Ævintýri líkast 15. júní 2004 00:01 Smári Jósepsson fjallar um hljómsveitina Shai Hulud Ég fagnaði gríðarlega þegar ég heyrði að Shai Hulud ætlaði að heiðra okkur Íslendinga með návist sinni á 17.júní. Það var fyrir tveimur árum að Shai Hulud varð á vegi mínum á tónlistarhátíð í Fargo í Bandaríkjunum. Félagi minn hafði lengi haft á orði hversu öflugt band væri hér á ferð en það eitt og sér hafði ekki verið nægileg sannfæring fyrir mig. Ég átti þó eftir að sannfærast svo um munaði. Tónleikar Shai Hulud voru með kraftmesta móti, orkan í sviðframkomu sveitarinnar var með ólíkindum. That Within Blood Ill-Tempered er fjórða breiðskífa Shai Hulud og heldur hljómsveitin uppteknum hætti frá fyrri verkum. Orð mega sín lítils þegar lýsa skal tónlistinni, mæli frekar með að fólk leyfi sér þessa upplifun. Sviptingarnar eru slíkar að maður stendur á öndinni. Hljómsveitin keyrir upp kraftinn milli þess að fara úr ljúfum laglínum í öflug niðurföll. Taktbreytingarnar eru einnig mjög áhugaverðar og fannst mér þær sérstaklega tilkomumiklar í laginu Whether To Cry Or Destroy. Ofan á þetta allt saman fer söngvarinn, Geert Van Der Velde, á kostum þar sem hann syngur beitta texta sem leiða hugann í margar áttir. Oft hafa aðrar hljómsveitir þreytt sams konar stíl og útkoman oftar en ekki orðið frekar grautkennd. Shai Hulud nær hins vegar að bjóða upp á breiða flóru í lagasmíðum sínum án þess að þreyta hlustandann, eitthvað sem er greinilega ekki á allra færi. Tónlist Shai Hulud er ævintýri líkast. Tónlist Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Smári Jósepsson fjallar um hljómsveitina Shai Hulud Ég fagnaði gríðarlega þegar ég heyrði að Shai Hulud ætlaði að heiðra okkur Íslendinga með návist sinni á 17.júní. Það var fyrir tveimur árum að Shai Hulud varð á vegi mínum á tónlistarhátíð í Fargo í Bandaríkjunum. Félagi minn hafði lengi haft á orði hversu öflugt band væri hér á ferð en það eitt og sér hafði ekki verið nægileg sannfæring fyrir mig. Ég átti þó eftir að sannfærast svo um munaði. Tónleikar Shai Hulud voru með kraftmesta móti, orkan í sviðframkomu sveitarinnar var með ólíkindum. That Within Blood Ill-Tempered er fjórða breiðskífa Shai Hulud og heldur hljómsveitin uppteknum hætti frá fyrri verkum. Orð mega sín lítils þegar lýsa skal tónlistinni, mæli frekar með að fólk leyfi sér þessa upplifun. Sviptingarnar eru slíkar að maður stendur á öndinni. Hljómsveitin keyrir upp kraftinn milli þess að fara úr ljúfum laglínum í öflug niðurföll. Taktbreytingarnar eru einnig mjög áhugaverðar og fannst mér þær sérstaklega tilkomumiklar í laginu Whether To Cry Or Destroy. Ofan á þetta allt saman fer söngvarinn, Geert Van Der Velde, á kostum þar sem hann syngur beitta texta sem leiða hugann í margar áttir. Oft hafa aðrar hljómsveitir þreytt sams konar stíl og útkoman oftar en ekki orðið frekar grautkennd. Shai Hulud nær hins vegar að bjóða upp á breiða flóru í lagasmíðum sínum án þess að þreyta hlustandann, eitthvað sem er greinilega ekki á allra færi. Tónlist Shai Hulud er ævintýri líkast.
Tónlist Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira