Áfengislaus fjölskyldustaður 14. júní 2004 00:01 Guðjón Bergmann, jógakennari og rithöfundur, skrifar um heilsu líkama og sálar. Ég var nýlega staddur í Bandaríkjunum sem er ekki í frásögur færandi nema vegna staðarins sem ég dvaldi á. Ég fór í tveggja vikna heimsókn til Yogi Shanti Desai sem hefur margoft sótt Ísland heim. Þessi stutta grein fjallar ekki um dvöl mína hjá honum heldur frekar þann bæ sem Yogi Shanti Desai býr í. Bærinn heitir Ocean City og finnst í New Jersey en það er til annar bær með sama nafni í Maryland. Það merkilega við þennan bæ í NJ er að þar má hvergi selja áfengi. Þar er engin áfengisverslun, hvergi er selt áfengi við ströndina, á veitingastöðum eða kaffihúsum. Íbúafjöldi allt árið er um 15 þúsund en á sumrin tífaldast sá fjöldi iðulega og þar búa allt að 150 þúsund manns. Og af hverju sækir fólk í Ocean City? Vegna þess að bærinn er áfengislaus fjölskyldustaður. Ég var þar um hvítasunnuna en þá halda Bandaríkjamenn upp á Memorial Day. Þá fylltist ströndin af fjölskyldum og ég skal segja ykkur að ég hef aldrei upplifað jafn góða stemningu á neinni sólarströnd, nema þá kannski mannlausri strönd í Ástralíu. Ég myndi gjarnan vilja upplifa þessa stemningu hér á landi og spyr því: Hvaða íslenska bæjarfélag hefur hugrekki til að bjóða fjölskyldum upp á áfengislausa og áhyggjulausa umgjörð? Heilsa Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri fréttir Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Guðjón Bergmann, jógakennari og rithöfundur, skrifar um heilsu líkama og sálar. Ég var nýlega staddur í Bandaríkjunum sem er ekki í frásögur færandi nema vegna staðarins sem ég dvaldi á. Ég fór í tveggja vikna heimsókn til Yogi Shanti Desai sem hefur margoft sótt Ísland heim. Þessi stutta grein fjallar ekki um dvöl mína hjá honum heldur frekar þann bæ sem Yogi Shanti Desai býr í. Bærinn heitir Ocean City og finnst í New Jersey en það er til annar bær með sama nafni í Maryland. Það merkilega við þennan bæ í NJ er að þar má hvergi selja áfengi. Þar er engin áfengisverslun, hvergi er selt áfengi við ströndina, á veitingastöðum eða kaffihúsum. Íbúafjöldi allt árið er um 15 þúsund en á sumrin tífaldast sá fjöldi iðulega og þar búa allt að 150 þúsund manns. Og af hverju sækir fólk í Ocean City? Vegna þess að bærinn er áfengislaus fjölskyldustaður. Ég var þar um hvítasunnuna en þá halda Bandaríkjamenn upp á Memorial Day. Þá fylltist ströndin af fjölskyldum og ég skal segja ykkur að ég hef aldrei upplifað jafn góða stemningu á neinni sólarströnd, nema þá kannski mannlausri strönd í Ástralíu. Ég myndi gjarnan vilja upplifa þessa stemningu hér á landi og spyr því: Hvaða íslenska bæjarfélag hefur hugrekki til að bjóða fjölskyldum upp á áfengislausa og áhyggjulausa umgjörð?
Heilsa Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri fréttir Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira