Áhuginn blossaði um leið og gosið 14. júlí 2004 00:01 Bertha María Grímsdóttir Waagfjörð er ein þeirra fáu sem fæst við skermagerð af alvöru á okkar landi. Hún hefur á valdi sínu ótal mismunandi stíla og aðferðir eftir því hvert efnið er, lagið á lampanum og óskir kaupandans. Áratuga reynsla er að baki og enn er hún á fullu þótt áttugasta afmælið nálgist. "Sumir segja að ég eigi að fara að hætta en ég sé ekki ástæðu til þess. Samt læt ég starfið ekki binda mig algerlega. Ef ég þarf að fara frá þá geri ég það," segir hún hressileg. Bertha bjó úti í Vestmannaeyjum um tíma og segja má að áhugi hennar á skermagerð hafi blossað upp um svipað leyti og eldgosið. "Ég byrjaði fyrir jólin 1972 og eftir það varð ekki stoppað, þótt fjölskyldan flyttist upp á land vegna náttúruhamfaranna og væri inn á ættingjum til að byrja með. Þegar við komumst í eigið húsnæði um sex mánuðum síðar var sérstakt herbergi tekið undir skermagerðina. Þetta var erfiður tími ekki síst fyrir börnin sem fóru í nýja skóla í nýju umhverfi og þá var gott að geta verið að vinna heima við. Þau höfu þá einhvern fastan punkt," segir Bertha og brosir angurvært. Þegar mest var að gera í skermagerðinni kveðst hún hafa haft 5-6 stúlkur í vinnu en nú er hún mest ein. Afurðirnar selur hún einkum í Suðurveri og einnig fær hún skerma til viðgerðar og endurnýjunar. Í Skermagerð Berthu eru efnisstrangar af ótal gerðum, grindur, borðar og leggingar. Einnig skrautlegir skermar af ýmsum gerðum. Sérstaka athygli vekja skermar skreyttir íslenskum jurtum. Þeir eru hennar sérgrein. "Ég vann sem ung stúlka í skermagerð hjá Edith Guðmundsdóttur í Hátúni í Reykjavík. Það var hún sem byrjaði með blómaskermana og síðan tók ég við enda er alltaf eftirspurn eftir þeim," segir Bertha brosandi. Blómin hefur hún tínt og þurrkað sjálf og geymir þau milli síðna í dagblöðum. Þar varðveitast blómin svo vel að undrun sætir. Blágresið er enn skínandi blátt í blaði frá 1974 og Gunnar ljósmyndari kættist er hann sá blómabreiðu í myndaopnu eftir GVA í Tímanum frá 1972. Hús og heimili Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira
Bertha María Grímsdóttir Waagfjörð er ein þeirra fáu sem fæst við skermagerð af alvöru á okkar landi. Hún hefur á valdi sínu ótal mismunandi stíla og aðferðir eftir því hvert efnið er, lagið á lampanum og óskir kaupandans. Áratuga reynsla er að baki og enn er hún á fullu þótt áttugasta afmælið nálgist. "Sumir segja að ég eigi að fara að hætta en ég sé ekki ástæðu til þess. Samt læt ég starfið ekki binda mig algerlega. Ef ég þarf að fara frá þá geri ég það," segir hún hressileg. Bertha bjó úti í Vestmannaeyjum um tíma og segja má að áhugi hennar á skermagerð hafi blossað upp um svipað leyti og eldgosið. "Ég byrjaði fyrir jólin 1972 og eftir það varð ekki stoppað, þótt fjölskyldan flyttist upp á land vegna náttúruhamfaranna og væri inn á ættingjum til að byrja með. Þegar við komumst í eigið húsnæði um sex mánuðum síðar var sérstakt herbergi tekið undir skermagerðina. Þetta var erfiður tími ekki síst fyrir börnin sem fóru í nýja skóla í nýju umhverfi og þá var gott að geta verið að vinna heima við. Þau höfu þá einhvern fastan punkt," segir Bertha og brosir angurvært. Þegar mest var að gera í skermagerðinni kveðst hún hafa haft 5-6 stúlkur í vinnu en nú er hún mest ein. Afurðirnar selur hún einkum í Suðurveri og einnig fær hún skerma til viðgerðar og endurnýjunar. Í Skermagerð Berthu eru efnisstrangar af ótal gerðum, grindur, borðar og leggingar. Einnig skrautlegir skermar af ýmsum gerðum. Sérstaka athygli vekja skermar skreyttir íslenskum jurtum. Þeir eru hennar sérgrein. "Ég vann sem ung stúlka í skermagerð hjá Edith Guðmundsdóttur í Hátúni í Reykjavík. Það var hún sem byrjaði með blómaskermana og síðan tók ég við enda er alltaf eftirspurn eftir þeim," segir Bertha brosandi. Blómin hefur hún tínt og þurrkað sjálf og geymir þau milli síðna í dagblöðum. Þar varðveitast blómin svo vel að undrun sætir. Blágresið er enn skínandi blátt í blaði frá 1974 og Gunnar ljósmyndari kættist er hann sá blómabreiðu í myndaopnu eftir GVA í Tímanum frá 1972.
Hús og heimili Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira