Hefur helgina til að finna lausn 15. júlí 2004 00:01 Stjórnarflokkarnir eru sammála um að láta helgina líða áður en frekari lausnar á ágreiningi þeirra í fjölmiðlamálinu verður leitað. Samkomulag um annað liggur ekki fyrir Framsóknarmenn sem Fréttablaðið ræddi við telja málið komið í ógöngur og vilja draga núverandi frumvarp til baka. Ekki er stemmning fyrir því í forystu Sjálfstæðisflokksins. Þar líta menn svo á að með því hefðu menn tekið á sig pólitísk óþægindi vegna málsins án þess að ljúka því. Framsóknarmenn telja mikið í húfi og eru sannfærðir um að forsetinn muni ekki skrifa undir nýja frumvarpið. Þeir eru ekki tilbúnir í þann slag. Innan þingmannahóps Sjálfstæðisflokksins telja menn talsverðar líkur á að forsetinn skrifi ekki undir, en eru tilbúnir í slaginn. Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson hittust í gær og ræddu málin. Niðurstaða þess fundar er að láta helgina líða. Alsherjarnefnd mun koma saman eftir helgi og eftir það munu línur skýrast frekar. Davíð útilokaði ekki að frumvarpið yrði dregið til baka. "Það hefur engin þess háttar ákvörðun verið tekin. Nefndin er með málið og kemur saman á nýjan leik hygg ég eftir helgi." Að því loknu færi málið til þingsins. Fyrir fund Davíðs og Halldórs áttu þeir fundi með sínu fólki. Davíð snæddi hádegisverð í þinginu með þingmönnum flokksins í allsherjarnefnd. Halldór átti fund með forystufólki Framsóknarflokksins í utanríkisráðuneytinu. Hvorki Davíð né Halldór vildu tjá sig um viðræður sínar eftir fundinn, en lýstu ánægju með hann. Þeir telja stjórnarsamstarfið ekki í hættu. Innan þingmannahóps Framsóknarflokksins telja menn afstöðu samstarfsflokksins einkennast af einstrengingshætti. Þeir telja alltof mikinn tíma farinn í málið og það sé farið að bitna á öðrum mikilvægum málum sem stjórnin eigi að fara að snúa sér að. Núverandi frumvarp með annarri synjun forseta myndi halda því áfram í þeim ógöngum sem það sé í nú. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru sjálfstæðismenn fullmeðvitaðir um að framsóknarmenn vilji bakka í málinu. Boltin er í herbúðum Davíðs og helgin verður notuð til að leita niðurstöðu. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Stjórnarflokkarnir eru sammála um að láta helgina líða áður en frekari lausnar á ágreiningi þeirra í fjölmiðlamálinu verður leitað. Samkomulag um annað liggur ekki fyrir Framsóknarmenn sem Fréttablaðið ræddi við telja málið komið í ógöngur og vilja draga núverandi frumvarp til baka. Ekki er stemmning fyrir því í forystu Sjálfstæðisflokksins. Þar líta menn svo á að með því hefðu menn tekið á sig pólitísk óþægindi vegna málsins án þess að ljúka því. Framsóknarmenn telja mikið í húfi og eru sannfærðir um að forsetinn muni ekki skrifa undir nýja frumvarpið. Þeir eru ekki tilbúnir í þann slag. Innan þingmannahóps Sjálfstæðisflokksins telja menn talsverðar líkur á að forsetinn skrifi ekki undir, en eru tilbúnir í slaginn. Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson hittust í gær og ræddu málin. Niðurstaða þess fundar er að láta helgina líða. Alsherjarnefnd mun koma saman eftir helgi og eftir það munu línur skýrast frekar. Davíð útilokaði ekki að frumvarpið yrði dregið til baka. "Það hefur engin þess háttar ákvörðun verið tekin. Nefndin er með málið og kemur saman á nýjan leik hygg ég eftir helgi." Að því loknu færi málið til þingsins. Fyrir fund Davíðs og Halldórs áttu þeir fundi með sínu fólki. Davíð snæddi hádegisverð í þinginu með þingmönnum flokksins í allsherjarnefnd. Halldór átti fund með forystufólki Framsóknarflokksins í utanríkisráðuneytinu. Hvorki Davíð né Halldór vildu tjá sig um viðræður sínar eftir fundinn, en lýstu ánægju með hann. Þeir telja stjórnarsamstarfið ekki í hættu. Innan þingmannahóps Framsóknarflokksins telja menn afstöðu samstarfsflokksins einkennast af einstrengingshætti. Þeir telja alltof mikinn tíma farinn í málið og það sé farið að bitna á öðrum mikilvægum málum sem stjórnin eigi að fara að snúa sér að. Núverandi frumvarp með annarri synjun forseta myndi halda því áfram í þeim ógöngum sem það sé í nú. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru sjálfstæðismenn fullmeðvitaðir um að framsóknarmenn vilji bakka í málinu. Boltin er í herbúðum Davíðs og helgin verður notuð til að leita niðurstöðu.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira