Hart deilt um kerfisbreytingar 25. júlí 2004 00:01 Hörð bréfaskipti hafa átt sér stað á milli Íbúðalánasjóðs og Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja (SBV) vegna breytinga á húsnæðislánakerfinu sem tók gildi 1. júlí. Aðilarnir saka hver annan um ófagleg vinnubrögð. SBV sendi Íbúðalánasjóði erindi þar sem vinnubrögð Íbúðalánasjóðs við framkvæmd breytinganna voru gagnrýnd meðal annars vegna tímasetninga í tengslum við þær. SBV segir að fjöldi fjárfesta hafa tapað fé vegna ónógrar kynningar og sakar Íbúðalánasjóð um ófagleg vinnubrögð. Íbúðalánasjóður hefur nú sent SBV svar við erindinu þar sem gagnrýninni er vísað á bug. Í bréfi segist sjóðurinn ekki muni sitja undir rangfærslum sem komið hafi fram í athugasemdum SBV og segir SBV ekki hafa verið í "góðum tengslum við framgang viðskiptanna né það fólk sem raunverulega framkvæmdi skiptin". Íbúðalánasjóður segir vinnubrögð SBV ámælisverð. Árni Páll Árnason, lögfræðilegur ráðgjafi Íbúðalánasjóðs, segir að við skiptin hafi verið stuðst við ráðgjöf Deutsche Bank sem sé reyndasti fjárfestingabanki Evrópu. Hann segir að athugasemdir SBV snúi flestar að þáttum sem séu bein afleiðing ráðgjafar Deutsche Bank. Hann segist ekki hafa orðið var við óánægju með kerfisskiptinguna hjá þeim sem vinna í því umhverfi. Að sögn Árna Páls voru tímasetningar í kerfisbreytingunni ákveðnar af ríkisstjórninni og innan þess ramma hafi þurft að vinna. Um gagnrýni SBV segir Árni Páll að þær séu ekki byggðar á faglegum forsendum. "Miðað við aðstæður og þann skamma stíma sem til verksins var þá hefur þetta tekist afskaplega vel og um það eru allir sammála sem vilja líta á þetta mál á faglegum forsendum en ekki með annarleg sjónarmið í huga," segir hann. Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri SBV, er undrandi á viðbrögðum Íbúðalánasjóðs. " Við teljum þetta óskiljanleg viðbrögð. Kjarni málsins sem við bentum á í okkar bréfi er sá að sökum ófaglegra vinnubragða og ónægrar kynningar báru margir smærri fjárfestar skarðan hlut frá borði. Þar er fyrst og fremst um að ræða fjölda einstaklinga í landinu sem á húsbréf en missti af þessu þriggja daga tímabili sem hann hafði til skiptanna," segir hann. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Hörð bréfaskipti hafa átt sér stað á milli Íbúðalánasjóðs og Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja (SBV) vegna breytinga á húsnæðislánakerfinu sem tók gildi 1. júlí. Aðilarnir saka hver annan um ófagleg vinnubrögð. SBV sendi Íbúðalánasjóði erindi þar sem vinnubrögð Íbúðalánasjóðs við framkvæmd breytinganna voru gagnrýnd meðal annars vegna tímasetninga í tengslum við þær. SBV segir að fjöldi fjárfesta hafa tapað fé vegna ónógrar kynningar og sakar Íbúðalánasjóð um ófagleg vinnubrögð. Íbúðalánasjóður hefur nú sent SBV svar við erindinu þar sem gagnrýninni er vísað á bug. Í bréfi segist sjóðurinn ekki muni sitja undir rangfærslum sem komið hafi fram í athugasemdum SBV og segir SBV ekki hafa verið í "góðum tengslum við framgang viðskiptanna né það fólk sem raunverulega framkvæmdi skiptin". Íbúðalánasjóður segir vinnubrögð SBV ámælisverð. Árni Páll Árnason, lögfræðilegur ráðgjafi Íbúðalánasjóðs, segir að við skiptin hafi verið stuðst við ráðgjöf Deutsche Bank sem sé reyndasti fjárfestingabanki Evrópu. Hann segir að athugasemdir SBV snúi flestar að þáttum sem séu bein afleiðing ráðgjafar Deutsche Bank. Hann segist ekki hafa orðið var við óánægju með kerfisskiptinguna hjá þeim sem vinna í því umhverfi. Að sögn Árna Páls voru tímasetningar í kerfisbreytingunni ákveðnar af ríkisstjórninni og innan þess ramma hafi þurft að vinna. Um gagnrýni SBV segir Árni Páll að þær séu ekki byggðar á faglegum forsendum. "Miðað við aðstæður og þann skamma stíma sem til verksins var þá hefur þetta tekist afskaplega vel og um það eru allir sammála sem vilja líta á þetta mál á faglegum forsendum en ekki með annarleg sjónarmið í huga," segir hann. Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri SBV, er undrandi á viðbrögðum Íbúðalánasjóðs. " Við teljum þetta óskiljanleg viðbrögð. Kjarni málsins sem við bentum á í okkar bréfi er sá að sökum ófaglegra vinnubragða og ónægrar kynningar báru margir smærri fjárfestar skarðan hlut frá borði. Þar er fyrst og fremst um að ræða fjölda einstaklinga í landinu sem á húsbréf en missti af þessu þriggja daga tímabili sem hann hafði til skiptanna," segir hann.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira