Góður svefn drífur líkamann 26. júlí 2004 00:01 Margir telja sér trú um að ekki sé hægt að vakna á morgnana fyrr en búið er að hella í sig einum rótsterkum kaffibolla og enn aðrir rífa sig upp á sykuráti. Það er reyndar ótrúlegt hversu lengi líkaminn og hugurinn geta gengið á litlum svefni og margir sofa aldrei nóg. Áður en Edison fann upp ljósaperuna þá svaf fólk að meðaltali tíu tíma á nóttu sem sérfræðingar hafa nýlega áttað sig á að er kjörinn svefntími. Nú þegar vinnustundir okkar miðast ekki bara við dagsbirtuna þá eigum við það til að vaka mun lengur en ráðlegt er. Margir telja of mikinn svefn tímasóun og ásaka fólk sem sefur mikið um leti. En það er eitt að vera latur og annað að sofa nóg. Margir eru farnir að snúa sér að sjónvarpinu á kvöldin til að hvíla sig eða fara á internetið þegar þeir í raun ættu bara að leggjast í rúmið sitt og sofna. Ekkert kemur í staðinn fyrir góðan nætursvefn og ef þú svíkur líkama þinn um svefn þá minnkar geta þín á öllum sviðum í vökunni bæði andlega og líkamlega. Svefnvana fólk á erfiðara með að einbeita sér, er oftar pirrað og óþolinmótt og á erfiðara með að taka skynsamlegar ákvarðanir. Þegar við sofum þá undirbúum við heilann og líkamann fyrir átök næsta dags. Í svefni framleiðir líkaminn hormón sem laga og styrkja líkamsvefi auk þess sem minni okkar styrkist og sumir halda því fram að sofandi vinnum við úr flóknum tilfinningum. Hversu mikið magn af svefni fólk fær er gríðarlega mikilvægt og einnig gæði svefnsins og sumir liggja í rúminu og sofa slitrótt í átta tíma en hvílast ekki nóg. Fólk hefur misjafna svefnþörf en flestir þurfa sjö til níu tíma á nóttu af góðum svefni til að vera í toppformi. Nokkur góð ráð til að ná góðum svefni: Farðu alltaf að sofa á sama tíma og vaknaðu á sama tíma Ekki taka áhyggjurnar með þér upp í rúm. Finndu leið til að róa hugann áður en þú sofnar. Ekki fara í líkamsrækt á kvöldin því það örvar líkamann. Stundaðu frekar líkamsrækt reglulega á dagtíma. Ekki reykja sex tímum áður en þú ferð að sofa. Slakaðu á fyrir svefninn með því til dæmis að fara í heitt bað. Forðastu drykki með koffeiní seinnipart dags og á kvöldin. Hafðu dimmt og rólegt í svefnherberginu og búðu þannig um rúmið að þér líði vel í því. Heilsa Mest lesið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Fleiri fréttir Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Sjá meira
Margir telja sér trú um að ekki sé hægt að vakna á morgnana fyrr en búið er að hella í sig einum rótsterkum kaffibolla og enn aðrir rífa sig upp á sykuráti. Það er reyndar ótrúlegt hversu lengi líkaminn og hugurinn geta gengið á litlum svefni og margir sofa aldrei nóg. Áður en Edison fann upp ljósaperuna þá svaf fólk að meðaltali tíu tíma á nóttu sem sérfræðingar hafa nýlega áttað sig á að er kjörinn svefntími. Nú þegar vinnustundir okkar miðast ekki bara við dagsbirtuna þá eigum við það til að vaka mun lengur en ráðlegt er. Margir telja of mikinn svefn tímasóun og ásaka fólk sem sefur mikið um leti. En það er eitt að vera latur og annað að sofa nóg. Margir eru farnir að snúa sér að sjónvarpinu á kvöldin til að hvíla sig eða fara á internetið þegar þeir í raun ættu bara að leggjast í rúmið sitt og sofna. Ekkert kemur í staðinn fyrir góðan nætursvefn og ef þú svíkur líkama þinn um svefn þá minnkar geta þín á öllum sviðum í vökunni bæði andlega og líkamlega. Svefnvana fólk á erfiðara með að einbeita sér, er oftar pirrað og óþolinmótt og á erfiðara með að taka skynsamlegar ákvarðanir. Þegar við sofum þá undirbúum við heilann og líkamann fyrir átök næsta dags. Í svefni framleiðir líkaminn hormón sem laga og styrkja líkamsvefi auk þess sem minni okkar styrkist og sumir halda því fram að sofandi vinnum við úr flóknum tilfinningum. Hversu mikið magn af svefni fólk fær er gríðarlega mikilvægt og einnig gæði svefnsins og sumir liggja í rúminu og sofa slitrótt í átta tíma en hvílast ekki nóg. Fólk hefur misjafna svefnþörf en flestir þurfa sjö til níu tíma á nóttu af góðum svefni til að vera í toppformi. Nokkur góð ráð til að ná góðum svefni: Farðu alltaf að sofa á sama tíma og vaknaðu á sama tíma Ekki taka áhyggjurnar með þér upp í rúm. Finndu leið til að róa hugann áður en þú sofnar. Ekki fara í líkamsrækt á kvöldin því það örvar líkamann. Stundaðu frekar líkamsrækt reglulega á dagtíma. Ekki reykja sex tímum áður en þú ferð að sofa. Slakaðu á fyrir svefninn með því til dæmis að fara í heitt bað. Forðastu drykki með koffeiní seinnipart dags og á kvöldin. Hafðu dimmt og rólegt í svefnherberginu og búðu þannig um rúmið að þér líði vel í því.
Heilsa Mest lesið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Fleiri fréttir Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Sjá meira