Frambjóðendur á kjörstað 26. júní 2004 00:01 Forsetakosningar fara fram á Íslandi í dag, í sjötta sinn í sögu lýðveldisins. Þótt allar líkur séu á því að Ólafur Ragnar Grímsson verði endurkjörinn með meirihluta atkvæða verður horft til þess hversu margir kjósendur munu nota tækifærið til að lýsa andstöðu sinni við hann. Ólafur Ragnar Grímsson kom sjálfur akandi að Álftanesskóla um hálftólfleytið í morgun og var einn á ferð. Hann hefur verið forseti Íslands í átta ár og benda kannanir eindregið til þess að hann verði nú endurkjörinn þriðja kjörtímabilið í röð. Aðeins einu sinni áður hefur verið boðið fram gegn sitjandi forseta, það var gegn Vigdísi Finnbogadóttur árið 1988 en nú eru tveir í framboði gegn Ólafi. Kosningarnar nú fara auk þess fram aðeins 24 dögum eftir Ólafur synjaði lögum staðfestingar en það var í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins sem forseti beitti því stjórnarskrárákvæði. Margir munu eflaust líta á niðurstöður kosninganna í dag sem mælikvarða á afstöðu kjósenda til þeirrar umdeildu ákvörðunar hans. Sérstaklega verður horft til þess hve stór hluti kjósenda muni senda skilaboð sem túlkuð verði sem mótmæli gegn Ólafi Ragnari. Athygli vakti að við komuna á kjörstað sýndi forsetinn persónuskilríki þótt enginn efaðist um hver þarna væri á ferð. Hann dvaldi örstutta stund í kjörklefanum, innan við tíu sekúndur, áður en hann skilaði kjörseðlinum í kjörkassann. Kjörstaðir verða opnir til klukkan tíu í kvöld og örfáum mínútum síðar verða fyrstu tölur birtar. Ólafur sagðist ekki óttast áhugaleysi, honum hefði fundið vera töluverður áhugi á kosningunum og að umræður hefðu verið miklar en koma þyrfti í ljós hver kjörsóknin yrði. . Hann hefði hvatt fólk til að kjósa en ljóst væri að kjörsókn hefði farið minnkandi á Íslandi og nágrannalöndum. Hann vonaði þó að landsmenn notuðu daginn vel. Ástþór Magnússon var brattur að vanda þegar hann mætti til þess að kjósa, og lét ekki leiðinlegar tölur úr skoðanakönnunum hafa áhrif á sig. Og hann var ekki í vafa um hvað verður hans fyrsta verk, ef hann fer með sigur af hólmi. Hann sagðist mundu svara kalli barna í Palestínu og það yrði hans fyrsta verk að fara þangað. Baldur Ágústsson mætti í Laugardalshöllina, til þess að kjósa, ásamt eiginkonu sinni Jean Plummer. Þótt við vitum ekki hversu margir þeirra sem voru þá í höllinni kusu Baldur, var þeim hjónum hlýlega tekið, og menn brostu til þeirra og kinkuðu kolli. Eins og Ástþór, var Baldur viss um hvað yrði hans fyrsta verk, í embætti. Hann sagði sitt fyrsta verk yrði að kalla saman fólk sem vinnur gegn fíkniefnamálum til að reyna að koma því máli á skrið. Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Forsetakosningar fara fram á Íslandi í dag, í sjötta sinn í sögu lýðveldisins. Þótt allar líkur séu á því að Ólafur Ragnar Grímsson verði endurkjörinn með meirihluta atkvæða verður horft til þess hversu margir kjósendur munu nota tækifærið til að lýsa andstöðu sinni við hann. Ólafur Ragnar Grímsson kom sjálfur akandi að Álftanesskóla um hálftólfleytið í morgun og var einn á ferð. Hann hefur verið forseti Íslands í átta ár og benda kannanir eindregið til þess að hann verði nú endurkjörinn þriðja kjörtímabilið í röð. Aðeins einu sinni áður hefur verið boðið fram gegn sitjandi forseta, það var gegn Vigdísi Finnbogadóttur árið 1988 en nú eru tveir í framboði gegn Ólafi. Kosningarnar nú fara auk þess fram aðeins 24 dögum eftir Ólafur synjaði lögum staðfestingar en það var í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins sem forseti beitti því stjórnarskrárákvæði. Margir munu eflaust líta á niðurstöður kosninganna í dag sem mælikvarða á afstöðu kjósenda til þeirrar umdeildu ákvörðunar hans. Sérstaklega verður horft til þess hve stór hluti kjósenda muni senda skilaboð sem túlkuð verði sem mótmæli gegn Ólafi Ragnari. Athygli vakti að við komuna á kjörstað sýndi forsetinn persónuskilríki þótt enginn efaðist um hver þarna væri á ferð. Hann dvaldi örstutta stund í kjörklefanum, innan við tíu sekúndur, áður en hann skilaði kjörseðlinum í kjörkassann. Kjörstaðir verða opnir til klukkan tíu í kvöld og örfáum mínútum síðar verða fyrstu tölur birtar. Ólafur sagðist ekki óttast áhugaleysi, honum hefði fundið vera töluverður áhugi á kosningunum og að umræður hefðu verið miklar en koma þyrfti í ljós hver kjörsóknin yrði. . Hann hefði hvatt fólk til að kjósa en ljóst væri að kjörsókn hefði farið minnkandi á Íslandi og nágrannalöndum. Hann vonaði þó að landsmenn notuðu daginn vel. Ástþór Magnússon var brattur að vanda þegar hann mætti til þess að kjósa, og lét ekki leiðinlegar tölur úr skoðanakönnunum hafa áhrif á sig. Og hann var ekki í vafa um hvað verður hans fyrsta verk, ef hann fer með sigur af hólmi. Hann sagðist mundu svara kalli barna í Palestínu og það yrði hans fyrsta verk að fara þangað. Baldur Ágústsson mætti í Laugardalshöllina, til þess að kjósa, ásamt eiginkonu sinni Jean Plummer. Þótt við vitum ekki hversu margir þeirra sem voru þá í höllinni kusu Baldur, var þeim hjónum hlýlega tekið, og menn brostu til þeirra og kinkuðu kolli. Eins og Ástþór, var Baldur viss um hvað yrði hans fyrsta verk, í embætti. Hann sagði sitt fyrsta verk yrði að kalla saman fólk sem vinnur gegn fíkniefnamálum til að reyna að koma því máli á skrið.
Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent