Ekki rætt að afturkalla frumvarpið 12. júlí 2004 00:01 "Það er alltaf óþægilegt þegar lögfræðingar eru ekki sammála," sagði Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, að loknum þingflokksfundi í gær. Halldór sagðist ekki sammála niðurstöðu lagaprófessoranna Eiríks Tómassonar og Sigurðar Líndal, sem telja það brot á stjórnarskrá að leggja fram í sama frumvarpi ný lög um fjölmiðla og ákvæði um brottfall eldra lagafrumvarps. "Ég er ekki sammála þeim. Þeir segja jafnframt að það sé hægt að setja önnur lög síðar. Ég sé ekki muninn á því hvort að það gerist núna eða einhvern tímann seinna. Jón Sveinsson lögmaður kom á fundinn til okkar og hann staðfesti þann skilning sem ég hef haft á málinu enda hef ég leitað ráða hjá honum í þessu máli og er sammála því sjónarmiði. Ég hef alltaf litið svo á að löggjafarvaldið væri hjá Alþingi og Alþingi gæti bæði numið lög úr gildi og sett ný lög," sagði Halldór. Hann sagði það ekki sérstaklega rætt á þingflokksfundinum að draga ætti frumvarpið til baka, líkt og Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi formaður flokksins og forsætisráðherra, og Alfreð Þorsteinsson, framsóknarmaður og borgarfulltrúi R-listans, hafa lagt til í fjölmiðlum. Hann vildi þó ekki segja að þingflokkurinn væri einhuga um að halda áfram óbreyttri stefnu í málinu en beðið væri eftir því að allsherjarnefnd ljúki störfum. Aðspurður sagði hann engan sérstakan þrýsting innan flokksins á að draga frumvarpið til baka. "Það eru hins vegar skiptar skoðanir um þetta mál í Framsóknarflokknum og þannig hefur það verið. Ég man ekki eftir neinu stóru umdeildu máli sem við höfum gengið í gegnum án þess að það séu skiptar skoðanir," sagði Halldór. "Ég sé ekki að það breyti miklu að taka þetta frumvarp til baka og leggja nákvæmlega eins frumvarp fram á haustþingi. Ég á eftir að láta sannfærast af þeim rökum lögfræðinga að það geti skipt einhverju máli," sagði hann. Í niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins sem birt var á sunnudag mældist Framsóknarflokkurinn með minnsta fylgi allra flokka, 7,5 prósent. Aðspurður um útkomuna segir Halldór að það séu margir óákveðnir samkvæmt könnuninni. "Við höfum fyrr séð lélegar tölur í skoðanakönnun Fréttablaðsins. Auðvitað tökum við mark á skoðanakönnunum en það má ekki fjalla um þær eins og um kosningar séu að ræða. Það er orðið of mikið um það. Það er afskaplega mikilvægt að stjórnmálaflokkar taki sjálfstæðar ákvarðanir og láti ekki stjórnast af skoðanakönnunum," sagði Halldór. "Við höfum oft þurft að ganga í gegnum erfiðar ákvarðanir í Framsóknarflokknum. Það var verið að taka skóflustungu af álveri fyrir nokkrum dögum, það var svolítið önnur umræða um það mál fyrir nokkrum árum. Ef við hefðum látið stjórnast af skoðanakönnunum þá hefði líklega ekkert orðið neitt úr því máli," sagði hann. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira
"Það er alltaf óþægilegt þegar lögfræðingar eru ekki sammála," sagði Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, að loknum þingflokksfundi í gær. Halldór sagðist ekki sammála niðurstöðu lagaprófessoranna Eiríks Tómassonar og Sigurðar Líndal, sem telja það brot á stjórnarskrá að leggja fram í sama frumvarpi ný lög um fjölmiðla og ákvæði um brottfall eldra lagafrumvarps. "Ég er ekki sammála þeim. Þeir segja jafnframt að það sé hægt að setja önnur lög síðar. Ég sé ekki muninn á því hvort að það gerist núna eða einhvern tímann seinna. Jón Sveinsson lögmaður kom á fundinn til okkar og hann staðfesti þann skilning sem ég hef haft á málinu enda hef ég leitað ráða hjá honum í þessu máli og er sammála því sjónarmiði. Ég hef alltaf litið svo á að löggjafarvaldið væri hjá Alþingi og Alþingi gæti bæði numið lög úr gildi og sett ný lög," sagði Halldór. Hann sagði það ekki sérstaklega rætt á þingflokksfundinum að draga ætti frumvarpið til baka, líkt og Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi formaður flokksins og forsætisráðherra, og Alfreð Þorsteinsson, framsóknarmaður og borgarfulltrúi R-listans, hafa lagt til í fjölmiðlum. Hann vildi þó ekki segja að þingflokkurinn væri einhuga um að halda áfram óbreyttri stefnu í málinu en beðið væri eftir því að allsherjarnefnd ljúki störfum. Aðspurður sagði hann engan sérstakan þrýsting innan flokksins á að draga frumvarpið til baka. "Það eru hins vegar skiptar skoðanir um þetta mál í Framsóknarflokknum og þannig hefur það verið. Ég man ekki eftir neinu stóru umdeildu máli sem við höfum gengið í gegnum án þess að það séu skiptar skoðanir," sagði Halldór. "Ég sé ekki að það breyti miklu að taka þetta frumvarp til baka og leggja nákvæmlega eins frumvarp fram á haustþingi. Ég á eftir að láta sannfærast af þeim rökum lögfræðinga að það geti skipt einhverju máli," sagði hann. Í niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins sem birt var á sunnudag mældist Framsóknarflokkurinn með minnsta fylgi allra flokka, 7,5 prósent. Aðspurður um útkomuna segir Halldór að það séu margir óákveðnir samkvæmt könnuninni. "Við höfum fyrr séð lélegar tölur í skoðanakönnun Fréttablaðsins. Auðvitað tökum við mark á skoðanakönnunum en það má ekki fjalla um þær eins og um kosningar séu að ræða. Það er orðið of mikið um það. Það er afskaplega mikilvægt að stjórnmálaflokkar taki sjálfstæðar ákvarðanir og láti ekki stjórnast af skoðanakönnunum," sagði Halldór. "Við höfum oft þurft að ganga í gegnum erfiðar ákvarðanir í Framsóknarflokknum. Það var verið að taka skóflustungu af álveri fyrir nokkrum dögum, það var svolítið önnur umræða um það mál fyrir nokkrum árum. Ef við hefðum látið stjórnast af skoðanakönnunum þá hefði líklega ekkert orðið neitt úr því máli," sagði hann.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira