Sparnaður að kynna sér bensínverð 20. júlí 2004 00:01 Bensínkostnaður er umtalsverður útgjaldaliður á ferðalögum innanlands og full ástæða til að huga að bensínverði áður en lagt er af stað. Fréttablaðið gerði óvísindalega könnun á verði bensínlítrans og komst að því að bensínverð getur verið á bilinu frá 99,9 krónum upp í 111,50 krónur lítrinn. Þá er miðað við 95 oktan bensín. Ódýrasta bensínið var í sjálfsafgreiðslu á OB-bensínstöðinni í Bæjarlind 18 í Kópavogi, en OB-stöðvarnar bjóða misjafnt verð, allt upp í 104,5 krónur lítrann. Hjá Skeljungi er dýrasta bensínið á 111,50 krónur lítrinn, en þar er miðað við fulla þjónustu. Ódýrasta bensínið hjá Skeljungi er 102 krónur lítrinn í sjálfsafgreiðslu. Áður en lagt er af stað í ferðalagið er sniðugt að fara inn vefsíður olíufélaganna og kanna verðið, sem getur breyst frá degi til dags. Einnig er vert að geta þess að bensín er almennt dýrara úti á landi og fínt að setja á sig hvar er hagstæðast að fylla aftur á bílinn. Ef gert er ráð fyrir að meðaleyðsla á fólksbíl sé 12 lítrar á hverja 100 ekna kílómetra kostar 4. 663 krónur að aka frá Reykjavík til Akureyrar á ódýrasta bensíninu, eða 9.327 krónur fram og til baka. Á dýrasta bensíninu kostar ferðin fram og til baka 10.410 krónur og er munurinn 1.083 krónur. Til samanburðar má nefna að rútuferð frá Reykjavík til Akureyrar kostar 5.900 krónur önnur leiðin og 9.700 fram og til baka, þannig að ef margir eru um bensínkostnaðinn er mun hagstæðara að vera á eigin bíl. Fjármál Mest lesið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Leita að krökkum til að taka þátt í alþjóðlegu tónlistarmyndbandi Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Lokahelgi RIFF: Danskar stórstjörnur, nýjasta tækni og Gyllti lundinn afhentur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Sjá meira
Bensínkostnaður er umtalsverður útgjaldaliður á ferðalögum innanlands og full ástæða til að huga að bensínverði áður en lagt er af stað. Fréttablaðið gerði óvísindalega könnun á verði bensínlítrans og komst að því að bensínverð getur verið á bilinu frá 99,9 krónum upp í 111,50 krónur lítrinn. Þá er miðað við 95 oktan bensín. Ódýrasta bensínið var í sjálfsafgreiðslu á OB-bensínstöðinni í Bæjarlind 18 í Kópavogi, en OB-stöðvarnar bjóða misjafnt verð, allt upp í 104,5 krónur lítrann. Hjá Skeljungi er dýrasta bensínið á 111,50 krónur lítrinn, en þar er miðað við fulla þjónustu. Ódýrasta bensínið hjá Skeljungi er 102 krónur lítrinn í sjálfsafgreiðslu. Áður en lagt er af stað í ferðalagið er sniðugt að fara inn vefsíður olíufélaganna og kanna verðið, sem getur breyst frá degi til dags. Einnig er vert að geta þess að bensín er almennt dýrara úti á landi og fínt að setja á sig hvar er hagstæðast að fylla aftur á bílinn. Ef gert er ráð fyrir að meðaleyðsla á fólksbíl sé 12 lítrar á hverja 100 ekna kílómetra kostar 4. 663 krónur að aka frá Reykjavík til Akureyrar á ódýrasta bensíninu, eða 9.327 krónur fram og til baka. Á dýrasta bensíninu kostar ferðin fram og til baka 10.410 krónur og er munurinn 1.083 krónur. Til samanburðar má nefna að rútuferð frá Reykjavík til Akureyrar kostar 5.900 krónur önnur leiðin og 9.700 fram og til baka, þannig að ef margir eru um bensínkostnaðinn er mun hagstæðara að vera á eigin bíl.
Fjármál Mest lesið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Leita að krökkum til að taka þátt í alþjóðlegu tónlistarmyndbandi Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Lokahelgi RIFF: Danskar stórstjörnur, nýjasta tækni og Gyllti lundinn afhentur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Sjá meira