein fjallar ekki um dvöl mína hjá honum heldur frekar þann bæ sem Yogi Shanti Desai býr í. Bærinn heitir Ocean City og finnst í New Jersey en það er til annar bær með sama nafni í Maryland. Það merkilega við þennan bæ í NJ er að þar má hvergi selja áfengi. Þar er engin áfengisverslun, hvergi er selt áfengi við ströndina, á veitingastöðum eða kaffihúsum. Íbúafjöldi allt árið er um 15 þúsund en á sumrin tífaldast sá fjöldi iðulega og þar búa allt að 150 þúsund manns. Og af hverju sækir fólk í Ocean City? Vegna þess að bærinn er áfengislaus fjölskyldustaður. Ég var þar um hvítasunnuna en þá halda Bandaríkjamenn upp á Memorial Day. Þá fylltist ströndin af fjölskyldum og ég skal segja ykkur að ég hef aldrei upplifað jafn góða stemningu á neinni sólarströnd, nema þá kannski mannlausri strönd í Ástralíu. Ég myndi gjarnan vilja upplifa þessa stemningu hér á landi og spyr því: Hvaða íslenska bæjarfélag hefur hugrekki til að bjóða fjölskyldum upp á áfengislausa og áhyggjulausa umgjörð? Heilsa Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Guðjón Bergmann, jógakennari og rithöfundur, skrifar um heilsu líkama og sálar. Ég var nýlega staddur í Bandaríkjunum sem er ekki í frásögur færandi nema vegna staðarins sem ég dvaldi á. Ég fór í tveggja vikna heimsókn til Yogi Shanti Desai sem hefur margoft sótt Ísland heim. Þessi stutta grein fjallar ekki um dvöl mína hjá honum heldur frekar þann bæ sem Yogi Shanti Desai býr í. Bærinn heitir Ocean City og finnst í New Jersey en það er til annar bær með sama nafni í Maryland. Það merkilega við þennan bæ í NJ er að þar má hvergi selja áfengi. Þar er engin áfengisverslun, hvergi er selt áfengi við ströndina, á veitingastöðum eða kaffihúsum. Íbúafjöldi allt árið er um 15 þúsund en á sumrin tífaldast sá fjöldi iðulega og þar búa allt að 150 þúsund manns. Og af hverju sækir fólk í Ocean City? Vegna þess að bærinn er áfengislaus fjölskyldustaður. Ég var þar um hvítasunnuna en þá halda Bandaríkjamenn upp á Memorial Day. Þá fylltist ströndin af fjölskyldum og ég skal segja ykkur að ég hef aldrei upplifað jafn góða stemningu á neinni sólarströnd, nema þá kannski mannlausri strönd í Ástralíu. Ég myndi gjarnan vilja upplifa þessa stemningu hér á landi og spyr því: Hvaða íslenska bæjarfélag hefur hugrekki til að bjóða fjölskyldum upp á áfengislausa og áhyggjulausa umgjörð?
Heilsa Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira