Viðskipti innlent

Sæplast gerir stóran samning

Sæplast hefur gert einn stærsta sölusamning sinn til þessa við þýskt fiskvinnslufyrirtæki. Euro-Baltic Fischverarbeitungs á þýsku eyjunni Rügen í Eystrasalti, hefur gert samning um kaup á 3.000 kerum, sem verða framleidd í verksmiðju Sæplasts á Dalvík. Um er að ræða ker sem eru sérstaklega styrkt og í þau eru steyptar tölvuflögur sem notaðar eru til að stýra flæði keranna í verksmiðjunni. Síldarflökunarverksmiðja Euro-Baltic, er ein sú stærsta og fullkomnasta í heiminum á þessu sviði og byggir á róbótum, færiböndum og öllum nýjasta búnaði til fiskvinnslu. Framleiðsla keranna er hafin í verksmiðjunni á Dalvík og verða þau afhent á næstu mánuðum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×