Viðskipti innlent

Eignarhald á hendi fárra

Eignarhald á félögum í Kauphöll Íslands eru á fárra hendi í mörgum tilvikum að því er fram kemur í „Morgunkornum“ Greiningar Íslandsbanka í gær. Þegar hluthafalistar 25 helstu félaga Kauphallarinnar eru skoðaðir kemur í ljós að meðal þeirra nemur eign fimm stærstu hluthafa allt frá 35% til 96% hlutafjár. Mesta samþjöppunin er hjá SH en þar eiga fimm stærstu hluthafar 96% hlutafjár. Það mun standa til að breikka hluthafahópinn enda uppfyllir SH ekki skráningarskilyrði Kauphallarinnar eins og stendur. Fimm stærstu hluthafar eru einnig fyrirferðarmiklir hjá Kaldbaki (83%), Flugleiðum (81%), Tm (77%) og Jarðborunum (69%). Þau fimm félög þar sem eignarhald er dreifðast á þennan mælikvarða eru hins vegar Íslandsbanki (35%), KB banki (41%), Kögun (42%), Medcare Flaga (45%) og Bakkavör (45%).





Fleiri fréttir

Sjá meira


×