Fer óbreytt úr allsherjarnefnd 14. júlí 2004 00:01 Fjölmiðlafrumvarpið verður væntanlega afgreitt óbreytt úr allsherjarnefnd, segir Bjarni Benediktsson, formaður nefndarinnar. Stjórnarandstaðan segir að umfjöllun um málið sé lokið í nefndinni og vill leggja fram álit í kvöld, en meirihluti nefndarinnar hefur boðað Samkeppnisstofnun á fund í fyrramálið. Þótt formlegur frestur til að veita umsögn um nýja fjölmiðlafrumvarpið sé liðinn, voru gestir boðaðir á fund nefndarinnar í dag. Fyrstir mættu fulltrúar Norðurljósa og Ríkisútvarpsins og rétt fyrir hádegi komu fulltrúar Skjás eins, Stöðvar eitt og Útvarps Sögu. Eftir hádegi fundaði allsherjarnefnd með fulltrúum Blaðamannafélagsins og starfsmannafélags Fréttar. Rætt var um efnisatriði frumvarpsins og þær breytingar sem gerðar hafa verið, miðað við gildandi lög, en flestir gestanna sögðu nýtt frumvarp engu breyta um afstöðu þeirra til laganna. Nú síðdegis var svo ákveðið að boða fulltrúa Samkeppnisstofnunar á fund nefndarinnar klukkan níu í fyrramálið. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar, segir líklegt að málið verði afgreitt úr nefnd á morgun, en ekki er ljóst á þessari stundu hvenær önnur umræða hefst um málið á Alþingi. Hann sagði að ekki væri verið að ræða neinar breytingar og því líklegt að það fari óbreytt í aðra umræðu. Um þrjátíu sérfræðingar og hagsmunaðilar hafa þegar mætt fyrir nefndina og lagt fram álit um nýja frumvarpið. Þingmenn stjórnarandstöðunnar í allsherjarnefnd segja sterk rök hafa komið fram um það að frumvarpið brjóti gegn stjórnarskránni og að ekki sé heimilt að hætta við áður boðaða þjóðaratkvæðagreiðslu. Þeir segja komið að leikslokum í málinu. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir þeim ekkert að vanbúnaði að ljúka yfirverð málsins í kvöld og að þau treysti sér til leggja fram nefndarálit strax. Því ætti ekkert að mæla gegn því að málið komi til umræðu á Alþingi á morgun eða föstudag. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Fjölmiðlafrumvarpið verður væntanlega afgreitt óbreytt úr allsherjarnefnd, segir Bjarni Benediktsson, formaður nefndarinnar. Stjórnarandstaðan segir að umfjöllun um málið sé lokið í nefndinni og vill leggja fram álit í kvöld, en meirihluti nefndarinnar hefur boðað Samkeppnisstofnun á fund í fyrramálið. Þótt formlegur frestur til að veita umsögn um nýja fjölmiðlafrumvarpið sé liðinn, voru gestir boðaðir á fund nefndarinnar í dag. Fyrstir mættu fulltrúar Norðurljósa og Ríkisútvarpsins og rétt fyrir hádegi komu fulltrúar Skjás eins, Stöðvar eitt og Útvarps Sögu. Eftir hádegi fundaði allsherjarnefnd með fulltrúum Blaðamannafélagsins og starfsmannafélags Fréttar. Rætt var um efnisatriði frumvarpsins og þær breytingar sem gerðar hafa verið, miðað við gildandi lög, en flestir gestanna sögðu nýtt frumvarp engu breyta um afstöðu þeirra til laganna. Nú síðdegis var svo ákveðið að boða fulltrúa Samkeppnisstofnunar á fund nefndarinnar klukkan níu í fyrramálið. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar, segir líklegt að málið verði afgreitt úr nefnd á morgun, en ekki er ljóst á þessari stundu hvenær önnur umræða hefst um málið á Alþingi. Hann sagði að ekki væri verið að ræða neinar breytingar og því líklegt að það fari óbreytt í aðra umræðu. Um þrjátíu sérfræðingar og hagsmunaðilar hafa þegar mætt fyrir nefndina og lagt fram álit um nýja frumvarpið. Þingmenn stjórnarandstöðunnar í allsherjarnefnd segja sterk rök hafa komið fram um það að frumvarpið brjóti gegn stjórnarskránni og að ekki sé heimilt að hætta við áður boðaða þjóðaratkvæðagreiðslu. Þeir segja komið að leikslokum í málinu. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir þeim ekkert að vanbúnaði að ljúka yfirverð málsins í kvöld og að þau treysti sér til leggja fram nefndarálit strax. Því ætti ekkert að mæla gegn því að málið komi til umræðu á Alþingi á morgun eða föstudag.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira