Þegar sjónvarpið tekur völdin 29. júní 2004 00:01 Að meðaltali eyðir fólk í hinum iðnvædda heimi þremur tímum á dag í að horfa á sjónvarpið. Ætla mætti að það væri vegna þess að fólk teldi tíma sínum best varið á þennan hátt. Sú er þó ekki raunin því margir telja sjónvarpið tímaþjóf og vilja gjarnan horfa minna en þeir gera og nota tímann sinn í þarfari hluti. Við virðumst dragast að sjónvarpinu hvort sem við ætlum okkur að horfa eða ekki og eigum oft erfitt með að slíta okkur frá tækinu. Hver kannast ekki við að hafa átt í samræðum við fólk þar sem sjónvarp er í gangi en ekki staðist það að kíkja á skjáinn öðru hvoru þó svo samræðurnar séu mjög áhugaverðar. Vissulega er sjónvarpið öflugur miðill sem færir fréttir, fræðsluefni og afþreyingu og veitir fólki félagsskap og skemmtun en allt er gott í hófi. Of mikið sjónvarpsgláp getur orðið að fíkn og þegar fólk er farið að láta sjónvarpsdagskrána vera aðaltímaskipuleggjanda sinn þá ætti viðvörunarbjöllum að hringja. Rannsóknir hafa nefnilega sýnt að fólk sem horfir of mikið á sjónvarp á það til að verða þreyttara, feitara og leiðara en annað fólk, þó ekki sé ólíklegt að fólk með slík vandamál sækist í sjónvarp. Góð leið til að vita hvort tímanum sé vel varið framan við sjónvarpið er að átta sig á því hvenær áhorfandinn er að stýra þeim tíma sem fer í glápið og hvenær sjónvarpstækið ræður ferðinni. Ef þér finnst þú horfa of mikið á sjónvarp og vilt draga úr áhorfinu þá eru hér nokkur góð ráð sem vert er að fylgja: * Í stað þess að setjast niður og tékka bara á hvað er í sjónvarpinu með því hoppa á milli rása skaltu nota sjónvarpsdagskrána og velja hvað þú ætlar að horfa á. * Raðaðu þeim stöðvum saman í röð í minnið í sjónvarpstækinu sem þú vilt helst horfa á. Með því ertu að forðast að renna í gegnum þær stöðvar sem þú hefur minni áhuga á og festast í einhverju efni þar. * Ágætt er að taka upp efni sem þú vilt horfa á og nota tímann í annað á meðan upptakan rúllar. Flestir gefa sér nefnilega aldrei tíma til að horfa á það sem þeir taka upp. * Ekki hafa sjónvarpið inni í svefnherbergi þar sem það getur haldið fyrir þér vöku fram eftir nóttu og auk þess er mun skemmtilegra að nota svefnherbergið til annars en sjónvarpsgláps. * Ef þú byrjar að horfa á bíómynd sem reynist leiðinleg þá skaltu slökkva en ekki hanga yfir henni til að sjá hvernig hún endar. Endirinn er eflaust jafn óspennandi og myndin sjálf. * Ef börnin hanga of mikið yfir sjónvarpinu þá skaltu setja reglur um hversu lengi má horfa í hvert sinn og láta klukku hringja þegar tímanum lýkur. Börnin hlýða oft frekar bjöllunni en rödd þinni. Heilsa Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Að meðaltali eyðir fólk í hinum iðnvædda heimi þremur tímum á dag í að horfa á sjónvarpið. Ætla mætti að það væri vegna þess að fólk teldi tíma sínum best varið á þennan hátt. Sú er þó ekki raunin því margir telja sjónvarpið tímaþjóf og vilja gjarnan horfa minna en þeir gera og nota tímann sinn í þarfari hluti. Við virðumst dragast að sjónvarpinu hvort sem við ætlum okkur að horfa eða ekki og eigum oft erfitt með að slíta okkur frá tækinu. Hver kannast ekki við að hafa átt í samræðum við fólk þar sem sjónvarp er í gangi en ekki staðist það að kíkja á skjáinn öðru hvoru þó svo samræðurnar séu mjög áhugaverðar. Vissulega er sjónvarpið öflugur miðill sem færir fréttir, fræðsluefni og afþreyingu og veitir fólki félagsskap og skemmtun en allt er gott í hófi. Of mikið sjónvarpsgláp getur orðið að fíkn og þegar fólk er farið að láta sjónvarpsdagskrána vera aðaltímaskipuleggjanda sinn þá ætti viðvörunarbjöllum að hringja. Rannsóknir hafa nefnilega sýnt að fólk sem horfir of mikið á sjónvarp á það til að verða þreyttara, feitara og leiðara en annað fólk, þó ekki sé ólíklegt að fólk með slík vandamál sækist í sjónvarp. Góð leið til að vita hvort tímanum sé vel varið framan við sjónvarpið er að átta sig á því hvenær áhorfandinn er að stýra þeim tíma sem fer í glápið og hvenær sjónvarpstækið ræður ferðinni. Ef þér finnst þú horfa of mikið á sjónvarp og vilt draga úr áhorfinu þá eru hér nokkur góð ráð sem vert er að fylgja: * Í stað þess að setjast niður og tékka bara á hvað er í sjónvarpinu með því hoppa á milli rása skaltu nota sjónvarpsdagskrána og velja hvað þú ætlar að horfa á. * Raðaðu þeim stöðvum saman í röð í minnið í sjónvarpstækinu sem þú vilt helst horfa á. Með því ertu að forðast að renna í gegnum þær stöðvar sem þú hefur minni áhuga á og festast í einhverju efni þar. * Ágætt er að taka upp efni sem þú vilt horfa á og nota tímann í annað á meðan upptakan rúllar. Flestir gefa sér nefnilega aldrei tíma til að horfa á það sem þeir taka upp. * Ekki hafa sjónvarpið inni í svefnherbergi þar sem það getur haldið fyrir þér vöku fram eftir nóttu og auk þess er mun skemmtilegra að nota svefnherbergið til annars en sjónvarpsgláps. * Ef þú byrjar að horfa á bíómynd sem reynist leiðinleg þá skaltu slökkva en ekki hanga yfir henni til að sjá hvernig hún endar. Endirinn er eflaust jafn óspennandi og myndin sjálf. * Ef börnin hanga of mikið yfir sjónvarpinu þá skaltu setja reglur um hversu lengi má horfa í hvert sinn og láta klukku hringja þegar tímanum lýkur. Börnin hlýða oft frekar bjöllunni en rödd þinni.
Heilsa Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira