Viðskipti innlent

Vísitala neysluverðs lækkar

Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,47% í júlí og var lækkunin töluvert umfram það sem markaðsaðilar höfðu reiknað með. Ástæðan liggur m.a. í húsnæðislið neysluverðsvísitölunnar og má rekja til kerfisbreytinga Íbúðalánasjóðs um síðustu mánaðarmót og aðferðafræði Hagstofunnar, að sögn greiningardeildar Landsbankans. Vextir á útlánum Íbúðalánasjóðs hafa mikið að segja um þróun húsnæðisliðarins samkvæmt Landsbankanum enda eru lán sjóðsins meginhluti þeirra lána sem standa að baki húsnæðiskaupum. Þegar peningalán tóku við af húsbréfalánum um síðustu mánaðarmót lækkuðu vaxtakjör lánanna úr 5,1% í 4,8%. Þessi breyting hafði -0,17% vísitöluáhrif í síðustu mælingu og leiddi til þess að húsnæðisliðurinn lækkaði milli mánaða.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×