Heilsa

Heilsa

Allt um heilsu, hreyfingu og hollan mat

Fréttamynd

Í­treka að næringarráð­leggingar fela ekki í sér boð og bönn

Landlæknisembættið ítrekar í tilkynningu að ráðleggingar embættisins um mataræði taka mið af þörfum heilbrigðra einstaklinga og fela ekki í sér boð eða bönn. Meginstef ráðlegginga þeirra sé að fólk borði fjölbreytta fæðu og sé jafnframt meðvitað um mögulega skaðsemi þess að borða óhóflega mikið af rauðu kjöti, gjörunnum matvælum og vörum sem innihalda mikið af mettaðri fitu og/eða viðbættum sykri.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Aldrei of mikið af G-víta­míni

Landssamtökin Geðhjálp ýta úr vör á morgun árlegu 30 daga geðræktarátaki sem ber heitið G vítamín. Þetta er fimmta árið í röð sem Geðhjálp stendur fyrir átakinu sem hefst alltaf á bóndadegi, fyrsta degi í þorra.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Ein­föld at­riði fyrir aukna vel­líðan í skamm­deginu

Nú þegar hátíðarhöldin og allt sem þeim fylgir eru fyrir bí er gott að byrja nýja árið á smá sjálfsást og núllstillingu. Janúar getur reynst erfiður mánuður fyrir marga og því er mikilvægt að hlúa að andlegu hliðinni og einblína á það sem veitir manni gleði og eykur vellíðan.

Lífið
Fréttamynd

Sagði engum frá nema fjöl­skyldunni

Alexandra Helga Ívarsdóttir athafnakona og eiginkona Gylfa Þórs Sigurðssonar knattspyrnumanns segist hafa fundið á sér að það væri eitthvað sem hún þyrfti að athuga þegar þau hjónin hugðu á barneignir. Alexandra segir skrítið að vera tilbúin í barneignir en upplifa það svo mánuð eftir mánuð að ekkert gerist.

Lífið
Fréttamynd

Vetrarfjallamennska – öryggis­reglur

Fleiri og fleiri stunda nú fjallamennsku allt árið um kring og þar með vetrarfjallamennsku. Áður fyrr var það einkum björgunarsveitarfólk sem stundaði vetrarfjallamennsku en Ferðafélag Íslands og fleiri útivistarfélög og gönguklúbbar bjóða nú upp á dagskrá gönguferða yfir veturinn. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands skrifar hér um öryggi á fjöllum.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Snýst ekki bara um að vera með flottan rass

Að vera með flottan rass snýst ekki bara um útlit. Sérfræðingur í hreyfingu og líkamsbeitingu hvetur fólk til þess að virkja rassvöðvana. Vanvirkir rassvöðvar hafi víðtæk áhrif á stoðkerfið, hreyfigetu og andlega heilsu.

Lífið
Fréttamynd

„Ég borða allt nema lík og líkams­vessa“

„Ég borða allt nema lík og líkamsvessa,“ segir Rósa Líf Darradóttir læknir og vegan aðgerðasinni. Hún stóð í stafni vitundavakningar í desember undir yfirskriftinni „Það á enginn að vera hryggur um jólin.“

Lífið
Fréttamynd

Fjöl­breyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár

Janúar er mánuður markmiða hjá ótal mörgum og líkamsræktarstöðvar yfirfyllast á fyrstu dögum ársins. Þó getur reynst þrautinni þyngri að viðhalda markmiðum eða ásetningi fyrir árið. Sömuleiðis hentar markmiðasetning ekki öllum en Lífið á Vísi ræddi við nokkra einstaklinga um það hvernig þeim finnst best að byrja árið.

Lífið
Fréttamynd

Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt

Jovana Pavlovic mannfræðingur hefur sagt skilið við samfélagsmiðla fyrir fullt og allt. Hún segir miðlana hafa haft neikvæð áhrif á andlega heilsu hennar og að þeir hafi verið farnir að hafa einum of mótandi áhrif á samskipti hennar við aðra. Hún segist finna fyrir miklum fráhvarfseinkennum.

Lífið
Fréttamynd

Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann

Á veturna kjósa margir að nota feit rakakrem þar sem kuldi, þurrt loft og miskunnarlausir vindar hafa gjarnan mikil áhrif á húðina. Skíðatímabilið er rétt að hefjast og fyrir þá sem stunda íþróttina er mikilvægt að vernda húðina enn betur.

Lífið
Fréttamynd

Heitustu trendin árið 2025

Nú er splunkunýtt ár gengið í garð og nýju ári fylgja óumflýjanlega ný trend sem sækja þó mörg hver innblástur til fortíðar. Það er engum skylt að fylgja tískubylgjum og eflaust forðast einhverjir þær eins og heitan eldinn en þó getur verið skemmtilegt að vera með puttann á púlsinum á því sem slær í gegn. Lífið á Vísi ræddi við fjölbreyttan hóp sérfræðinga um heitustu trendin á margvíslegum sviðum.

Lífið
Fréttamynd

Út­sýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu

Íbúi í Smyrilshlíð í Hlíðarendahverfi hefur miklar áhyggjur af fyrirhuguðu fimm hæða húsi nokkrum metrum frá íbúð hennar. Íbúð sem áður var auglýst sem útsýnisíbúð verði án sólarljóss allan ársins hring breyti borgin ekki áformum.

Innlent
Fréttamynd

Kraft­mikill grænn safi fyrir öfluga húð

Janúar mánuður er vel á veg kominn og eflaust margir að leggja sig alla fram við hollustu og heilbrigði þessar fyrstu vikur ársins. Heilsukokkurinn og jógagyðjan Jana er þekkt fyrir girnilegar og ofurhollar uppskriftir en hún útbjó sérstakan grænan safa í samvinnu við húðvörumerkið Bioeffect sem á að hafa öflug áhrif á húðina.

Uppskriftir