Konur hverfa við hárblástur 5. júlí 2004 00:01 "Þetta eru málverk af sex merkiskonum," segir myndlistarkonan Jóhanna Helga Þorkelsdóttir sem á föstudaginn opnaði allsérstaka sýningu í gallerí Klink og Bank. "Konurnar sem ég málaði eiga það sameiginlegt að vera afrekskonur og brautryðjendur á sínu sviði og með málverkunum birtast fróðleiksmolar um þær. Þessar konur þurftu að berjast fyrir tilverurétti sínum en flestar þeirra hurfu af spjöldum sögunnar um áratugaskeið þrátt fyrir afrekin." Konurnar hverfa einnig á sýningu Jóhönnu. "Ég bætti efnum út í málninguna sem gerir það að verkum að litirnir dofna ýmist eða hverfa þegar hiti beinist að þeim. Við hlið myndanna hanga sex hárblásarar sem áhorfendur geta beint að verkunum og þeir verða þá um leið gerendur að hvarfi þessara kvenna." Með þessu vill Jóhanna benda á ábyrgðina sem allir hafa á því að halda á lofti nöfnum merkiskvenna. "Það er mjög auðveldlega hægt að þurrka þessar konur út og blása þeim burt," segir Jóhanna, "...og margar þeirra væru öllum gleymdar ef kvenréttindakonur síðari tíma hefðu ekki grafið þær upp." En þó að áhorfendur geti blásið í burtu málverk Jóhönnu birtast konurnar aftur. "Þetta eru kjarnakonur og styrkur þeirra og meðvitund fólks í samfélaginu hjálpar þeim að birtast aftur, bæði í sögunni og á málverkunum." Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
"Þetta eru málverk af sex merkiskonum," segir myndlistarkonan Jóhanna Helga Þorkelsdóttir sem á föstudaginn opnaði allsérstaka sýningu í gallerí Klink og Bank. "Konurnar sem ég málaði eiga það sameiginlegt að vera afrekskonur og brautryðjendur á sínu sviði og með málverkunum birtast fróðleiksmolar um þær. Þessar konur þurftu að berjast fyrir tilverurétti sínum en flestar þeirra hurfu af spjöldum sögunnar um áratugaskeið þrátt fyrir afrekin." Konurnar hverfa einnig á sýningu Jóhönnu. "Ég bætti efnum út í málninguna sem gerir það að verkum að litirnir dofna ýmist eða hverfa þegar hiti beinist að þeim. Við hlið myndanna hanga sex hárblásarar sem áhorfendur geta beint að verkunum og þeir verða þá um leið gerendur að hvarfi þessara kvenna." Með þessu vill Jóhanna benda á ábyrgðina sem allir hafa á því að halda á lofti nöfnum merkiskvenna. "Það er mjög auðveldlega hægt að þurrka þessar konur út og blása þeim burt," segir Jóhanna, "...og margar þeirra væru öllum gleymdar ef kvenréttindakonur síðari tíma hefðu ekki grafið þær upp." En þó að áhorfendur geti blásið í burtu málverk Jóhönnu birtast konurnar aftur. "Þetta eru kjarnakonur og styrkur þeirra og meðvitund fólks í samfélaginu hjálpar þeim að birtast aftur, bæði í sögunni og á málverkunum."
Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira