Viðskipti innlent

Þýskur banki aðili að Kauphöllinni

Stjórn Kauphallar Íslands hefur samþykkt aðild Deutsche Bank AG London að Kauphöllinni. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, segir þetta mikilsverðan áfanga fyrir íslenska markaðinn. Aðilar að Kauphöll Íslands eru tuttugu, þar af tveir erlendir með tilkomu Deutsche Bank AG London. Umsókn bankans kom í kjölfar þátttöku hans í útgáfu nýrra íbúðalána, sem Íbúðalánasjóður mun gefa út frá 1. júlí næstkomandi, í stað húsnæðisbréfa. Deutsche Bank AG er nú þegar aðili að hinum NOREX-kauphöllunum, en viðskipti bankans og samskipti vegna aðildar hans munu fara fram í gegnum útibú bankans í Lundúnum. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, segir þetta mikilsverðan áfanga fyrir íslenska markaðinn. Með aðild bankans hafi skapast greiðari aðgangur að íslenska markaðnum og Kauphöllin vænti þess að þetta leiði til enn frekari viðskipta erlendra aðila með íslensk bréf.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×