Töffari á villigötum 28. júní 2004 00:01 Þeir félagar David Twohy, leikstjóri, og Vin Diesel hafa greinilega látið ofmetnaðinn hlaupa með sig í gönur eftir velgegni geimhrollsins Pitch Black. Sú einfalda og ódýra mynd var ágætisskemmtun og Diesel fékk að láta ljós sitt skýna sem ofurtöffari. Það var því að sjálfsögðu hlaupið til og gert framhald en þrátt fyrir mikinn íburð og helling af milljónum dollara er The Chronicles of Riddick hvorfki fugl né fiskur. Handritið er ein sú þvældasta og flóknasta loðmulla sem komið hefur frá Hollywood í háa herrans tíð og þá er nú mikið sagt. Hringlandinn með söguþráðinn kemur í veg fyrir að nokkur spenna myndist og bardagaatriðin eru of fá og þá loksins að eithvað gerist vantar allan slagkraft í átökin. Morðingin og útlaginn Riddick kemst hér að því að hann er sá eini sem getur bjargað alheiminum frá leiðinda kynstofni sem fer um með ofbeldi og beygir alla undir morkin trúarbrögð sín. Hetjum veitir yfirleitt ekkert af heilli bíómynd til þess að redda svona málum en Riddick er samt sendur á eitthvert leiðinda flakk áður en hann snýr sér að aðal vonduköllunum og loksins þegar það kemur að uppgjörinu dæmigerða er manni orðið slétt sama um allt, maður vill bara komast út úr salnum og drífa sig út á leigu og ná í Ptich Black til að sannfæra sig um að persóna Riddicks hafi einu sinni verið töff. Hér hafa menn greinilega ætlað að sleppa ódýrt frá öllu saman og veðjað á að það væri nóg að láta Diesel hnykla ofvaxna vöðvanna og sprengja eitthvað í loft upp. Það þarf bara svo miklu, miklu meira til að gera góða hasarmynd. The Cronicles of Riddick Leikstjóri: David Twohy Aðalhlutverk: Vin Diesel, Colm Feore, Thandie Newton Þórarinn Þórarinsson Bíó og sjónvarp Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Þeir félagar David Twohy, leikstjóri, og Vin Diesel hafa greinilega látið ofmetnaðinn hlaupa með sig í gönur eftir velgegni geimhrollsins Pitch Black. Sú einfalda og ódýra mynd var ágætisskemmtun og Diesel fékk að láta ljós sitt skýna sem ofurtöffari. Það var því að sjálfsögðu hlaupið til og gert framhald en þrátt fyrir mikinn íburð og helling af milljónum dollara er The Chronicles of Riddick hvorfki fugl né fiskur. Handritið er ein sú þvældasta og flóknasta loðmulla sem komið hefur frá Hollywood í háa herrans tíð og þá er nú mikið sagt. Hringlandinn með söguþráðinn kemur í veg fyrir að nokkur spenna myndist og bardagaatriðin eru of fá og þá loksins að eithvað gerist vantar allan slagkraft í átökin. Morðingin og útlaginn Riddick kemst hér að því að hann er sá eini sem getur bjargað alheiminum frá leiðinda kynstofni sem fer um með ofbeldi og beygir alla undir morkin trúarbrögð sín. Hetjum veitir yfirleitt ekkert af heilli bíómynd til þess að redda svona málum en Riddick er samt sendur á eitthvert leiðinda flakk áður en hann snýr sér að aðal vonduköllunum og loksins þegar það kemur að uppgjörinu dæmigerða er manni orðið slétt sama um allt, maður vill bara komast út úr salnum og drífa sig út á leigu og ná í Ptich Black til að sannfæra sig um að persóna Riddicks hafi einu sinni verið töff. Hér hafa menn greinilega ætlað að sleppa ódýrt frá öllu saman og veðjað á að það væri nóg að láta Diesel hnykla ofvaxna vöðvanna og sprengja eitthvað í loft upp. Það þarf bara svo miklu, miklu meira til að gera góða hasarmynd. The Cronicles of Riddick Leikstjóri: David Twohy Aðalhlutverk: Vin Diesel, Colm Feore, Thandie Newton Þórarinn Þórarinsson
Bíó og sjónvarp Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira