Líflegar bóndarósir 25. júní 2004 00:01 Þær eru blómlegar bóndarósirnar í garðinum hans Kristjáns Vídalín Jónssonar, skrúðgarðyrkjumeistara þar sem þær standa útsprungnar í góðu skjóli sunnan við hús hans í Barmahlíðinni. Liturinn djúpur og hreinn, hvort sem um er að ræða bleikar, rauðar eða dökkrauðar. Kristján á mörg afbrigði því alls lumar hann á 26 bóndarósum en þær eru mislangt á veg komnar í blómguninni. "Ég ætlaði bara að eiga þrjú stykki, rauða, bleika og hvíta en fékk aldrei þá hvítu því þær reyndust alltaf rauðar eða bleikar þegar þær sprungu út. Eina fékk ég í vor sem ég taldi vera hvíta en hún hefur misfarist í kuldanum í maí," segir Kristján. Hann segir rósirnar stundum hafa verið stærri en nú og sýnir eina sem hann kallar Cinesis sem nú er með tvo smáa knúbba en bar 25 blóm í fyrra. En hver er hans aðferð við ræktunina? "Hún er sú að á þurrum degi á vorin, meðan laukar rósarinnar eru enn í dvala niðri í moldinni, tek ég skrælnuðu laufin af henni frá fyrra ári og myl þau niður yfir beðið. Það er góður áburður. Geri svo um fimm sentimetra djúpa rás kringum hverja rós og helli þörungamjöli í hana því það er næringaráburður en ekki köfnunarefni. Þetta tel ég vera lykilinn að þessum tæra lit blómanna," svarar Kristján. Hann kveðst hafa svipaðan hátt á við aðra hluta garðsins. Þar hefur ekki komið korn af tilbúnum áburði í tíu ár heldur einungis fölnuðu laufin sem mulin eru niður þannig að úr verður stöðug hringrás. Grasbalann slær hann að minnsta kosti á fimm daga fresti og lætur afraksturinn ganga ofan í svörðinn. Þannig elur hann ánamaðkana sem aftur launa fyrir sig með mosalausri grasrót. "Maðkarnir eru mínir vinnukallar, þeir hleypa súrefninu inn í moldina," segir meistarinn að lokum. gun@frettabladid.is Hús og heimili Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Aron Can og Erna elska eldhúsbúrið Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira
Þær eru blómlegar bóndarósirnar í garðinum hans Kristjáns Vídalín Jónssonar, skrúðgarðyrkjumeistara þar sem þær standa útsprungnar í góðu skjóli sunnan við hús hans í Barmahlíðinni. Liturinn djúpur og hreinn, hvort sem um er að ræða bleikar, rauðar eða dökkrauðar. Kristján á mörg afbrigði því alls lumar hann á 26 bóndarósum en þær eru mislangt á veg komnar í blómguninni. "Ég ætlaði bara að eiga þrjú stykki, rauða, bleika og hvíta en fékk aldrei þá hvítu því þær reyndust alltaf rauðar eða bleikar þegar þær sprungu út. Eina fékk ég í vor sem ég taldi vera hvíta en hún hefur misfarist í kuldanum í maí," segir Kristján. Hann segir rósirnar stundum hafa verið stærri en nú og sýnir eina sem hann kallar Cinesis sem nú er með tvo smáa knúbba en bar 25 blóm í fyrra. En hver er hans aðferð við ræktunina? "Hún er sú að á þurrum degi á vorin, meðan laukar rósarinnar eru enn í dvala niðri í moldinni, tek ég skrælnuðu laufin af henni frá fyrra ári og myl þau niður yfir beðið. Það er góður áburður. Geri svo um fimm sentimetra djúpa rás kringum hverja rós og helli þörungamjöli í hana því það er næringaráburður en ekki köfnunarefni. Þetta tel ég vera lykilinn að þessum tæra lit blómanna," svarar Kristján. Hann kveðst hafa svipaðan hátt á við aðra hluta garðsins. Þar hefur ekki komið korn af tilbúnum áburði í tíu ár heldur einungis fölnuðu laufin sem mulin eru niður þannig að úr verður stöðug hringrás. Grasbalann slær hann að minnsta kosti á fimm daga fresti og lætur afraksturinn ganga ofan í svörðinn. Þannig elur hann ánamaðkana sem aftur launa fyrir sig með mosalausri grasrót. "Maðkarnir eru mínir vinnukallar, þeir hleypa súrefninu inn í moldina," segir meistarinn að lokum. gun@frettabladid.is
Hús og heimili Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Aron Can og Erna elska eldhúsbúrið Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira