Vilja engar víggirðingar 26. júlí 2004 00:01 Beta Einarsdóttir er að vökva blómin götumegin í garðinum sínum þegar Fréttablaðsfólk ber að. "Maður verður stöðugt að hafa hugann við þetta en það er líka til mikils að vinna því það gefur manni svo mikla ánægju að hafa fallegt í kring um sig," segir hún og skvettir síðustu dropunum úr garðkönnunni á eina af gulu stjúpunum. Beta býr við Langholtsveginn ásamt manni sínum sr. Fjalari Sigurjónssyni og saman hafa þau ræktað garðinn sinn svo eftir er tekið. "Það kemur oft fyrir að fólk staldrar við hér á gangstéttinni og virðir fyrir sér útsýnið. Það finnst okkur skemmtilegt enda skiljum við ekki þá sem vilja byrgja garða sína algerlega," segir Beta. Sr. Fjalarr tekur undir þau orð og nefnir það víggirðingar sem verið sé unnvörpum að reisa utan um lóðir. Þau eru sammála um að fólk megi hugsa meira um að veita fegurð út í umhverfi sitt og gleðja augu þeirra sem eigi leið hjá. Þótt Fjalarr og Beta séu komin yfir áttrætt og garðurinn stór sem þau þurfa að sinna þá er engan bilbug á þeim að finna. Fjalarr er nýlega búinn að slá grasflötina sem er á tveimur stöllum. Í einu horninu er rabarbarinn tilbúinn í grautinn og kartöflugarður í öðru gefur fyrirheit um heilmikla búsæld með haustinu. Steinar úr íslenskri náttúru, rótarhnyðjur og rekakúlur sóma sér vel innan um gróðurinn og fuglar himins eru sérstakir aufúsugestir sem boðið er upp á húsnæði, fæði og baðaðstöðu í garðinum. Það er sama hvert litið er, allt ber natni vitni. Beta segir þau hjón alltaf kaupa sumarblómin í Hveragerði hjá Ingibjörgu. Það hafi reynst þeim lang best. Þennan garð hafa Fjalarr og Beta átt síðan 1989. Þau segja hann þriðja garðinn sem þau annist. Sá fyrsti hafi verið við prestsbústaðinn í Hrísey og annar á Kálfafellsstað í Suðursveit. "Þeir voru eign ríkisins en það skipti okkur engu máli," segir Beta. "Við viljum bara prýða í kring um okkur, þar sem við erum." gun@frettabladid.is Hús og heimili Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Sjá meira
Beta Einarsdóttir er að vökva blómin götumegin í garðinum sínum þegar Fréttablaðsfólk ber að. "Maður verður stöðugt að hafa hugann við þetta en það er líka til mikils að vinna því það gefur manni svo mikla ánægju að hafa fallegt í kring um sig," segir hún og skvettir síðustu dropunum úr garðkönnunni á eina af gulu stjúpunum. Beta býr við Langholtsveginn ásamt manni sínum sr. Fjalari Sigurjónssyni og saman hafa þau ræktað garðinn sinn svo eftir er tekið. "Það kemur oft fyrir að fólk staldrar við hér á gangstéttinni og virðir fyrir sér útsýnið. Það finnst okkur skemmtilegt enda skiljum við ekki þá sem vilja byrgja garða sína algerlega," segir Beta. Sr. Fjalarr tekur undir þau orð og nefnir það víggirðingar sem verið sé unnvörpum að reisa utan um lóðir. Þau eru sammála um að fólk megi hugsa meira um að veita fegurð út í umhverfi sitt og gleðja augu þeirra sem eigi leið hjá. Þótt Fjalarr og Beta séu komin yfir áttrætt og garðurinn stór sem þau þurfa að sinna þá er engan bilbug á þeim að finna. Fjalarr er nýlega búinn að slá grasflötina sem er á tveimur stöllum. Í einu horninu er rabarbarinn tilbúinn í grautinn og kartöflugarður í öðru gefur fyrirheit um heilmikla búsæld með haustinu. Steinar úr íslenskri náttúru, rótarhnyðjur og rekakúlur sóma sér vel innan um gróðurinn og fuglar himins eru sérstakir aufúsugestir sem boðið er upp á húsnæði, fæði og baðaðstöðu í garðinum. Það er sama hvert litið er, allt ber natni vitni. Beta segir þau hjón alltaf kaupa sumarblómin í Hveragerði hjá Ingibjörgu. Það hafi reynst þeim lang best. Þennan garð hafa Fjalarr og Beta átt síðan 1989. Þau segja hann þriðja garðinn sem þau annist. Sá fyrsti hafi verið við prestsbústaðinn í Hrísey og annar á Kálfafellsstað í Suðursveit. "Þeir voru eign ríkisins en það skipti okkur engu máli," segir Beta. "Við viljum bara prýða í kring um okkur, þar sem við erum." gun@frettabladid.is
Hús og heimili Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Sjá meira