Hefur helgina til að finna lausn 15. júlí 2004 00:01 Stjórnarflokkarnir eru sammála um að láta helgina líða áður en frekari lausnar á ágreiningi þeirra í fjölmiðlamálinu verður leitað. Samkomulag um annað liggur ekki fyrir Framsóknarmenn sem Fréttablaðið ræddi við telja málið komið í ógöngur og vilja draga núverandi frumvarp til baka. Ekki er stemmning fyrir því í forystu Sjálfstæðisflokksins. Þar líta menn svo á að með því hefðu menn tekið á sig pólitísk óþægindi vegna málsins án þess að ljúka því. Framsóknarmenn telja mikið í húfi og eru sannfærðir um að forsetinn muni ekki skrifa undir nýja frumvarpið. Þeir eru ekki tilbúnir í þann slag. Innan þingmannahóps Sjálfstæðisflokksins telja menn talsverðar líkur á að forsetinn skrifi ekki undir, en eru tilbúnir í slaginn. Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson hittust í gær og ræddu málin. Niðurstaða þess fundar er að láta helgina líða. Alsherjarnefnd mun koma saman eftir helgi og eftir það munu línur skýrast frekar. Davíð útilokaði ekki að frumvarpið yrði dregið til baka. "Það hefur engin þess háttar ákvörðun verið tekin. Nefndin er með málið og kemur saman á nýjan leik hygg ég eftir helgi." Að því loknu færi málið til þingsins. Fyrir fund Davíðs og Halldórs áttu þeir fundi með sínu fólki. Davíð snæddi hádegisverð í þinginu með þingmönnum flokksins í allsherjarnefnd. Halldór átti fund með forystufólki Framsóknarflokksins í utanríkisráðuneytinu. Hvorki Davíð né Halldór vildu tjá sig um viðræður sínar eftir fundinn, en lýstu ánægju með hann. Þeir telja stjórnarsamstarfið ekki í hættu. Innan þingmannahóps Framsóknarflokksins telja menn afstöðu samstarfsflokksins einkennast af einstrengingshætti. Þeir telja alltof mikinn tíma farinn í málið og það sé farið að bitna á öðrum mikilvægum málum sem stjórnin eigi að fara að snúa sér að. Núverandi frumvarp með annarri synjun forseta myndi halda því áfram í þeim ógöngum sem það sé í nú. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru sjálfstæðismenn fullmeðvitaðir um að framsóknarmenn vilji bakka í málinu. Boltin er í herbúðum Davíðs og helgin verður notuð til að leita niðurstöðu. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Stjórnarflokkarnir eru sammála um að láta helgina líða áður en frekari lausnar á ágreiningi þeirra í fjölmiðlamálinu verður leitað. Samkomulag um annað liggur ekki fyrir Framsóknarmenn sem Fréttablaðið ræddi við telja málið komið í ógöngur og vilja draga núverandi frumvarp til baka. Ekki er stemmning fyrir því í forystu Sjálfstæðisflokksins. Þar líta menn svo á að með því hefðu menn tekið á sig pólitísk óþægindi vegna málsins án þess að ljúka því. Framsóknarmenn telja mikið í húfi og eru sannfærðir um að forsetinn muni ekki skrifa undir nýja frumvarpið. Þeir eru ekki tilbúnir í þann slag. Innan þingmannahóps Sjálfstæðisflokksins telja menn talsverðar líkur á að forsetinn skrifi ekki undir, en eru tilbúnir í slaginn. Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson hittust í gær og ræddu málin. Niðurstaða þess fundar er að láta helgina líða. Alsherjarnefnd mun koma saman eftir helgi og eftir það munu línur skýrast frekar. Davíð útilokaði ekki að frumvarpið yrði dregið til baka. "Það hefur engin þess háttar ákvörðun verið tekin. Nefndin er með málið og kemur saman á nýjan leik hygg ég eftir helgi." Að því loknu færi málið til þingsins. Fyrir fund Davíðs og Halldórs áttu þeir fundi með sínu fólki. Davíð snæddi hádegisverð í þinginu með þingmönnum flokksins í allsherjarnefnd. Halldór átti fund með forystufólki Framsóknarflokksins í utanríkisráðuneytinu. Hvorki Davíð né Halldór vildu tjá sig um viðræður sínar eftir fundinn, en lýstu ánægju með hann. Þeir telja stjórnarsamstarfið ekki í hættu. Innan þingmannahóps Framsóknarflokksins telja menn afstöðu samstarfsflokksins einkennast af einstrengingshætti. Þeir telja alltof mikinn tíma farinn í málið og það sé farið að bitna á öðrum mikilvægum málum sem stjórnin eigi að fara að snúa sér að. Núverandi frumvarp með annarri synjun forseta myndi halda því áfram í þeim ógöngum sem það sé í nú. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru sjálfstæðismenn fullmeðvitaðir um að framsóknarmenn vilji bakka í málinu. Boltin er í herbúðum Davíðs og helgin verður notuð til að leita niðurstöðu.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira