Er með líkamsrækt á heilanum 26. júlí 2004 00:01 "Ég er með líkamsrækt á heilanum, hvorki meira né minna. Það finnst að minnsta kosti sumum í kring um mig," segir Guðrún Helga Sigurðardóttir blaðamaður þegar hún er beðin að lýsa aðeins sínum lífsstíl. "Ég fer að jafnaði þrisvar í viku í ræktina, hef gert það síðustu fimm árin. Svo stefni ég á að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst eins og ég hef gert síðustu þrjú árin," heldur hún áfram. Hún kveðst hafa hlaupið mikið frá því hún var krakki og það henti henni vel. Stundum hlaupi hún eftir ganginum í vinnunni hjá sér, bara af þörf. Annars sé hún fyrst og fremst í spinning. "Þessir hjólatímar finnst mér skemmtilegastir af öllu skemmtilegu. Bæði vegna hreyfingarinnar sjálfrar og meðan ég hamast þar tekst mér að einbeita mér svo vel, vinna hugmyndavinnu og fá útrás fyrir umframorku og annað sem þarf útrás. Líkamlega og andlega líðanin helst í hendur og maður er í banastuði þegar maður er búinn í svona tíma." En hvað um mataræðið. Skyldi Guðrún bara borða hollan mat? "Já, ég reyni það nú en reyndar er upp og ofan hvernig það gengur. Stundum missi ég mig í eitthvað gott, keypti til dæmis sælgæti á hverju kvöldi þegar ég var í útilegu um daginn austur í Skaftafelli og fæ mér tertur í afmælis-og fermingarveislum. En þegar ég geri innkaup fyrir heimilið kaupi ég yfirleitt bara léttan og hollan mat." Þegar hún er spurð nánar út í Skaftafellsdvölina kemur í ljós að hún gerði sér lítið fyrir og gekk á Hvannadalshnjúk einn daginn. "Já, ég hef svolítið verið í fjallgöngum í sumar og "fíla" það rosalega vel," segir hún og það verða lokaorðin. gun@frettabladid.is Heilsa Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Walking Dead-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Ég er með líkamsrækt á heilanum, hvorki meira né minna. Það finnst að minnsta kosti sumum í kring um mig," segir Guðrún Helga Sigurðardóttir blaðamaður þegar hún er beðin að lýsa aðeins sínum lífsstíl. "Ég fer að jafnaði þrisvar í viku í ræktina, hef gert það síðustu fimm árin. Svo stefni ég á að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst eins og ég hef gert síðustu þrjú árin," heldur hún áfram. Hún kveðst hafa hlaupið mikið frá því hún var krakki og það henti henni vel. Stundum hlaupi hún eftir ganginum í vinnunni hjá sér, bara af þörf. Annars sé hún fyrst og fremst í spinning. "Þessir hjólatímar finnst mér skemmtilegastir af öllu skemmtilegu. Bæði vegna hreyfingarinnar sjálfrar og meðan ég hamast þar tekst mér að einbeita mér svo vel, vinna hugmyndavinnu og fá útrás fyrir umframorku og annað sem þarf útrás. Líkamlega og andlega líðanin helst í hendur og maður er í banastuði þegar maður er búinn í svona tíma." En hvað um mataræðið. Skyldi Guðrún bara borða hollan mat? "Já, ég reyni það nú en reyndar er upp og ofan hvernig það gengur. Stundum missi ég mig í eitthvað gott, keypti til dæmis sælgæti á hverju kvöldi þegar ég var í útilegu um daginn austur í Skaftafelli og fæ mér tertur í afmælis-og fermingarveislum. En þegar ég geri innkaup fyrir heimilið kaupi ég yfirleitt bara léttan og hollan mat." Þegar hún er spurð nánar út í Skaftafellsdvölina kemur í ljós að hún gerði sér lítið fyrir og gekk á Hvannadalshnjúk einn daginn. "Já, ég hef svolítið verið í fjallgöngum í sumar og "fíla" það rosalega vel," segir hún og það verða lokaorðin. gun@frettabladid.is
Heilsa Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Walking Dead-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira