Lífið

Karakter í útlitsgöllum

Hæ! Hvað kostar að gera spónlagðar hurðir sem eru illa farnar eins og nýjar og hvernig gerir maður það? Guðrún Sæl Guðrún Gott að þú sért að hugsa um að halda hurðunum en ekki bara skipta þeim út. Nú segir þú ekki hversu illa farnar hurðirnar séu og ég ímynda mér að þær séu sjúskaðar eftir áralanga þjónustu. Litamismunur er algengur útlitsgalli sem hægt er að laga með því að pússa yfir þær með fínum sandpappír og olíubera þær eða lakka, passaðu að pússa með viðaræðunum en ekki þvert á þær! Ef þær eru mjög sjúskaðar, þá er hægt að bæsa þær í þeim lit sem hentar og olíubera svo eða lakka. Persónulega finnst mér bara karakter í smá útlitsgöllum ef þeir eru ekki miklir og áberandi. Ef þær eru í rúst þá getur þú alltaf spartlað og lakkað hurðarnar. Ef þú ferð þessa leið þá fáðu tilboð í að láta sprauta þær á verkstæði, það margborgar sig. Gangi þér vel Kveðja Frikki





Fleiri fréttir

Sjá meira


×