Svefnherbergið í eldhúsið 19. júlí 2004 00:01 "Þessa dagana hugsa ég bara um að skipuleggja eldhúsið mitt, lítið annað þar sem ég er að skipta á því og svefnherberginu mínu," segir Vigdís Hrefna Pálsdóttir leikkona sem stendur í miðjum framkvæmdum og hefur snúið heimili sínu á hvolf í kjölfarið. "Svefnherbergið var í stofunni en við erum með tvær stofur og við sváfum í annarri þeirra. Reyndar er þetta stærsta og bjartasta herbergið í íbúðinni og þess vegna vildum við frekar nýta það undir eldhús. Við erum mjög mikið í eldhúsinu og höfum gaman af því að elda og bjóða fólki í mat," segir Vigdís Hrefna sem telur eldhúsið vera einn helsta íverustað fjölskyldunnar og því mikilvægt að það nýtist á marga vegu. "Mér finnst að eldhúsið eigi að vera afslappað og mér finnst gaman að hafa hluti sem eru ekki oft í eldhúsinu, eins og píanóið mitt og bækur," segir Vigdís Hrefna. Helstu hugmyndir sínar segist hún sækja í bók Terence Conran um eldhús sem hún fékk lánaða á Borgarbókasafninu og dönsk hönnunarblöð eins og Bo bedre og Bolig liv. "Danski stílinn höfðar til mín vegna þess að hann er bjartur og afslappaður og Danir eru svo klárir að blanda saman gömlu og meira módern húsgögnum. Sjálf bý ég í gömlu timburhúsi og aðaltogstreitan þessa dagana er hvort við eigum að halda í gömlu eldhúsinnréttinguna sem er upprunaleg eða smíða nýja," segir Vigdís Hrefna en hún tekur það fram að hún er ekki sérstaklega hrifin af heilum innréttingum en frekar hrifin af því að blanda saman hinu og þessu. "Við keyptum okkur hansahillur á nytjamarkaðinum á góðu verði en mig langar til að fá mér gamlan skáp í framtíðinni, en þær eru fín lausn eins og er. Þegar maður er með svona opnar hillur kallar það á vandað val og gott skipulag á því sem þar er að finna svo þetta virki ekki draslaralegt," segir Vigdís Hrefna sem telur sig ekkert sérstaklega mikla skipulagsfrík en leggur frekar áherslu á að hafa hlutina snyrtilega. Fyrir utan að skipuleggja eldhúsið hefur Vigdís Hrefna nóg fyrir stafni. Hún er í sumarfríi frá leikhúsinu en í haust heldur hún áfram að leika í Piaf í Þjóðleikhúsinu og fer að æfa írskt verk í leikstjórn Eddu Heiðrúnar Backman sem verður frumsýnt eftir áramótin. "Margt skemmtilegt er að gerast í leikhúsinu og ég hef verið heppin með verkefni en akkúrat þessa stundina sinni ég aðeins eldhúsinu mínu," segir Vigdís hlæjandi. Hús og heimili Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira
"Þessa dagana hugsa ég bara um að skipuleggja eldhúsið mitt, lítið annað þar sem ég er að skipta á því og svefnherberginu mínu," segir Vigdís Hrefna Pálsdóttir leikkona sem stendur í miðjum framkvæmdum og hefur snúið heimili sínu á hvolf í kjölfarið. "Svefnherbergið var í stofunni en við erum með tvær stofur og við sváfum í annarri þeirra. Reyndar er þetta stærsta og bjartasta herbergið í íbúðinni og þess vegna vildum við frekar nýta það undir eldhús. Við erum mjög mikið í eldhúsinu og höfum gaman af því að elda og bjóða fólki í mat," segir Vigdís Hrefna sem telur eldhúsið vera einn helsta íverustað fjölskyldunnar og því mikilvægt að það nýtist á marga vegu. "Mér finnst að eldhúsið eigi að vera afslappað og mér finnst gaman að hafa hluti sem eru ekki oft í eldhúsinu, eins og píanóið mitt og bækur," segir Vigdís Hrefna. Helstu hugmyndir sínar segist hún sækja í bók Terence Conran um eldhús sem hún fékk lánaða á Borgarbókasafninu og dönsk hönnunarblöð eins og Bo bedre og Bolig liv. "Danski stílinn höfðar til mín vegna þess að hann er bjartur og afslappaður og Danir eru svo klárir að blanda saman gömlu og meira módern húsgögnum. Sjálf bý ég í gömlu timburhúsi og aðaltogstreitan þessa dagana er hvort við eigum að halda í gömlu eldhúsinnréttinguna sem er upprunaleg eða smíða nýja," segir Vigdís Hrefna en hún tekur það fram að hún er ekki sérstaklega hrifin af heilum innréttingum en frekar hrifin af því að blanda saman hinu og þessu. "Við keyptum okkur hansahillur á nytjamarkaðinum á góðu verði en mig langar til að fá mér gamlan skáp í framtíðinni, en þær eru fín lausn eins og er. Þegar maður er með svona opnar hillur kallar það á vandað val og gott skipulag á því sem þar er að finna svo þetta virki ekki draslaralegt," segir Vigdís Hrefna sem telur sig ekkert sérstaklega mikla skipulagsfrík en leggur frekar áherslu á að hafa hlutina snyrtilega. Fyrir utan að skipuleggja eldhúsið hefur Vigdís Hrefna nóg fyrir stafni. Hún er í sumarfríi frá leikhúsinu en í haust heldur hún áfram að leika í Piaf í Þjóðleikhúsinu og fer að æfa írskt verk í leikstjórn Eddu Heiðrúnar Backman sem verður frumsýnt eftir áramótin. "Margt skemmtilegt er að gerast í leikhúsinu og ég hef verið heppin með verkefni en akkúrat þessa stundina sinni ég aðeins eldhúsinu mínu," segir Vigdís hlæjandi.
Hús og heimili Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira