Brella eða ekki brella 5. júlí 2004 00:01 Björn Bjarnason dómsmálaráðherra kallaði það brellu fyrir mánuði að afturkalla fjölmiðlalögin og sagði að sú skylda hvíldi á ríkisstjórninni að efna til þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Forystumenn Framsóknarflokksins aftóku einnig fyrir helgi að hætt yrði við atkvæðagreiðsluna. Daginn eftir að forseti Íslands hafði synjað fjölmiðlalögunum staðfestingar sagði Björn Bjarnason þetta á heimasíðu sinni: "...er ljóst, að sú skylda hvílir á okkur ráðherrum að framfylgja ákvæðum stjórnarskrárinnar og efna eins fljótt og kostur er til þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég sé, að vísu, að Sigurður Líndal, fyrrverandi prófessor, sem helst hefur lagt sig fram um að lýsa yfir persónulegu valdi forseta til að skjóta málum til þjóðarinnar, lætur nú eins og alþingi geti bara breytt lögunum og þannig komist hjá því, að þjóðin segi álit sitt á þeim. Ef slíkum brellum yrði beitt, er ég hræddur um, að einvers staðar mundi heyrast hljóð úr horni,..." sagði Björn Bjarnason þann 3. júní. Þegar Guðni Ágústsson var spurður í síðustu viku um þessa hugmynd svaraði hann því svo að þó að mörgum hefði dottið í hug að spyrja hvort fara ætti út í þann kostnað sem fylgir þjóðaratkvæðagreiðslu teldi hann rétt að málið gengi fram og þjóðin fengi að fjalla um það þó það væri flókið. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, var einnig spurður um þessa leið fyrir helgi. Þá sagði hann málið verða að ganga sinn gang eins og til þess hefði verið stofnað. Fram að helginni var sú leið sem Björn Bjarnason kallaði brellu ekki í myndinni hjá ráðherrum. Í gærkvöldi var hún hins vegar orðin að ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra kallaði það brellu fyrir mánuði að afturkalla fjölmiðlalögin og sagði að sú skylda hvíldi á ríkisstjórninni að efna til þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Forystumenn Framsóknarflokksins aftóku einnig fyrir helgi að hætt yrði við atkvæðagreiðsluna. Daginn eftir að forseti Íslands hafði synjað fjölmiðlalögunum staðfestingar sagði Björn Bjarnason þetta á heimasíðu sinni: "...er ljóst, að sú skylda hvílir á okkur ráðherrum að framfylgja ákvæðum stjórnarskrárinnar og efna eins fljótt og kostur er til þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég sé, að vísu, að Sigurður Líndal, fyrrverandi prófessor, sem helst hefur lagt sig fram um að lýsa yfir persónulegu valdi forseta til að skjóta málum til þjóðarinnar, lætur nú eins og alþingi geti bara breytt lögunum og þannig komist hjá því, að þjóðin segi álit sitt á þeim. Ef slíkum brellum yrði beitt, er ég hræddur um, að einvers staðar mundi heyrast hljóð úr horni,..." sagði Björn Bjarnason þann 3. júní. Þegar Guðni Ágústsson var spurður í síðustu viku um þessa hugmynd svaraði hann því svo að þó að mörgum hefði dottið í hug að spyrja hvort fara ætti út í þann kostnað sem fylgir þjóðaratkvæðagreiðslu teldi hann rétt að málið gengi fram og þjóðin fengi að fjalla um það þó það væri flókið. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, var einnig spurður um þessa leið fyrir helgi. Þá sagði hann málið verða að ganga sinn gang eins og til þess hefði verið stofnað. Fram að helginni var sú leið sem Björn Bjarnason kallaði brellu ekki í myndinni hjá ráðherrum. Í gærkvöldi var hún hins vegar orðin að ákvörðun ríkisstjórnarinnar.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira