Gott að stinga í kjúklinginn 18. júní 2004 00:01 Það vefst fyrir mörgum hvernig eigi að grilla kjúkling svo vel sé. Oft er erfitt að átta sig á hvenær kjúklingurinn er nægilega grillaður og því er hann gjarnan tekinn af grillinu og skorið í hann upp við beinið til að kíkja. Aftur á móti getur sú aðferð verið leiðinleg því oft hefur fók sest til borðs og er tilbúið að borða þegar í ljós kemur að kjúklingurinn er ekki til. Fyrst er mikilvægt að hafa í huga við meðferð á kjúklingi að gæta skal fyllsta hreinlætis og blóðvökvi úr kjötinu má alls ekki komast í snertingu við önnur fersk matvæli. Ágætt er að skera kjúklinginn í tvennt áður en hann er settur á grillið en ef hann er grillaður í heilu lagi er gott að snúa honum reglulega. Best er að byrja á því að brúna hann á grillinu og snúa vel á meðan og færa hann svo ofar í grillið, loka því og láta kjúklinginn eldast þar í hálftíma eða svo. Til að vera viss um að hann sé til er gott að stinga í hann kjötmæli sem segir til um hitastigið á kjötinu. Á kjötmælinum er að finna merkingar sem segja til um hversu hátt hitastigið á að vera á kjúklingnum þegar hann er tilbúinn og er þetta ágæt aðferð og áreiðanleg sem tekur af allan vafa. Til eru margar gerðir af kjötmælum og gott er að fá mæli sem þarf ekki að vera í kjötinu á meðan það er eldað. Ef kjötmælir er ekki við hendina er hægt að að taka kjúklinginn af grillinu og setja hann á hvítan disk, stinga svo í hann með gafli og skoða vökvann sem lekur út. Ef hann er glær er kjúklingurinn tilbúinn en ef hann er rauður eða bleikur á hann að vera lengur á grillinu. Mjög mikilvægt er að kjúklingurinn sé búinn að hitna og eldast alveg að beini til að drepa allar óæskilegar bakteríur. Matur Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Það vefst fyrir mörgum hvernig eigi að grilla kjúkling svo vel sé. Oft er erfitt að átta sig á hvenær kjúklingurinn er nægilega grillaður og því er hann gjarnan tekinn af grillinu og skorið í hann upp við beinið til að kíkja. Aftur á móti getur sú aðferð verið leiðinleg því oft hefur fók sest til borðs og er tilbúið að borða þegar í ljós kemur að kjúklingurinn er ekki til. Fyrst er mikilvægt að hafa í huga við meðferð á kjúklingi að gæta skal fyllsta hreinlætis og blóðvökvi úr kjötinu má alls ekki komast í snertingu við önnur fersk matvæli. Ágætt er að skera kjúklinginn í tvennt áður en hann er settur á grillið en ef hann er grillaður í heilu lagi er gott að snúa honum reglulega. Best er að byrja á því að brúna hann á grillinu og snúa vel á meðan og færa hann svo ofar í grillið, loka því og láta kjúklinginn eldast þar í hálftíma eða svo. Til að vera viss um að hann sé til er gott að stinga í hann kjötmæli sem segir til um hitastigið á kjötinu. Á kjötmælinum er að finna merkingar sem segja til um hversu hátt hitastigið á að vera á kjúklingnum þegar hann er tilbúinn og er þetta ágæt aðferð og áreiðanleg sem tekur af allan vafa. Til eru margar gerðir af kjötmælum og gott er að fá mæli sem þarf ekki að vera í kjötinu á meðan það er eldað. Ef kjötmælir er ekki við hendina er hægt að að taka kjúklinginn af grillinu og setja hann á hvítan disk, stinga svo í hann með gafli og skoða vökvann sem lekur út. Ef hann er glær er kjúklingurinn tilbúinn en ef hann er rauður eða bleikur á hann að vera lengur á grillinu. Mjög mikilvægt er að kjúklingurinn sé búinn að hitna og eldast alveg að beini til að drepa allar óæskilegar bakteríur.
Matur Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira