Þjóðaratkvæða- greiðsla möguleg 23. júlí 2004 00:01 Forseti Íslands getur knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu þótt Alþingi hafi fellt fjölmiðlalögin úr gildi að mati Sigurðar Líndals, lagaprófessors. Hann metur það svo að stjórnarþingmenn hafi ekki brotið gegn stjórnarskránni með því að fella fjölmiðlalögin úr gildi, eins og varaformaður Frjálslynda flokksins hélt fram í gær. Alþingi samþykkti í gær að fella brott fjölmiðlalögin sem Ólafur Ragnar Grímsson synjaði staðfestingar. Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, sakaði stjórnarþingmenn um að hafa brotið gegn þingmannaeið þar sem þingmenn lofi að viðlögðum drengskap að halda stjórnarskrá landsins. Vísaði hann til þeirrar skoðunar stjórnarandstöðunnar að réttast hefði verið að láta þjóðaratkvæðagreiðslu fara fram. Sigurður Líndal lagaprófessor telur það ekki stangast á við stjórnarskrá að ríkisstjórnin hafi lagt fram frumvarp, þar sem fyrri lög voru felld úr gildi. Hann lítur svo á að með því sé Alþingi send þau skilaboð að annað hvort skuli málið látið niður falla fyrir fullt og allt, eða, að það skuli tekið til gagngerar endurskoðunar og leitað víðtækrar samstöðu. Það álítur Sigurður í samræmi við þau grundvallargildi um lýðræði og málamiðlun sem stjórnarskráin treysti á. Eins og hver önnur lög fer nýjasta útgáfa fjölmiðlafrumvarpsins til forseta til undirritunar. Sigurður Líndal telur forseta ekki brjóta gegn stjórnarskrá, frekar en stjórnarþingmenn, með því að samþykkja lög sem fella úr gildi lög sem hann hafði áður synjað. Hann segir útkomuna hljóta að verða þá sömu, a.m.k. mjög svipuð, en setur þó fyrirvara varðandi þá sem kynnu að hafa viljað samþykkja frumvarpið. Aðspurður hvað gerist ef forseti Íslands synjar nýju lögunum segir Sigurður að um afturköllun væri þá að ræða og lögin, sem Ólafur Ragnar synjaði í síðasta mánuði, þá aftur komin í gildi. Þannig gæti forseti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu, að sögn Sigurðar, en tekur fram að hann hafi ekki lagst alveg yfir málið til að geta fullyrt þetta án nokkurs vafa. Sigurður gerir samt tæplega ráð fyrir að Ólafur Ragnar synji nýjasta frumvarpinu. Hægt er að hlusta á viðtal við Sigurð Líndal úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Forseti Íslands getur knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu þótt Alþingi hafi fellt fjölmiðlalögin úr gildi að mati Sigurðar Líndals, lagaprófessors. Hann metur það svo að stjórnarþingmenn hafi ekki brotið gegn stjórnarskránni með því að fella fjölmiðlalögin úr gildi, eins og varaformaður Frjálslynda flokksins hélt fram í gær. Alþingi samþykkti í gær að fella brott fjölmiðlalögin sem Ólafur Ragnar Grímsson synjaði staðfestingar. Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, sakaði stjórnarþingmenn um að hafa brotið gegn þingmannaeið þar sem þingmenn lofi að viðlögðum drengskap að halda stjórnarskrá landsins. Vísaði hann til þeirrar skoðunar stjórnarandstöðunnar að réttast hefði verið að láta þjóðaratkvæðagreiðslu fara fram. Sigurður Líndal lagaprófessor telur það ekki stangast á við stjórnarskrá að ríkisstjórnin hafi lagt fram frumvarp, þar sem fyrri lög voru felld úr gildi. Hann lítur svo á að með því sé Alþingi send þau skilaboð að annað hvort skuli málið látið niður falla fyrir fullt og allt, eða, að það skuli tekið til gagngerar endurskoðunar og leitað víðtækrar samstöðu. Það álítur Sigurður í samræmi við þau grundvallargildi um lýðræði og málamiðlun sem stjórnarskráin treysti á. Eins og hver önnur lög fer nýjasta útgáfa fjölmiðlafrumvarpsins til forseta til undirritunar. Sigurður Líndal telur forseta ekki brjóta gegn stjórnarskrá, frekar en stjórnarþingmenn, með því að samþykkja lög sem fella úr gildi lög sem hann hafði áður synjað. Hann segir útkomuna hljóta að verða þá sömu, a.m.k. mjög svipuð, en setur þó fyrirvara varðandi þá sem kynnu að hafa viljað samþykkja frumvarpið. Aðspurður hvað gerist ef forseti Íslands synjar nýju lögunum segir Sigurður að um afturköllun væri þá að ræða og lögin, sem Ólafur Ragnar synjaði í síðasta mánuði, þá aftur komin í gildi. Þannig gæti forseti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu, að sögn Sigurðar, en tekur fram að hann hafi ekki lagst alveg yfir málið til að geta fullyrt þetta án nokkurs vafa. Sigurður gerir samt tæplega ráð fyrir að Ólafur Ragnar synji nýjasta frumvarpinu. Hægt er að hlusta á viðtal við Sigurð Líndal úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira