Grafarþögn í ellefta sæti 9. júlí 2004 00:01 Sakamálasagan Grafarþögn eftir Arnald Indriðason kom út í Svíþjóð fyrir mánuði og trónir nú í 11. sæti sænska metsölulistans. Mýrin er í 20. sæti kiljulistans en hún var gefin út innbundin í fyrrahaust og kom út í kilju nú í vor. Báðar þessar bækur hafa fengið Glerlykilinn, Norrænu glæpasagnaverðlaunin, og Mýrin var tilnefnd sem besta þýdda glæpasagan í Svíþjóð árið 2003. Sænskir fjölmiðlar hafa keppst við að lofa Grafarþögn eftir að hún kom út. Gagnrýnandi Tidningen, Leif Åhman, segir að besti glæpasagnahöfundur Norðurlanda sé nú Íslendingur og á þar við Arnald. Hann segir jafnframt að bókin sé mjög spennandi og erfitt sé að leggja hana frá sér frá fyrstu setningu. Gagnrýnandi Bokus Therese Johansson, segir að Arnaldur sé "meistari í að skapa sálfræðilega spennu og persónulýsingar; í Grafarþögn er hann á algjörum heimavelli því bókin er allt í senn, æðisleg, sorgleg og taugatrekkjandi. Betri glæpasögur finnast ekki." Bodil Juggas í Arbeterbladed segir að það sé engin spurning að Arnaldur hafi verið vel að Glerlyklinum kominn fyrir Grafarþögn sem hann segir standa "fyllilega undir kjöri sem besta norræna glæpasagan, frásögn Arnaldar er bæði spennandi, grípandi og áleitin." Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Fyrsta háhælahlaup Íslandssögunnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Sakamálasagan Grafarþögn eftir Arnald Indriðason kom út í Svíþjóð fyrir mánuði og trónir nú í 11. sæti sænska metsölulistans. Mýrin er í 20. sæti kiljulistans en hún var gefin út innbundin í fyrrahaust og kom út í kilju nú í vor. Báðar þessar bækur hafa fengið Glerlykilinn, Norrænu glæpasagnaverðlaunin, og Mýrin var tilnefnd sem besta þýdda glæpasagan í Svíþjóð árið 2003. Sænskir fjölmiðlar hafa keppst við að lofa Grafarþögn eftir að hún kom út. Gagnrýnandi Tidningen, Leif Åhman, segir að besti glæpasagnahöfundur Norðurlanda sé nú Íslendingur og á þar við Arnald. Hann segir jafnframt að bókin sé mjög spennandi og erfitt sé að leggja hana frá sér frá fyrstu setningu. Gagnrýnandi Bokus Therese Johansson, segir að Arnaldur sé "meistari í að skapa sálfræðilega spennu og persónulýsingar; í Grafarþögn er hann á algjörum heimavelli því bókin er allt í senn, æðisleg, sorgleg og taugatrekkjandi. Betri glæpasögur finnast ekki." Bodil Juggas í Arbeterbladed segir að það sé engin spurning að Arnaldur hafi verið vel að Glerlyklinum kominn fyrir Grafarþögn sem hann segir standa "fyllilega undir kjöri sem besta norræna glæpasagan, frásögn Arnaldar er bæði spennandi, grípandi og áleitin."
Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Fyrsta háhælahlaup Íslandssögunnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira