Bæklingur um mikilvægi hreyfingar 15. júní 2004 00:01 Hjartavernd gaf nýverið út bæklinginn "Hreyfðu þig fyrir hjartað". Í honum er fjallað um mikilvægi daglegrar hreyfingar fyrir hjartað og hvernig hún stuðlar að jákvæðri blóðfitu og heldur líkamsþyngd í lágmarki auk þess sem hún eykur þol og almenna vellíðan. Þá eru gefin góð ráð varðandi reglulega þjálfun eins og það að halda svokallaða "hreyfidagbók". Ástrós Sverrisdóttir, fræðslufulltrúi Hjartaverndar, segir tilganginn með útgáfu bæklingsins vera fyrst og fremst þann að koma þeirri fræðslu til almennings hve dagleg hreyfing sé mikilvæg fyrir heilbrigt hjarta. "Eins og kemur fram í bæklingnum er hreyfing í hálftíma á dag það sem þarf. Mikilvægt er að byrja hægt og rólega og á öftustu síðu eru gefin góð ráð eins og varðandi hreyfidagbók þar sem fólk skráir niður hvað það hreyfir sig mikið á hverjum degi. Þannig gæti dagbókin hjálpað fólki að láta hreyfingu verða part af lífstílnum," segir hún. Bæklingurinn er númer sex í röðinni af þeim sem samtökin hafa gefið út síðan árið 2000. Upplýsingarnar í þeim eru byggðar á niðurstöðum og rannsóknum samtakanna og því mjög ábyggilegar. "Við höfum tekið fyrir hvern og einn áhættuþátt og eru bæklingarnir alls orðnir sex talsins. Mikil eftirspurn er eftir þeim því allir hafa þeir verið endurprentaðir. Bæklingunum er dreift mjög markvisst til heilsugæslustöðva, heilbrigðisstarfsmanna, bókasafna og fjölmiðla. Einnig fær fólk sem kemur í áhættumat til Hjartaverndar afhentan viðeigandi bækling," segir Ástrós. Heilsa Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Hjartavernd gaf nýverið út bæklinginn "Hreyfðu þig fyrir hjartað". Í honum er fjallað um mikilvægi daglegrar hreyfingar fyrir hjartað og hvernig hún stuðlar að jákvæðri blóðfitu og heldur líkamsþyngd í lágmarki auk þess sem hún eykur þol og almenna vellíðan. Þá eru gefin góð ráð varðandi reglulega þjálfun eins og það að halda svokallaða "hreyfidagbók". Ástrós Sverrisdóttir, fræðslufulltrúi Hjartaverndar, segir tilganginn með útgáfu bæklingsins vera fyrst og fremst þann að koma þeirri fræðslu til almennings hve dagleg hreyfing sé mikilvæg fyrir heilbrigt hjarta. "Eins og kemur fram í bæklingnum er hreyfing í hálftíma á dag það sem þarf. Mikilvægt er að byrja hægt og rólega og á öftustu síðu eru gefin góð ráð eins og varðandi hreyfidagbók þar sem fólk skráir niður hvað það hreyfir sig mikið á hverjum degi. Þannig gæti dagbókin hjálpað fólki að láta hreyfingu verða part af lífstílnum," segir hún. Bæklingurinn er númer sex í röðinni af þeim sem samtökin hafa gefið út síðan árið 2000. Upplýsingarnar í þeim eru byggðar á niðurstöðum og rannsóknum samtakanna og því mjög ábyggilegar. "Við höfum tekið fyrir hvern og einn áhættuþátt og eru bæklingarnir alls orðnir sex talsins. Mikil eftirspurn er eftir þeim því allir hafa þeir verið endurprentaðir. Bæklingunum er dreift mjög markvisst til heilsugæslustöðva, heilbrigðisstarfsmanna, bókasafna og fjölmiðla. Einnig fær fólk sem kemur í áhættumat til Hjartaverndar afhentan viðeigandi bækling," segir Ástrós.
Heilsa Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira