KB banki leiðir sænsku kauphöllina 26. júlí 2004 00:01 KB banki er methafinn í hækkunum í Kauphöllinni í Stokkhólmi. Bréf bankans hafa tvöfaldast að verðgildi frá áramótum. Sænska viðskiptablaðið Dagens Industri fjallar um hækkunina í forsíðufrétt um helgina. Blaðið undanskilur við röðun fyrirtækja þau fyrirtæki sem eru að markaðsverðmæti undir níu milljörðum króna. Að þeim frátöldum er KB banki í fyrsta sæti. Blaðamaður Dagens Industri fékk Sigurð Einarsson til að skýra árangurinn, þar sem hann stóð í miðri á við laxveiðar á Íslandi. "Hlutverk okkar er að reka fyrirtækið eins vel og mögulegt er. Ég held að þetta sé ekki flóknara en það að markaðurinn kunni að meta góðan vöxt og góða afkomu," segir Sigurður í samtali við blaðið. Blaðamaður Dagens Industri spyr því næst Sigurð hvort sé mikilvægara vöxtur eða hagnaður. "Hagnaður. Vöxtur má aldrei verða á kostnað hagnaðar," svarar Sigurður að bragði. Christer Villard sem stýrir starfsemi KB banka í Svíþjóð segir að innan bankans starfi dugmikill hópur sem finnist skemmtilegt að byggja upp starfsemina. "Leiðin til ákvarðana er stutt og við höfum mikið frelsi sem með ábyrgð og frumkvöðlastemningu einkennir alla starfsemina." Umræða um KB banka í Svíþjóð hefur tekið stakkaskiptum á undanförnum misserum. Bankinn bjó við afar neikvæða umræðu þegar hann lagði til atlögu við sænska bankann JP Nordiska. Félag fjárfesta í Svíþjóð réð sínu fólki frá því að taka bréf Kaupþings í skiptum fyrir bréf í sænska bankanum. Þeir sem tóku skiptunum á sínum tíma hafa margfaldað eign sína í hækkun hlutabréfa Kaupþings, sérstaklega eftir samruna við Búnaðarbankann. KB banki var nýverið færður á Atract 40 listann sem er listi yfir athyglisverðustu vonarpeninga á sænska markaðnum. Slíkt vekur athygli fjárfesta og eykur líkur á að fyrirtækið verði í framtíðinni skráð á aðallista sænsku kauphallarinnar. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Sjá meira
KB banki er methafinn í hækkunum í Kauphöllinni í Stokkhólmi. Bréf bankans hafa tvöfaldast að verðgildi frá áramótum. Sænska viðskiptablaðið Dagens Industri fjallar um hækkunina í forsíðufrétt um helgina. Blaðið undanskilur við röðun fyrirtækja þau fyrirtæki sem eru að markaðsverðmæti undir níu milljörðum króna. Að þeim frátöldum er KB banki í fyrsta sæti. Blaðamaður Dagens Industri fékk Sigurð Einarsson til að skýra árangurinn, þar sem hann stóð í miðri á við laxveiðar á Íslandi. "Hlutverk okkar er að reka fyrirtækið eins vel og mögulegt er. Ég held að þetta sé ekki flóknara en það að markaðurinn kunni að meta góðan vöxt og góða afkomu," segir Sigurður í samtali við blaðið. Blaðamaður Dagens Industri spyr því næst Sigurð hvort sé mikilvægara vöxtur eða hagnaður. "Hagnaður. Vöxtur má aldrei verða á kostnað hagnaðar," svarar Sigurður að bragði. Christer Villard sem stýrir starfsemi KB banka í Svíþjóð segir að innan bankans starfi dugmikill hópur sem finnist skemmtilegt að byggja upp starfsemina. "Leiðin til ákvarðana er stutt og við höfum mikið frelsi sem með ábyrgð og frumkvöðlastemningu einkennir alla starfsemina." Umræða um KB banka í Svíþjóð hefur tekið stakkaskiptum á undanförnum misserum. Bankinn bjó við afar neikvæða umræðu þegar hann lagði til atlögu við sænska bankann JP Nordiska. Félag fjárfesta í Svíþjóð réð sínu fólki frá því að taka bréf Kaupþings í skiptum fyrir bréf í sænska bankanum. Þeir sem tóku skiptunum á sínum tíma hafa margfaldað eign sína í hækkun hlutabréfa Kaupþings, sérstaklega eftir samruna við Búnaðarbankann. KB banki var nýverið færður á Atract 40 listann sem er listi yfir athyglisverðustu vonarpeninga á sænska markaðnum. Slíkt vekur athygli fjárfesta og eykur líkur á að fyrirtækið verði í framtíðinni skráð á aðallista sænsku kauphallarinnar.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Sjá meira
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent